Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 70

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 70
sóknirnar verða kannski ekki eins margar fyrir vikið. Vissulega getum við bætt sóknarleikinn en á meðan það nægir okkur að skora þetta fá mörk til að vinna leiki þá er ég ánægður." — Hvað heldur þú um möguleika ykkar í Evrópuleikjunum í janúar? „Et'við þurfum að tapa úti væri gott að tapa ekki með meiri mun en 3 mörkum en með fimm marka tapi eigum við möguleika." Aðspurður um ungu strákana í liðinu og hvort þeir myndu standast pressuna benti Þorbjörn á að Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson væru komnir með mikla reynslu þótt þeir væru ekki nema 19 ára. Þeir hefðu spilað Evrópuleikina í fyrra, m.a. í Barce- lona. Hann kvaðst treysta þeim t'ull- komlega í þetta verkefni. „Þessir ungu strákar eru auðvitað að gera fleiri mistök en eldri og reyndari leik- menn en það er alveg ótrúlegt hvað þeir geta þetta ungir ef maður miðar til dæmis við sjálfan sig á þessum aldri." DEILDIN STERKARI EN ÁÐUR Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, kvað væntingar, sem gerðar hefðu verið til deildarkeppninnar, hafa staðist og sagði hann deildina vera sterkari en nokkru sinni áður. „Þau lið, sem reiknað var með að myndu skera sig úr, hafa gert það en það tók þau lengri tíma en ég bjóst við. Það er eðlilegt að þessi lið séu efst því þar eru landsliðsmennirnir. Það eru helst Fram og HK sem ekki hafa staðið undir væntingum. Annars er athyglisvert hve mörgum leikjum hefur lokið með útisigri. Dómgæslan hefur talsvert verið gagnrýnd en þó má benda á jákvæðan punkt í því sambandi að hér eru ekki til svokall- aðir heimadómarar. Dómararnir þora að dæma þó svo þeir geri auð- vitað stundum mistök. Hér geta lið farið í útileiki og átt raunhæfan möguleika enda sést það á úrslitun- um. Flestir leikir hafa verið feikilega jafnir og spennandi þó einn og einn vinnist með miklum mun. Þessi fjög- ur lið, sem eru efst, verða það áfram en það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferðunum hvaða lið komast áfram og eins hvaða lið falla." — Haukaliðið virðist hafa verið Stuðningsmenn Selfoss hafa sýnt glæsilega taka á leikjum og setja skemmti- legan svip á íslandsmótið. fremur óstöðugt það sem af er. Eruð þið ekki með of reyndan mannskap til að slíkt eigi að geta gerst? „Jú, vissulega má kannski segja það. Við höfum reynda garpa en okk- ur vantar Haukaleikmenn með al- þjóðlega reynslu, þ.e. heimamenn í Haukum. Mérfinnstvanta betri unga leikmenn í félagið og mér sýnist vera töluvert langt í þá. Þeir koma ekki upp á allra næstu árum. Eg hef verið einna óhressastur með það hvað lið- ið hefur verið óstöðugt. Eg tók við liðinu fyrir þetta tímabil og þarf auð- vitað ákveðinn tíma til að móta liðið. Annars finnst mér þáttur þjálfara oft vera gerður of mikill í umfjöllun um handboltann. Þetta er hópíþrótt og það er margt sem þarf að hjálpast að til að hægt sé að ná árangri." — Nú varst þú þjálfari í Þýska- landi, — hvernig metur þú mögu- leika íslensku liðanna gegn þeim þýsku í Evrópukeppninni? „Það er tvennt sem mun skipta meginmáli í útileikjunum. Annars vegar það hvaðan dómararnir koma og svo hins vegar hvernig ungu leik- mennirnir muni þola álagið fyrir framan 5000 blístrandi áhorfendur. Þjóðverjar eru duglegir við að gera mjög vel við dómara og þeir eru leystir út með góðum gjöfum. Essen- liðið hefur verið framarlega í Evrópu síðan 1986 og er orðið rútínerað í KA, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, hefur gengið illa á útivöllum og er í basli í deildinni. 70

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.