Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 36

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 36
í POKAHORNINU DRAUMALIÐIÐ Það hljómar ef til vill hjákátlega að tala um íslenskt körfuknattleikslið sem draumalið eftir flugeldasýningu bandaríska körfuknattleikslandsliðsins á Ól- ympíuleikunum í sumar. Hvað sem því líður fékk ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Sigurð Hjörleifsson þjálfara Breiðabliks í úrvalsdeildinni í körfubolta til að stilla upp sínu draumaliði, íslensku. Hverjir eru í draumaliði Sigurðar og hvers vegna? „Pétur Guðmundsson, UBK. Hann er í mjög góðri æfingu og reynsla hans og hæð nýtast á móti hvaða liði sem er. Guðmundur Bragason, UMFG, er mjög fljótur leikmaður miðað við hæð og Teitur Örlygsson, UMFN, er ótrúlega fjölhæfur og getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, er mjög góður skotmaður sem einnig getur spilað sem leikstjórn- andi. Jón Kr. Gíslason, ÍBK, er kannski ekki sá allrabesti en reynsla hans og útsjónarsemi eru nauðsynlegar fyrir liðið." Þegar Sigurði var gefinn kostur á að velja tvo af þeim erlendu leikmönnum, sem spila hér á landi, í landsliðið valdi hann Joe Hurst, UBK, og Alexander Ermolinskij, Skallagrími. DRAUMALIÐ SIGURÐAR HJÖRLEIFSSONAR: Guðmundur Bragason, Pétur Guðmundsson, UMFG UBK Jón Arnar Ingvarsson, Jón Kr. Gíslason, Teitur Örlygsson, Haukum ÍBK UMFN Sigurður Hörleifsson körfuknatt- leiksþjálfari. ^ Sá íþróttamaður, sem Olga ^ Færseth, knattspyrnu- og körfu- __ boltamaður úr Keflavík, dáir mest, er bandaríski körfubolta- ^ maðurinn Charles Barkley sem Q spilar með Phoenix Suns í NBA ^ deildinni. < „Ég held mest upp á Charles Barkley, fyrst og fremst vegna ^ þess að hann er góður körfu- VQ boltamaður og svo er hann frá- r*s bær persónuleiki. Hann er ekk- ert að skafa utan af hlutunum og 'uö se8'r s^na skoðun," sagði Olga P Færseth. —I C£ h- LL. LU HVAÐA ÍÞRÓTTAMAÐUR VILDIR ÞÚ HELST VERA? Ef maður er ánægður með sjálf- an sig eins og maður er þá er engin ástæða til að vilja vera einhver annar en margur á sér draum um að vera einhver annar en hann er. Seint verða slíkir draumar upp- fylltir en það er svo sem ekkert að því að láta sig dreyma. Ef Örn Árnason gæti valið hvaða íþrótta- maður vildi hann þá helst vera? „Það hefði verið gaman að vera Mike Tyson en hann situr víst inni. Það hefði verið gaman að vera Erwin „Magic" Johnson en hann er víst veikur. Það hefði verið gaman að vera O.D. WILSON en hann er víst dauður. Annars er allt þetta af- reksfólk, sem maður þekkir eða þekkti, öllu heldur, hætt keppni og þvíekkertspennandi lengur," sagði Örn Árnason allsherjargrínari um leið og hann glotti í símann. Örn Árnason — þegar hann var ung ur og grannur! 36

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.