Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 33

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 33
KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR EIGNAST HÚSNÆÐI Nú nýlega festi Karatefélagið Þórs- hamar kaup á húsnæði að Brautar- holti 22 í Reykjavík en þar hafði fé- lagið leigt í u.þ.b. ár. Það er mikið átak fyrir lítið félag að eignast og inn- rétta sitt eigið húsnæði en það virkar vonandi sem vítamínsprauta fyrir starfsemina og áhuga almennings. Þórshamar er á 14. aldursári og virðist ekki þjást af neinni unglinga- veiki. Félagið var stofnað 27. maí 1979 og síðan þá hefur það komið á fót sjálfstæðum félögum á Akranesi og Hvammstanga. Þórshamar er stærsta karatefélag á landinu og eru reglulegir iðkendur á vegum félags- ins rúmlega 150 auk þess sem nokkur fjöldi æfir óreglulega. í samtali við ÍÞRÓTTABLAÐIÐ sagði Jón Ásgeir Blöndal, fram- kvæmdastjóri félagsins, það muna miklu fyrir félagið að vera í sínu eigin húsnæði. Aðstaðan er öll meiri og betri en hún var áður og nú hefur félagið yfir að ráða 175 m2 æfingasal í stað 70 nr salar áður. Það vill svo vel til að formaður félagsins er verkfræð- ingur og á hann ásamt Jóni Ásgeiri heiðurinn af skipulagi húsnæðisins. Jón Ásgeir sagði íþrótta- og tómst- undaráð Reykjavíkur og þá sérstak- lega Júlíus Hafstein eiga sérstakar þakkir skildar fyrir góðan stuðning við félagið og mikinn skilning á þörf- urn lítilla félaga. Hvernig getur svona lítið félag staðið í því að eignast húsnæði? Hér er mikið unnið í sjálfboðavinnu og má segja að í kringum 100 manns hafi komið að einhverju leyti þar við sögu. Reykjavíkurborg styrkir okkur og greiðir 80% af kaupverðinu. Við vorum nokkrir sem tókum mikla áhættu áður en kaupin komu til og gengumst í ábyrgðir fyrir félagið," sagði Jón Ásgeir. Einkenni Karatefélagsins Þórs- hamars sagði Jón Ásgeir helst vera þau að mikill agi ríkti innan þess og þar væri ekki gefinn „séns" þegar um agabrot væri að ræða. Stór þáttur í iðkun karate er agi. í lögum félagsins kemur m.a. fram að það skuli vinna að eflingu og útbreiðslu shotokan karate á íslandi. Shotokan er ákveð- inn stíll í karate og eru allar aðrar gerðir karate þróaðar útfrá honum en shotokan karate byggist á meiri krafti en aðrar greinar. Keppnisgreinar í karate eru Kata og Kumite. Kumite er frjáls bardagi en Kata byggist á grunnhreyfingum með stöðluðu formi þar sem gerðar eru vissar hreyf- ingar eftir forskrift og er alltaf byrjað í vörn. Karate er varnaríþrótt, ef svo má segja, og ein af fyrstu reglunum hljóðar á þann veg að það er ekki til nein fyrsta árás í karate. Fyrsta stig karate er Kihon, sem eru grunnhreyf- ingar. Þórshamar er öflugasta karatefé- lagið á landinu. Þar er góð aðstaða, margir hæfir þjálfarar og regluleg byrjendanámskeið fyrir börn allt nið- ur í 5 ára aldur. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ óskar Þórshamri til hamingju með húsnæðið og velfarnaðar í starfinu á komandi árum. 33

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.