Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 63

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 63
„Við eigum ekki að þurfa að tapa leik í vetur," segir Hanna Kjartansdóttir leik- maður ÍBK. flokki nema hvað ég hafði komið inná í einum leik árið áður." — Finnurðu fyrir einhverjum sér- stökum siguranda yfir Keflavík í kört'uboltanum? „Metnaðurinn er gríðarlega mikill hjá félaginu og sigurviljinn einstakur. Þegar lið er einu sinni komið á sigur- braut er erfitt að stöðva það." — Heldurðu að þið farið taplausar í gegnum mótið? „Já, ég reikna með því. Við erum búnir að sigra með um 20 stiga mun í öllum leikjunum og við eigum ekki að þurfa að tapa leik í vetur." — Nú leikur þú líka með 2. flokki eins og reyndar sex aðrar stelpur úr FÆRI í HAUKA, EF . . . meistaraflokki IBK — hvernig hefur ykkur vegnað? „Við töpuðum fyrir Tindastóli í bikarkeppninni um daginn og erum þvf úr leik. Annars hefur okkur geng- ið vel í „túrneringunum" en Tinda- stóll virðist vera með sterkasta liðið í 2. flokki. Stelpurnar á Sauðárkróki hafa haldið vel hópinn undanfarin ár og eru virkilega góðar. Haldi þær áfram á sömu braut verða þær með topplið í 1. deild eftir tvö ár." — Þú varst valin sú besta í fyrra — hvað veldur? Æfir þú öðruvfsi en aðr- ar stelpur? „Það held ég ekki. Þegar ég var yngri lék ég mér oft með eldri strák- um íkörfubolta og þáskólaðistégvel til. Fyrir síðasta keppnistímabil varég næstum því á hverjum degi í körfu- bolta í skólanum og þess vegna hef ég bætt við mig. Að auki var ég með frábæra þjálfara í fyrra, Ingvar Jóns- son. Hann er besti þjálfari sem ég hef haft." — Af hverju valdirðu körfubolta? „Ég er búin að æfa flestar íþrótta- greinar sem til eru en körfuboltinn varð ofan á þegar upp var staðið. Ég tók mér reyndar tvívegis frf frá körf- unni en núna sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa íþrótt." — Hvað áttu marga landsleiki? „Ég er búin að spila 5 A-landsleiki en ég veit ekki hversu marga ungl- ingalandsleiki ég á að baki." — Hvert er stigametið þitt í leik? „Með meistaraflokki Hauka skor- aði ég 32 stig gegn ÍS en með 2. flokki hef ég náð að skora fleiri en 50 stig." — Hvernig stóð á því að þið urðuð bikarmeistarar í fyrra en ekki ÍBK? „Við vorum með mjög sterkt lið eins og Keflavík en við tvfefldumst fyrir leikinn því allir voru búnir að spá ÍBK sigri. Ég hef aldrei orðið ís- landsmeistari en vonandi verður fljótt breyting þar á." — Finnst þér einhver einn and- stæðingur öðrum erfiðari? „Ætli það sé ekki Guðbjörg Norð- fjörð sem var með mér í Haukum en leikur nú með KR. Þegar maður spilar á móti henni finnur maður hvað hún er virkilega góð." — Er einhver von til þess að Haukaliðið lifni við að nýju? „Já, það er ekki útilokað. Ég væri alveg til í að við Haukastelpurnar myndum sameinast að nýju en það kemurekki til nema einhverjar breyt- ingar verði á stjórninni hjá Haukum. Þótt ég segi þetta líkar mér frábær- lega í Keflavík en samt myndi maður varla skorast undan merkjum ef Haukastelpurnar vildu byrja upp á nýtt." — Hver er þín sterkasta hlið sem leikmaður? „Ég er ágætlega hittin en hins veg- ar slök sem varnarmaður. Sú hlið er reyndar að lagast en ég nennti eigin- lega ekki að spila í vörn. Tæknin hjá mér er ágæt en samt nýtist hún ekki eins í meistaraflokki og hún gerði í yngri flokkunum." — Hver er þróunin í körfunni, að þínu mati? „Hún er mjög jákvæð því mun fleiri félög hafa sterkum liðum á að skipa en áður. Hins vegar finnst mér að það mættu vera reglubundnar landsliðsæfingar á keppnistímabil- inu." — Hvað finnst þér um athyglina sem þið stelpurnar fáið miðað við strákana? „Maður þarf yfirleitt að leita með smásjá að umfjöllun um kvennaleik- ina eða að úrslitum í blöðunum á sama tíma og flennistórar myndir birtast af strákunum ásamt ýtarlegri frásögn. Auðvitað er þetta leiðinlegt en það þýðir ekkert að kvarta." — Hefðir þú viljað vera strákur? „Ég vildi það þegar ég var yngri en núna er ég mjög ánægð með það að vera stelpa." — Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór — stærri en 180 sm? „Þegar ég er orðinn stúdent frá Flensborg stefni ég að því að komast í íþróttaskólann á Laugarvatni." 63

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.