Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 69

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 69
SPENNA TIL SÍÐASTA LEIKS Aðeins eitt lið, Valur, er taplaust eftir 10 umferðir. Það kemur varla á óvart að Valsmenn skuli vera á toppnum. Þareru innanborðs reyndir landsliðsmenn í bland við tæplega tvítuga stráka sem nú þegar hafa stig- ið sín fyrstu spor með landsliðinu. Fast á hæla Vals koma FH, Selfoss og Stjarnan. Kristján Arason hefur á sín- um stutta þjálfaraferli náð hreint ótrúlegum árangri með lið F.H. FH- ingar hafa að vísu nú þegar tapað tveimur leikjum sem er jafnmikið og í allri deildarkeppninni í fyrra. Stjarn- an og Selfoss eru á „sínum" stað en meiðsli gætu komið illa við þessi lið því keyrt er á tiltölulega fáum leik- mönnum. Þessu til stuðnings má benda á að sex leikmenn Selfyssinga hafagert257 mörkaf261 marki liðs- ins þegar þetta er ritað og sex leik- menn Stjörnunnar hafa gert 245 af 255 mörkum liðsins. Haukar hafa sterka einstaklinga með Petr Baumruk, Pál Ólafsson og Halldór Ingólfsson sem atkvæða- mestu menn. Gengi þeirra hefur verið nálægt því sem búast mátti við en liðið hefur verið svolítið brokk- gengt. Víkingar, sem hafa átt sterk lið á undanförnum árum ogeru vanir því að vera í toppbaráttunni, hafa átt heldur misjöfnu gengi að fagna í haust. Víkin hefur ekki reynst þeim eins sterkur heimavöllur og vonir hafa eflaust staðið til. Víkingar misstu þónokkuð af mannskap fyrir þetta tímabil og þá hefur Bjarki Sigurðsson verið meiddur og það munar um minna. Nýliðarnir í deildinni, Þór og ÍR, sem að vísu hafa spilað áður í 1. deild, eru um miðja deild með helm- ing mögulegra stiga. ÍR-ingar gát'u tóninn strax í fyrstu umferð með góð- um sigri á FH Barátta og leikgleði hafa verið aðalsmerki þeirra. Þórsur- um hefur ekki gengið sem skyldi á heimavelli en hafa bætt það upp á útivelli. í neðsta hluta deildarinnareru KA, ÍBV, HK og Fram. Þetta eru allt lið sem hafagetu til aðgera betur en ekki geta allir unnið. KA-menn hafa ekki riðið feitum hesti frá útileikjum sín- um, náðu aðeins 2 stigum úr 6 leikj- um. Vestmannaeyingar eru frægir fyrir allt annað en að gefast upp og Einar Þorvarðarson hefur náð glæsilegum árangri með Selfossliðið en það gæti hæglega orðið Islandsmeistari. hefur löngum verið haft á orði að erfitt sé að sækja þá heim en þrátt fyrir það hafa þeir aðeins náð einu stigi á heimavelli. Mikill hugur var í HK-mönnum í haust og fékk félagið til liðs við sig marga nýja leikmenn. Það virðist ganga erfiðlega að búa til liðsheild úr þessu samansafni leik- manna. Forráðamenn félagsins hafa kannski gleymt því eins og svo margir aðrir að það besta kemur innan frá með þolinmæði og þrautseigju. Frammarar hafa frá byrjun vermt botnsætið þrátt fyrir að vera með ungt og efnilegt lið og eiga erfitt verk- efni fyrir höndum. HNÍFJAFNT MÓT - ALLIR GETA TEKIÐ STIG AF ÖLLUM ÍÞRÓTTABLAÐIÐ spjallaði stutt- lega við nokkra þjálfara um þróunina í haust og horfurnar framundan. Þor- björn Jensson, þjálfari Vals sagði að góður handbolti hafi verið spilaður í haust og að liðin kæmu mjög vel undirbúin til keppni. „Mótið hefur verið og verður hnífjafnt og allir geta tekið stig af öllum. Það er ekki hægt að flokka I ið sem góð eða léleg þegar maður fer í þau." — Nú hafið þið Valsmenn spilað Atli Hilmarsson vermir botnsætið í deildinni með liði sínu Fram. góðan varnarleik og verið með mark- vörsluna í lagi en sóknarleikurinn hefur kannski ekki verið sem bestur. Þið hafið fengið fá mörk á ykkur en jafnframt skorað fá mörk. Þurfið þið ekki að bæta sóknarleikinn? „Við settum okkur það markmið fyrir vet- urinn að vera með góða vörn og góða markvörslu. Við höfum verið að spila góða vörn og þá þurfa menn að standa lengi í vörninni þannig að 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.