Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 40

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 40
í POKAHORNINU JÓN KR. GÍSLASON HVERNIG ANDSTÆÐINGUR ER HANN? Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls: „Helstu kostir hans í sókn eru hraðinn og stjórnunar- hæfileikarnir og í vörninni nýtist hraðinn honum mjög vel. Hann ererfiðurandstæðingur, hefuralltaf lagt hartað sér og alltaf ætlað sér að verða góður. Hann hefur aldrei viljað vera næstbesti bakvörðurinn. Þótt hann skipti sjald- an skapi þá kemst hann langt á skapinu og ætlar sér alltaf sigur. Áður fyrr átti hann til að æsa sig en hann hefur náð tökum á því. Eg man eftir því fyrir 10—11 árum síðan, þegar ég spilaði gegn honum, að ég gaf honum olnbogaskot snemma í leiknum til að slá hann út af laginu en hann lét mig ekki komast upp með það og gaf mér annað til baka í næstu sókn. Hann er alls ekki óheiðarlegur en hann er harður og mikill keppnismaður. Utan vallar er hann rólegur og yfirvegaður maður og glaðlyndur." Pálmar Sigurðsson, UMFG: „Hann er jafnvígur á báðar hendur og erfitt að eiga við hann. Sem leikstjórnandi og aðal driffjöður Keflavíkur- liðsins og landsliðsins í gegnum árin er hann með erfiðari mótherjum sem maður fær. Hann hefur þann hæfileika að geta keyrt upp að körfunni þannig að það er erfitt að gæta hans. Hann þarf svolítinn tíma í skotin og maður má alls ekki gefa honum þann tíma. Það er kannski það eina, sem hann þyrfti að laga, þ.e. hann þyrfti að geta skotið með styttri tíma. Hann þyrfti að ná upp skotstí! eins og Guðjón Skúlason sem getur næstum því skotið áður en hann fær boltann! I vörninni er það mikil reynsla sem gerir það að verkum að hann les leikinn mjög vel og veit hvað hann má falla langt frá mönnum. Hann er yfirleitt geðgóður en á auðvitað til skap ef hann er misrétti beittur, eins og hver annar, annars er hann nú í prúðari kantinum. Við höfum nú aldrei lent í neinum alvarlegum rimmum, þetta byggist á gagnkvæmri virðingu, mjúku línurnar gilda okkar á milli, held ég. Hann ertoppfélagi, létturog kátur eins og þessir Suður- nesjastrákar og með þennan létta og skemmtilega Suður- nesjahúmor." ísak Tómasson, UMFN: „Hannererfiðurandstæðingur, aðallega vegna þessað hann er jafn vígur á báðar hendur, er snöggur og stór. Hann hefur mikinn hraða og nær mikill yfirferð um völl- inn. Það er erfitt að eiga við hann þegar hann keyrir upp að körfunni. Hann er þokkalega skapstór, svona mátulega eins og til þarf í boltanum. Það, sem hann gæti kannski helst bætt, eru skotin. Hann skorar reyndar stundum mik- ið en það gengur ekki alltaf upp hjá honum. 40

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.