Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 28
sem er framundan fyrir mig, er heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð á næsta ári en að öllu óbreyttu verður Gunnar Gunnarsson væntanlega leikstjórnandi í þeirri keppni því hann hefur staðið sig vel." — Finnst þér að eitthvað mætti betur fara í leik landsliðsins? „Við erum búnir að ná góðum tök- um á varnarleiknum og markvarslan er á heimsmælikvarða en sóknin er enn ekki nógu góð. Hún sem var áður okkar sterkasta hlið. Ég veit ekki hverju um erað kenna. Sóknarleikur- inn er einhæfur en hver ástæða þess er veit ég ekki. Takist okkur að laga hann fyrir HM erum við í mjög góð- um málum. Árangurinn veltur vitan- lega á því að okkar bestu menn leiki af eðlilegri getu. Við viljum vera best- ir í handbolta og þurfum þess vegna að fara að hugsá þannig. Við erum alltaf að velta okkur upp úr því hvað andstæðingarokkarséu sterkiren við eigum að hætta því. Við erum bestir og eigum að láta hina hafa áhyggjur af okkur. Ef við hættum öllu væli um þennan og hinn andstæðinginn hljóta hlutirnir að ganga betur. Ef við viljum halda okkur á toppnum, þurf- um við að vinna alla leiki án tillits til þess móti hverjum við erum að leika." — Hvern sérðu sem arftaka Þor- bergs landsliðsþjálfara? „Ég sé Þorberg ekki hætta sem landsliðsþjálfara fyrr en í fyrsta lagi eftir HM á íslandi 1995 nema eitt- hvað sérstakt komi upp á. Staða hans „Ef við hættum öllu væli um þennan andstæðing og hinn hljóta hlutirnir að ganga betur," segir Guðjón. sem þjálfari er ekki völt þótt okkur gangi illa í Svíþjóð. Hann er þegar byrjaður uppbyggingu fyrir HM '95 þótt ég sé yfirleitt á móti því að val í landsliðið fari eftir fæðingarári leik- manna. Að mínu mati á að velja þá leikmenn í landsliðið sem eru bestir hverju sinni hvort sem þeir eru 21 árs eða 35 ára. Ef sá eldri er betri en sá yngri á hann að vera í landsliðinu. Þetta gera allar þjóðir. Á íslandi vilja menn skipta mönnum út þegar þeir eru þrítugir — með örfáum undan- tekningum. Ég get fyllilega séð Kristján Arason sem landsliðsþjálfara þegar Þorberg- ur hættir. Kristján er með óbilandi metnað sem myndi reynast honum vel hvað varðar þjálfun landsliðsins og hann þekkir landsliðsmálin út og inn. Hann er mjög góður þjálfari, góður leikstjórnandi og virtur í íþrótt- inni. Sem sagt kjörinn í hlutverkið." — Hver er besti handboltamaður landsins, að þínu mati? „Það er erfitt að nefna einn ein- stakling í þessu sambandi því mér finnst enginn sérstakur algjörlega af- gerandi bestur. Siggi Sveins er búinn að sýna það að hann er einn af al- bestu sóknarmönnum landsins og hann er meira aðsegjafarinn að leika einsog unglamb ívörninni. Valdimar Grímsson er gríðarlega öflugur og líklega myndi ég velja hann ef ég þyrfti að nefna einn sérstakan sem er bestur. Það er hreint ótrúlegt hvað honum fer mikið fram á hverju ári miðað við hvað hann er búinn að vera lengi að. Hann sýnir stöðugar framfarir. Markverðirnir okkar Berg- sveinn og Guðmundur eru báðir á heimsmælikvarða og svo er að koma upp fjöldi stórefnilegra leikmanna." — Hefur þig aldrei dreymt um at- vinnumennsku í handbolta? „Ég veit það ekki. Ég hef fengið mín tækifæri án þess þó að gera al- vöru úr því. í eitt skipti var ég í miðju námi og áhuginn var ekki alveg nógu mikill. Það varð því aldrei um nein formleg tilboð að ræða." — Ef þú mættir bæta við þig ein- um eiginleika sem handboltamaður — hver væri hann þá? „Ég myndi vilja verða betri varnar- 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.