Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 55

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 55
Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari var í framboði til varaforseta ÍSÍ en náði ekki kjöri. vegna í ósköpunum þingið hefði átt að kjósa konu frekar en karl í þetta virðulega embætti? Svarið við því er að kona í varaforsetastóli, við hlið karls í forsetastóli, hefði verið mjög jákvætt fyrir ímynd ÍSÍ sem nú er til skoðunar. Halda menn virkilega að konur hafi blásið í lúðra sl. sumar að ástæðulausu og vakið athygli á þvíað þótt konur eigi tiltölulega auðvelt með að ná nokkuð langt innan sam- takanna þá hafi þær hingað til ekki komist lengra en í stóla meðstjórn- enda í framkvæmdastjórninni? Auð- vitað á aldrei að kjósa karl eða konu vegna kyns heldur ber að líta á getu þeirraogreynslu, íþessu tilíelli innan samtakanna, hvernig viðkomandi myndi þjóna samtökunum í sæti varaforseta og síðan hvernig kosn- ingin geti haft jákvæð áhrif á ímynd heildarinnar. Nauðsynlegt er að end- urtaka að Magnús Oddsson er hínn mætasti maður en hann hefur hins vegar ekki átt sæti í framkvæmdast- jórn ÍSÍ en það hafa Katrín og Lovísa báðar gert um nokkurra ára skeið. Hefði ekki verið heppilegra nú að veita mönnum með beina reynslu af starfinu brautargengi og slá einnig tvær flugur í einu höggi með því að sýna í verki að ÍSÍ styður jafnrétti í orði sem á borði? Áþað varminnstfyrr ígreininni að landsbyggðarmenn væru óánægðir með sinn hlut íframkvæmdastjórn ÍSÍ og er það að mati „Glaðvakanda" mjög skiljanlegt því hann er innan við fjórðungur af hlut suðvestur- hornsmanna. Að vísu jókst hlutur héraðssambandanna í varastjórn en þegar tekið er tillit til þess að vara- menn eru sjaldan kallaðirtil funda er erfitt fyrir þá að setja sig inn í mál og tjá sig um þau með afgerandi hætti á fundum. En hverju er um að kenna? Hvers vegna stoppa konur á leiðinni „upp" og hvers vegna eru svo fáir íþróttaforkóflar landsbyggðarinnar í fremstu stjórnunarröð hjá ÍSÍ? Ef við lítum aðeins á konurnar þá fer ekki á milli mála að til skamms tíma voru þær tregar til að gefa kost á sér í stjórnunarstörf. Sem betur fer hefur þetta breyst og fjöldi kvenna í áhrifastöðum innan sér- og héraðs- sambandanna hefur aukist mikið hin síðari ár. Konur hafa sýnt það og sannað að þær eru ekki síður til for- ystu fallnar en karlar en stundum fær maður það á tilfinninguna, svo vægt sé til orða tekið, að karlmenn eigi erfitt með að styðja konu til áhrifa á toppstiginu. Hvers vegna? Þegar velt er fyrir sér af hverju svo fáir íþróttaforkófIar utan af landi, sér- staklega frá Vestfjörðum og Aust- fjörðum, sitji í framkvæmdastjórn koma upp ýmsir fletir. Oft hefurverið sagt að þeir, sem eiga um langa leið að fara, geti ekki sóttfundi reglulega í Reykjavík. Hæpið verður að teljast að það sé rétt þegar haft er í huga að framkvæmdastjórnarfundir ÍSÍ eru haldnir einu sinni í mánuði og sam- göngur yfirleitt greiðar. Ferðakostn- aður er að vísu hár hér á landi en hins vegar er hægt að tá fargjöld sem varla riðu íþróttahreyfingunn! að fullu. Einnig hefur verið nefnt að lands- byggðarmenn hafi ekki gertgangskör að því að komast í framkvæmda- stjórnina og þess vegna sé þeim sum- part sjálfum um að kenna. Hið síðar- nefnda eru rök sem konur hafa oft fengið að heyra og til skamms tíma voru þau sönn. Eftil vill ættu lands- byggðarmenn að hefjast handa núna við að sameina krafta sína og undir- búa framboð fyrir næsta þing. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það hefur lengi verið skoðun höf- undar „Glaðvakanda" að þessu sinni að valddreifing sé af hinu góða og að stuðla beri að henni innan íþrótta- hreyfingarinnar Samvinna suðvest- urhorns- og landsbyggðarmanna er nauðsynleg og þess vegna væri kjör- ið að fulltrúar fjórðunganna sætu í framkvæmdastjórninni. Ekki er hér verið að stinga upp á kvótakerfi en hins vegar mætti uppstillingarnefnd hvers þings íhuga einhverja jöfnun þegar saman er komið til kosninga. Konur hafa þeytt lúðrana og reynt að komast inn fyrir innstu dyrforystuvíg- isins. Því miður tókst það ekki að þessu sinni og því miður fjölgaði landsbyggðarmönnum ekki í fram- kvæmdastjórninni. Dagur kemureft- ir þennan dag og við vitum að ein- hvern tímann, vonandi fyrr en síðar, mun hreyfingin sameinast um að veita konum brautargengi „upp á við" og dreifi jafnframt ábyrgðinni í framkvæmdastjórninni á hinar breiðu herðar landsbyggðarinnar í sama mæli og suðvesturhorns- manna. ÞÆR HAFA DREGIÐ Á EFTIR SÉR LAPPIRNAR MEÐ ÞEIM AFLEIÐINGUM AÐ KARLAR HAFA NÁÐ ÁHRIFASTÖÐUNUM 55

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.