Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 59

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 59
AHEIMAMI ÞÁ VEISTU ÞAÐ! 1. Áður en knattspyrnumaður tekur horn- spyrnu fjarlægir hann hornstöngina til þess að eiga auðveldara með að taka spyrnuna. Er þetta leyfilegt? NEI! Það er ekki leyfilegt að fjarlægja hornstöngina þótt það sé stundum auð- veldara að taka hornspyrnu án hennar. 2. Annar línuvörðurinn fær boltann í höf- uðið og þarf að yfirgefa leikvanginn til þess að fá aðhlynningu. Getur dómarinn haldið leiknum áfram, aðeins með öðrum línuverð- inum? JÁ! En dómarinn verður að vera stað- settur þannig að hann sé í góðri aðstöðu til þess að sjá hvort leikmenn séu rang- stæðir eða réttstæðir. 3. Leikmaður rennur til og snertir boltann með höndunum í fallinu. Á að dæma auka- spyrnu á leikmanninn? NEI! Dómari dæmir aðeins auka- spyrnu þegar leikmaður handleikur boltann VIUANDI. GÓÐURVIÐ FJÖLSKYLDUNA STEVE BULL, landsliðsframherjinn hjá Wolves, gleymir ekki fjölskyldunni sinni þótt hann sé atvinnumaður í knattspyrnu. Hann Steve Bull. tók fram budduna og borgaði fyrir afnot af einni af glæsilegu áhorfendasvítunum á Molineux, heimavelli Wolves, fyrir keppnist- ímabilið. Þar getur fjölskyldan horft á strák- inn, slakað á og látið stjana við sig. amans er meirihluti vöðva hans og þeir þurfa vitanlega sínar æfingar. Vöðvarnir rýrna, beinin verða veikari fyrir og þeim er hættara við að brotna en beinum vel þjálf- aðs íþróttamanns. Tíu ára rannsóknir á skokkurunum sýndu fram á enga vöðvarýrnun í fótum en 2 kg. vöðvarýrnun í efri hiuta líkamans. Líkamsrækt er svarið sem þú leitar að. Með því að lyfta lóðum byggirðu upp styrk og vöðvamassa, þú verður alhliða sterkur og lítur vel út í þokkabót. Það styrkir hjartað sömuleiðis einstaklega mikið. Sérfræð- ingarnir segja að æskilegast sé að stunda eróbikk með „líkamsræktarívafi" — þannig að menn lyfti líka lóðum í eróbikktímum. Slíkar æfingar geta lækkað kólesteról í blóð- inu og minnkað blóðþrýsting. (Þýtt og endursagt úr Muscle & Fit- ness) EPLIERU NAUÐSYNLEG „An apple a day, keeps the doctor away.“ Þessi fyllyrðing, að epli á dag haldi læknin- um í burtu, á sannarlega við rök að styðjast ef marka má almennt viðurkenndar niður- stöður úr rannsóknum sérfræðinga í nær- ingarfræði. Það er staðreynd að þeir, sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti, lifa lengur en þeir sem borða fitumikla fæðu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að C- og E- vítamín og þráavarnarefni í ávöxtum og grænmeti verja frumur líkamans skemmd- um vegna ýmissa eiturefna sem eru víða. Niðurstöður margvíslegra rannsókna sýna að þeir, sem borða ávexti og grænmeti, fá síður krabbamein en þeir sem láta þetta góðmeti eiga sig. (M&F) BYGGIÐ UPP VÖÐVANA og hjartað fylgir með „Heilsusérfræðingar“ hafa lofað eróbikk æfingar síðustu tvo áratugi; lagt áherslu á mikilvægi þess að skokka, hjóla, synda og svo framvegis til þess einfaldlega að hafa heilbrigt hjarta. Að undanförnu, vegna ný- legra rannsókna, hafa sömu sérfræðingar í heilsurækt dregið úr þessum fullyrðingum. Svo virðist sem æfingar, sem reyna næstum eingöngu á lungun og hjartað, styrki við- komandi ekki mikið að öðru leyti. Þegar þú verður eldri verður þú iíka veikari — nema þú hugir sérstaklega að fyrirbyggjandi að- gerðum. Æfingar, sem fela í sér viðnám, eru bestu fyrirbyggjandi aðgerðirnar. Eróbikk æfingar eru vissulega góðar fyrir hjartað og lungun og sömuleiðis, skokk, sund og hjólreiðar en þrátt fyrir þessa íþróttaiðkun er efri hluti líkamans enn veikbyggður. í efri hluta lík- MEÐ ALLT Á HREINU Á dögunum brugðu þrír íslenskir kylf- ingar sér til Skotíands til þess að spila golf. Forgjöf þeirra var 10,17 og 18 sem er í raun ekki í frásögur færandi. Gamali kylfingur varð á vegi þeirra og þegar hann var búinn að sjá hvernig þeir báru sig að sagðist hann langa til þess að geta sér til um forgjöf þeirra. Það var sjálfsagt mál og þótt hann hefði aðeins séð ís- lendingana slá nokkur högg skeikaði aðeins 1 eða 2 til eða frá þegar hann gat sér til um forgjöfina. Hann bauðst tii þess að leiðbeina þeim og fór svo vel á með gamlingjanum, sem var fyrrum at- vinnumaður, og fslendingunum að þeir vörðu næstum heilum degi saman. is- lendingarnir töldu sig margs fróðari um íþróttina og má reikna með að forgjöf þeirra iækki verulega næsta sumar! 59

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.