Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 11
„LAUN HVERS OG EINS EIGA AÐ VERA EINKAMÁL VIÐKOM- ANDI" Ferill Kristjáns Arasonar í atvinnu- mennsku spannar sex ár. Hann var eitt keppnistímabil hjá þýska liðinu Hameln, tvö ár hjá Gummersbach og þrjú ár hjá spænska liðinu Teka. En hafði Kristján Arason mikið upp úr þessu fjárhagslega séð og á hann miklar eignir eftir að hafa verið í at- vinnumennsku? „Launin, sem égfékk meðan ég var í atvinnumennsku, eru mitt einkamál og ég vil halda því þannig." — Nú getur hver sem er fundið út hvað þú ert með miklar tekjur hér á landi með því að skoða skattaskýrsl- ur. Hvernig stendur á því að laun atvinnumanna eru svona mikið feimnismál — er ekki einmitt æski- legt að það sé ekki farið í grafgötur með það mál þannig að ungir strákar sjái út í hvað þeir eru að fara? „Ég held að laun atvinnumanna í íþróttum séu ekkert meira feimnis- mál en laun almennt. Að mínu mati eiga laun hvers og eins að vera hans einkamál. Það er reyndar rétt að mögulegt er að fá að vita laun fólks með því að líta á skatta og það er líka hægt í sambandi við atvinnumennsk- una. Maður var bara á launaskrá fyrirtækisins, borgaði sína skatta og svo framvegis. Ég held að það sé ekki mitt hlut- verkað opinbera laun atvinnumanna fyrir þeim sem hugsanlega eru á leið í atvinnumennsku. Það er hlutverk umboðsmanna að kynna þeim launamálin." Kristján er hér í góðum félagsskap lærissveina sinna í FH. KRISTJAN ARASON — Hafa menn það ekki gott í at- vinnumennskunni? „Vissulega hafði ég gott upp úr þessu og ég var auðvitað ríkari þegar ég kom heim en þegar ég fór út — en annars er það svo afstætt hvað það er að vera ríkur." — Hefðirðu viljað vera lengur úti? „Nei, ég held ekki. Þegar ég kom heim var ég eiginlega búinn að fá meira en nóg, auk þess sem meiðsli settu strik í reikninginn hjá mér." — Hver er helsti munurinn á spænska og þýska boltanum, þ.e.a.s. hvað peningamálin varðar? „Munurinn á Spáni og Þýskalandi í sambandi við peningamál atvinnu- manna er kannski helstur sá að hjá stærstu félögunum á Spáni eru meiri peningar íboði en hinsvegarer þetta jafnara í Þýskalandi. Þar eru margir í skóla eða að vinna eitthvað með boltanum en á Spáni eru menn ein- göngu í því að spila handbolta. Mér var strax gerð grein fyrir því þegar ég komtil Spánarað ég ætti ekki að gera neitt annað. Hjá Teka voru það 10 leikmenn sem gerðu ekkert annað en að spila handbolta. Á Spáni eru engir yngri flokkar hjá stóru félögunum og eina leiðin til að fá leikmenn er að kaupa þá. Þetta er viss ókostur upp á félagsskapinn að gera." — Nú ertu viðskiptafræðingur. Aflaðir þú þér einhverrar framhalds- menntunar þegar þú varst úti og jafn- vel einhverra viðskiptasambanda? „Þegar ég var í Þýskalandi sótti ég háskóla í Köln og aflaði mér viðbót- armenntunar í viðskiptafræðinni en ég gerði ekkert í því að afla mér við- skiptasambanda — það stóð ekkert til að égfæri aðopna heildsölu þegar ég kæmi heim!" 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.