Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 37

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 37
ÍPOKAHORNINU HUGMYNDAFLUG Árni Þór Hallgrímsson badmintonmaður Hvað dettur Árna fyrst í hug þegar hann heyrir eftirfar- andi orð? Heppni: Frábært útsýni úr íbúðinni minni upp á Skaga. Fegurð: Konan mín. Bill Clinton: McDonald's hamborgarar. Uppvask: Ég er farinn að búa. Sykurmolar: Betri en Canderel. Hátíð: Opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna í sumar. Hlátur: Lengir lífið. Hrakföll: Öll meiðslin mín. Langloka: Oj, bara. Hamingja: Lífið. Neftóbak: Atsjú. Mamma að skamma pabba. Mistök: Hraðakstur. Hrafn: Ingvi Hrafn, hann spilar badminton tvisvar í viku. VIÐ HVERN HEFUR ÞÉR VERIÐ LÍKT? Erlingur Kristjánsson, KA: „Mér hefur veriö líktvið Ben john- son, kanadíska spretthlauparann. Það gerði snerpan hjá mér sem þótti svipuð og hjá Johnson þegar hann var á sterunum!!!" Guðný Gunnsteinsdóttir. EFTIRMINNILEGASTA AUGNABLIKIÐ Hver kannast ekki við þá tilfinn- ingu sem grípur mann þegar sætur sigur er í höfn, hvort sem maður upplifir það sem keppandi eða áhorfandi? Hárin rísa, gleðitárin brjótast fram og það er eins og allur heimurinn brosi til manns. Hver og einn á sér sitt augnablik úr íþróttun- um sem aldrei gleymist. Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörn- unnar í handbolta, lýsir hér eftir- minnilegasta augnablikinu: „Eftirminnilegasta augnablikið er tvímælalaust þegar Stjarnan varð bikarmeistari í handbolta, bæði í kvenna- og karlaflokki 1989. Við Skúli vorum bæði fyrirliðar og þetta var allt saman mjög skemmtileg upp- lifun. Þetta var stór stund í fjölskyld- unni og nánast allt lagt í rúst. Það, sem ég man helst eftir sem áhorfandi, er bikarúrslitaleikur Vík- ings og ÍBV í handbolta 1990 sem Eyjamenn sigruðu og urðu bikar- meistarar. Þar var mikil stemmning og leikurinn var skemmtilegur, það var svo mikil leikgleði og barátta. Úr- slitin sýndu líka að það er allt hægt í íþróttum." 37

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar: 7. tölublað (01.12.1992)
https://timarit.is/issue/408548

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

7. tölublað (01.12.1992)

Handlinger: