Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 30

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 30
maður þótt ég sé ekki sá alslakasti í deildinni." — í hvaða liö myndirðu fara ef þú yrðir að skipta um félag? „Það færi líklega eftir því hverju maður væri að sækjast eftir. Valur yrði líklegafyrir valinu því liðið hefur góðan þjálfara og er, að ég held, mjög félagslega sterkur klúbbur. Eg legg mikla áherslu á það. Að auki er Valur ávallt í toppbaráttu en þetta er það sem maður leggur hvað mesta áherslu á." — Þú færir ekki í Hauka? „Máltækið segir; aldrei að segja aldrei — þannigaðmaðurveitaldrei. Það er reyndar fordæmi fyrir því í fjölskyldunni. Móðurbróðir minn var í FH en fór í Hauka og það sama gerði Magnús bróðir minn, sem er mark- vörður, fyrir þremur árum. Leikmenn FH og Hauka þekkjast vel og það er gott á milli þeirra en rígurinn á milli félaganna er meira í orði en á borði. Af gömlum vana höldum við rígnum gangandi með því að jagast sífellt hver út í aðra. Utan þess lifir rígurinn líklega bara á elliheimilum í dag og svo einhvers staðar úti í bæ." — Býður þú Magnúsi bróður þín- um enn í heimsókn? „Það kemur fyrir. Hann hefur stað- ið sig vel í vetur en í fyrra var hann slakur. Ég skil hann að vissu leyti að hafa skipt um félag því auk Berg- sveins var Guðmundur Hrafnkelsson líka í FH og átti hann því við ramman reip að draga." — Hvernig finnst þér lið Hauka? „Haukarnir eru góðir. Jóhann Ingi er að gera góða hluti með þá. Ég hef trú á því að þeir komist í úrslita- keppnina." — Hvernig finnst þér íslandsmót- ið hafa þróast? „Ef eitthvað hefur komið á óvart þá er það það að mótið er enn jafnara en menn reiknuðu með. Það er jákvætt fyrir handboltann að fleiri lið skuli blanda sér ítoppbaráttuna. Liðin sem slík eru jafnari og breiddin meðal leikmannaerað verða meiri. Þróunin er jákvæð." — Yfir í aðra sálma — eftir hverju sérðu mest frá æskuárunum? „Stundum hef ég sagt við Hafdísi, konuna mína, að ef ég mætti gera eitthvað upp á nýtt myndi ég taka fótboltann fram yfir handboltann. Fótboltinn var mín íþrótt fram eftir öllum aldri. Ég komst fyrr í meistara- „Ég held ég hefði ekki orðið síðri fótboltamaður en handboltamaður, nema síður sé." „ÞAÐ HEFÐI VERIÐ GAMAN AÐ HALDA ÁFRAM í FÓTBOLTANUM" flokk í fótbolta en einhverra hluta vegna valdi égsamthandboltann. FH var í Evrópukeppni, liðið var gott og í því léku stjörnur á við Kristján Ara- son, Svein Bragason, Þorgils Óttar, Hans Guðmunds og fleiri. Fótbolta- liðið var í 2. deild og kannski gerði það útslagið." — Heldurðu að þú hefðir getað náð lengra í fótboltanum? „Ég veit það ekki. Ég var senter og þótt ég segi sjálfur frá held ég að ég hefði ekki orðið síðri fótboltamaður en handboltamaður, nema síður sé. Hversu langt það hefði skilað mér veit ég ekki. í fótboltanum náði ég að leika með eftirminnilegum leik- mönnum eins og Viðari Haildórs- syni, sem er einstakur karakter, Ólafi Danivalssyni, Helga Ragnarssyni og fleirum en allt eru þetta hinir mestu húmoristar. Það hefði verið gaman að halda áfram í fótboltanum en vit- anlega sé ég ekki eftir tímanum í handboltanum." — Hvenær byrjaðir þú að senda Hafdísi ástarbréf? „Ég var víst alveg laus við að gera það. Samband okkar þróaðist smám saman en við vorum búin að þekkjast í nokkur ár áður en Amor fór að örva hjartsláttinn í okkur." — í gegnum hvaða ósköp þurftir þú að ganga í steggjarpartíi áður en þið piftuð ykkur nú í haust? „Eg fæ enn í magann þegar ég hugsa um hvað hefði getað gerst. í stuttu máli fékkégskilaboðfrá bæjar- 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.