Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 13
SIGURÐUR BJARNASON Sigurður Bjarnason leikur nú sitt annað tímabil með þýska stórliðinu Grosswallstadt. Sigurður er einungis 22 ára gamall og gæti því átt glæsta framtíð fyrir sér í atvinnumennsk- unni. En hefur hann mikið upp úr því að leika sem atvinnumaður í Þýska- landi? „Nei, ég get ekki sagt að um háar fjárhæðir sé að ræða í því sambandi. En þetta borgar sig allavega og ég hef meira upp úr því að vera hérna hjá Grosswallstadt en að vera heima." — Af hverju eru launamálin svona mikið feimnismál? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna skattamála. Hérna úti er ein- göngu um hálfatvinnumennsku að ræða þannig að menn hafa ekki hátt um þessi mál — þetta eru viss hlunn- indi." — Gerirðu eitthvað annað en að spila handbolta? „Nei, ekki í augnablikinu. En frí- tími minn býður upp á marga mögu- leika. Ég ætlaði mér t.d. að fara að læra í vetur en það fórst fyrir vegna lítillar málfræðikunnáttu minnar í þýsku. Það eru nefnlilega gerðar mjög strangar kröfur um þýskukunn- áttu ætli maður í háskóla hérna." — Hvað heldurðu að bestu leik- mennirnir í Bundesligunni hafi í árs- tekjur? „Ég þori ekki alveg að fara með það. Maður heyrir náttúrlega margt og ég hef heyrt að menn séu að fá allt upp í 140.000 þýsk mörk [u.þ.b. 5,2 milljónir íslenskra króna] fyrir tíma- bilið. Ofan á þessar upphæðir bætast síðan bónusar og fleira þannig að maður veit aldrei nákvæmlega um hversu háar upphæðir er að ræða." — Átt þú möguleika á því að fá svona tekjur? „Ég veit það ekki. Ef ég geri annan samning hérna úti þá vonast ég nátt- úrlega til þess að fá svona upphæð- ir," sagði Sigurður sem er samnings- bundinn Grosswallstadt út yfirstand- andi keppnistímabil. — Nú hefur þérgengið vel að und- anförnu. Stefnir ekki allt í að þú fáir annan samning? „ÉG HEF HEYRT AÐ MENN SÉU MEÐ 5,2 MILLJÓNIR KRÓNA í LAUN" „Ég veit það ekki. Það er svo mikil „mafía" í kringum allt hérna. í fyrra var t.d. þjálfarinn látinn fjúka eftir geðþótta einhverra manna og þegar hann var látinn fara var þegar búið að ráða nýjan mann. Það þarf því oft lítið útaf að bera til þess að þessir menn séu komnir upp á móti manni. Ég hef þó verið heppinn hvað þetta varðar og staðið hefur verið við allt sem við mig hefur verið sagt." — Ertu eitthvað búinn að setja það niður fyrir þig hvað þú ætlar að vera lengi úti? „Nei, ég hef ekki gert það. Ég gæti þóvel hugsaðmérað vera hérnaeinn vetur í viðbót og koma síðan heim. Mig langar nefniiega til þess að fara í lögfræðinám heima og ég ætla ekki að draga það endalaust. Það er t.d. ekki hægt að bera þá stöðu sem ég er í saman við þá sem Kristján Arason var í þegar hann fór út en hann var þá búinn að Ijúka sínu háskólanámi. Ég gæti hugsanlega verið í þeirri stöðu að geta haldið mér uppi á námstím- anum af þeim peningum sem ég fæ hérna úti en annars er aldrei hægt að segja til um það hvernig mér tekst að haldast á peningunum." — Fylgja handboltanum einhver fríðindi? „Já, ég get ekki sagt annað. Ég hef íbúð og bíl til umráða og það eina, sem ég þarf að leggja til, er að borga mat ofan í mig, bensín á bílinn og símreikninga. Félagið sér t.d. um öll tryggingamál mín og greiðir fyrir mig ferðir heim til íslands." — Seturðu þá peninga, sem þú færð, undir koddann eða fjárfestirðu eitthvað? „Ég reyni að leggja peningana til hliðar en eins og menn vita er dýrt að lifa og peningarnir eru fljótir að fara. Annars hefur mér gengið ágætlega að leggja peninga fyrir og það geri ég alltaf heima." 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.