Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 37

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 37
ÍPOKAHORNINU HUGMYNDAFLUG Árni Þór Hallgrímsson badmintonmaður Hvað dettur Árna fyrst í hug þegar hann heyrir eftirfar- andi orð? Heppni: Frábært útsýni úr íbúðinni minni upp á Skaga. Fegurð: Konan mín. Bill Clinton: McDonald's hamborgarar. Uppvask: Ég er farinn að búa. Sykurmolar: Betri en Canderel. Hátíð: Opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna í sumar. Hlátur: Lengir lífið. Hrakföll: Öll meiðslin mín. Langloka: Oj, bara. Hamingja: Lífið. Neftóbak: Atsjú. Mamma að skamma pabba. Mistök: Hraðakstur. Hrafn: Ingvi Hrafn, hann spilar badminton tvisvar í viku. VIÐ HVERN HEFUR ÞÉR VERIÐ LÍKT? Erlingur Kristjánsson, KA: „Mér hefur veriö líktvið Ben john- son, kanadíska spretthlauparann. Það gerði snerpan hjá mér sem þótti svipuð og hjá Johnson þegar hann var á sterunum!!!" Guðný Gunnsteinsdóttir. EFTIRMINNILEGASTA AUGNABLIKIÐ Hver kannast ekki við þá tilfinn- ingu sem grípur mann þegar sætur sigur er í höfn, hvort sem maður upplifir það sem keppandi eða áhorfandi? Hárin rísa, gleðitárin brjótast fram og það er eins og allur heimurinn brosi til manns. Hver og einn á sér sitt augnablik úr íþróttun- um sem aldrei gleymist. Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörn- unnar í handbolta, lýsir hér eftir- minnilegasta augnablikinu: „Eftirminnilegasta augnablikið er tvímælalaust þegar Stjarnan varð bikarmeistari í handbolta, bæði í kvenna- og karlaflokki 1989. Við Skúli vorum bæði fyrirliðar og þetta var allt saman mjög skemmtileg upp- lifun. Þetta var stór stund í fjölskyld- unni og nánast allt lagt í rúst. Það, sem ég man helst eftir sem áhorfandi, er bikarúrslitaleikur Vík- ings og ÍBV í handbolta 1990 sem Eyjamenn sigruðu og urðu bikar- meistarar. Þar var mikil stemmning og leikurinn var skemmtilegur, það var svo mikil leikgleði og barátta. Úr- slitin sýndu líka að það er allt hægt í íþróttum." 37

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.