Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 19

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 19
EmBríiH'W HUGSAÐ UPPHÁTT Fyrir skömmu kom út bókin HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Svavar Gests en það er æviminningabók höfundar. Eins og flestum er kunn- ugt er Svavar landskunnur tónlistar- og útvarpsmaður en eins og kemur fram í bókinni HUGSAÐ UPPHÁTT var hann sömuleiðis liðtækur íþróttamaður. Gefum honum sjálf- um orðið: „Þegar sjómannsferli mínum lauk fór ég aftur að vinna hjá Skipaútgerð- inni en fyrr um sumarið hafði ég kynnst Halli Símonarsyni sem var ári yngri en ég. Hann átti heima skammt frá mér, á Vesturgötu 34. Hallur var farinn að æfa hlaup og slóst ég í för með honum á eina æfingu því ég sá fram á að þótt ég hefði æft knatt- spyrnu með KR vor eftir vor þá kæm- ist ég aldrei í keppnislið því ég var alltaf sendur í sveit áður en knatt- spyrnumótin hófust. Því var auðveld- ara að stunda frjálsar íþróttir. ÍSLANDSMET í GRINDAHLAUPI Ég hóf æfingar með Halli ogfyrren varði keppti ég í 100 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi drengja. Ég var gífurlega sprettharður, vann samt ekki til fyrstu verðlauna í 100 metra hlaupi en varð drengjameistari í 110 metra grindahlaupi sumarið 1944. Hlaut fyrir þetta verðlaunapening og nafn mitt í blöðin þegar greint var frá úrslitum. Um úrslit hlaupsins sagði Jóhann Bernharð í íþróttablaðinu: „Svavar kom flestum á óvart enda er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir." Sveit ÍR sem sigraði í Reykjavíkurboðhlaupinu 1945. Fremri röð f.v.: Haukur Clausen, Magnús E. Baldvinsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Gylfi Hinriksson, Svavar Gests, Örn Clausen og Hannes Berg. Aftari röð f.v.: Óskar Jónsson, Jóel Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Valgarð Runólfsson, Kjartan Jóhanns- son, Hallur Símonarson og Jóhannes Jónsson. ISLANDSMEIST ARl í FIMM MÍNÚTUR — brot úr æviminningabók Svavars Gests, HUGSAÐ UPPHÁTT Ég hafði keppt undir merkjum KR en næsta sumar hóf ég æfingar með íþróttafélagi Reykjavíkur því bæði var Hallur félagi minn í ÍR og fleiri strákar sem ég hafði kynnst á Mela- vellinum. Þetta sumar tók ég þátt í þeim mótum sem buðust en vann ekki til verðlauna nema í 4x100 metra boðhlaupi. Eitt sinn fréttist að KR hefði efnt til innanfélagsmóts og þar var keppt í 400 metra grinda- hlaupi ífyrstasinn. Um leið eignaðist KR fyrsta íslandsmethafann í þessari grein. Og ekki bara drengjamethafa því þetta var fyrsta mótið í þessari grein og því fullkomið met sem gilti jafnt fyrir drengi sem fullorðna. Þetta sættu ÍR-ingar sig ekki við og aug- lýstu innanfélagsmót í 400 metra grindahlaupi nokkrum dögum síðar. Keppt var í tveimur riðlum og sigraði égífyrri riðlinum og bætti íslandsmet KR-ingsins. Ég varð því íslandsmeist- ari í400 metra grindahlaupi karla. En Adam var ekki lengi í paradís, sann- ast sagna ekki nema í fimm mínútur. Þeir Haukur og Örn Clausen voru í næsta riðli og hlupu báðir undir met- tíma mínum. Hlaupabrautin á Melavellinum var malarbraut og var hún oftast nær gljúp eftir rigningar. Þá voru ekki til startblokkir eins og nú, heldur þurftu hlaupararnir að grafa sér startholur. Sé þetta haft í huga þá hafa tímar þeir, sem ég náði í einstaka greinum á drengjameistaramótum, verið vel viðunandi. Ég hljóp 100 metra á 12,4 sek., 400 metra á 58,5 sek. og 110 metra grindahlaup á 18,6 sek. Ég stundaði hlaup á Melavellinum aðeins í þrjú sumur og var þá um leið í boðhlaupssveit ÍR sem tók þátt í Tjarnar- og Reykjavíkurboðhlaup- inu. Eina myndin, sem til er af mér sem íþróttamanni, erfrá Reykjavíkur- boðhlaupinu þar sem sveit IR varð sigurvegari. Allt fram á þennan dag hef ég fylgst með árangri frjálsíþrótta- manna, íslenskra sem erlendra, enda standa frjálsar íþróttir öllum íþrótta- greinum ofar í hug mínum." 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.