Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 61

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 61
H aö má fastlega gera ráð fyrir því að hiín geti keyrt hlindandi til Keflavíkur næsta vor — jafnvel lært undir próf á leiöinni. Þá verður hún líklega búin að fara 140 ferðir milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, fram og til baka — og aka 5600 kílómetra til þess að sinna íþrótt sinni. Hanna Kjartansdóttir var kjörin besti leikmaðursíðasta keppnistíma- bils í körfunni en þá lék hún með Haukum. Þegar meistaraflokkurinn í Haukum tvístraðist stakk hún æf- ingadótinu sínu niður í íþróttatösk- una, skellti henni í skottið á bílnum og ákvað að leika með íslandsmeist- urunurn frá Keflavík. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er hún komin í fremstu röð, enda hávaxin og glæsileg, og keppnisferill hennar er vonandi rétt að byrja. Það er sama hvors kyns körfu- boltamenn ÍKetlavíkeru — þeirvirð- ast vera ósigrandi og stetna báðir meistaraflokkarnir hraðbyri að Is- landsmeisiaratitli. Einhver sigurandi virðist loða við keflvíska körfubolta- menn og það ætlar ekki að breytast þótt Hat'nfirðingur stingi sér inn í her- búðirnar. — Sérðu ekki eftir meistaraflokki Hauka? „]á, að sjálfsögðu og vitanlega hefði verið gaman ef við het’ðum haldið áfram að leika fyrir Hauka. Þótt viss söknuður sé til staðar þá líkar mér mjög vel í Keflavík." — Hvers vegna leystist hópurinn upp? Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson og Hulda G. Geirsdóttir SIGUR- BRAUT HANNA KJARTANSDÓTTIR, BESTI LEIKMAÐUR ÍSLANDSMÓTSINS í KÖRFUBOLTA í FYRRA, í VIÐTALI VIÐ ÍÞRÓTTABLAÐIÐ HÚN VARÐ BIKARMEISTARI MEÐ HAUKUM EN LEIKUR NÚ MEÐ ÍSLANDSMEISTURUM ÍBK 61

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.