Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 19

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 19
EmBríiH'W HUGSAÐ UPPHÁTT Fyrir skömmu kom út bókin HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Svavar Gests en það er æviminningabók höfundar. Eins og flestum er kunn- ugt er Svavar landskunnur tónlistar- og útvarpsmaður en eins og kemur fram í bókinni HUGSAÐ UPPHÁTT var hann sömuleiðis liðtækur íþróttamaður. Gefum honum sjálf- um orðið: „Þegar sjómannsferli mínum lauk fór ég aftur að vinna hjá Skipaútgerð- inni en fyrr um sumarið hafði ég kynnst Halli Símonarsyni sem var ári yngri en ég. Hann átti heima skammt frá mér, á Vesturgötu 34. Hallur var farinn að æfa hlaup og slóst ég í för með honum á eina æfingu því ég sá fram á að þótt ég hefði æft knatt- spyrnu með KR vor eftir vor þá kæm- ist ég aldrei í keppnislið því ég var alltaf sendur í sveit áður en knatt- spyrnumótin hófust. Því var auðveld- ara að stunda frjálsar íþróttir. ÍSLANDSMET í GRINDAHLAUPI Ég hóf æfingar með Halli ogfyrren varði keppti ég í 100 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi drengja. Ég var gífurlega sprettharður, vann samt ekki til fyrstu verðlauna í 100 metra hlaupi en varð drengjameistari í 110 metra grindahlaupi sumarið 1944. Hlaut fyrir þetta verðlaunapening og nafn mitt í blöðin þegar greint var frá úrslitum. Um úrslit hlaupsins sagði Jóhann Bernharð í íþróttablaðinu: „Svavar kom flestum á óvart enda er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir." Sveit ÍR sem sigraði í Reykjavíkurboðhlaupinu 1945. Fremri röð f.v.: Haukur Clausen, Magnús E. Baldvinsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Gylfi Hinriksson, Svavar Gests, Örn Clausen og Hannes Berg. Aftari röð f.v.: Óskar Jónsson, Jóel Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Valgarð Runólfsson, Kjartan Jóhanns- son, Hallur Símonarson og Jóhannes Jónsson. ISLANDSMEIST ARl í FIMM MÍNÚTUR — brot úr æviminningabók Svavars Gests, HUGSAÐ UPPHÁTT Ég hafði keppt undir merkjum KR en næsta sumar hóf ég æfingar með íþróttafélagi Reykjavíkur því bæði var Hallur félagi minn í ÍR og fleiri strákar sem ég hafði kynnst á Mela- vellinum. Þetta sumar tók ég þátt í þeim mótum sem buðust en vann ekki til verðlauna nema í 4x100 metra boðhlaupi. Eitt sinn fréttist að KR hefði efnt til innanfélagsmóts og þar var keppt í 400 metra grinda- hlaupi ífyrstasinn. Um leið eignaðist KR fyrsta íslandsmethafann í þessari grein. Og ekki bara drengjamethafa því þetta var fyrsta mótið í þessari grein og því fullkomið met sem gilti jafnt fyrir drengi sem fullorðna. Þetta sættu ÍR-ingar sig ekki við og aug- lýstu innanfélagsmót í 400 metra grindahlaupi nokkrum dögum síðar. Keppt var í tveimur riðlum og sigraði égífyrri riðlinum og bætti íslandsmet KR-ingsins. Ég varð því íslandsmeist- ari í400 metra grindahlaupi karla. En Adam var ekki lengi í paradís, sann- ast sagna ekki nema í fimm mínútur. Þeir Haukur og Örn Clausen voru í næsta riðli og hlupu báðir undir met- tíma mínum. Hlaupabrautin á Melavellinum var malarbraut og var hún oftast nær gljúp eftir rigningar. Þá voru ekki til startblokkir eins og nú, heldur þurftu hlaupararnir að grafa sér startholur. Sé þetta haft í huga þá hafa tímar þeir, sem ég náði í einstaka greinum á drengjameistaramótum, verið vel viðunandi. Ég hljóp 100 metra á 12,4 sek., 400 metra á 58,5 sek. og 110 metra grindahlaup á 18,6 sek. Ég stundaði hlaup á Melavellinum aðeins í þrjú sumur og var þá um leið í boðhlaupssveit ÍR sem tók þátt í Tjarnar- og Reykjavíkurboðhlaup- inu. Eina myndin, sem til er af mér sem íþróttamanni, erfrá Reykjavíkur- boðhlaupinu þar sem sveit IR varð sigurvegari. Allt fram á þennan dag hef ég fylgst með árangri frjálsíþrótta- manna, íslenskra sem erlendra, enda standa frjálsar íþróttir öllum íþrótta- greinum ofar í hug mínum." 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.