Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 71

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 71
Deildin er mun jafnari núna en áður og mörg lið eiga möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. Ekki bara FH og Selfoss sem eru á myndinni. þessu en það er líka orðið svolítið aldrað þannig að meiðsli gætu sett strik í reikninginn. Það er spilað mjög þétt í þýsku Bundesligunni, álagið er mikið og rosaleg ferðalög sem fylgja þessu. Þetta verður spurning um hversu heppnir þeir verða með meiðsli. Þoli Valsmenn stemmning- una á útivelli og verði dómarar ekki óhagstæðir eiga þeir góða mögu- leika. FH-ingar eru orðnir sjóaðri en Valsmenn en munurinn á andstæð- ingum þeirra og Valsmanna er sá að Wallau Massenheim er nýlega kom- ið í fremstu röð og leikmennirnir eru ennþá hungraðir í árangur. Ég á von á því að bæði íslensku liðin tapi úti- leikjunum en vinni heima þannig að þetta er spurning um markamun. Ef liðin tapa úti með 5 marka mun eða minni eru möguleikarnir raunhæfir en allt umfram það gæti orðið erfitt." HÖFUM TAPAÐ Á EIGIN MISTÖKUM Atli Hilmarsson er þjálfari hjá Fram en Frammarar hafa vermt botn- sætið alveg frá 1. umferð. — Atli, í fyrra var Fram-liðið ungt og efnilegt, nýkomið upp úr 2. deild og náði í úrslitakeppnina. Nú hafa bæst við menn auk þess sem ungu mennirnir eru reynslunni ríkari en samt virðist fátt ganga upp hjá ykkur. Hvað veldur? „Deildin er einfaldlega mjög sterk og við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit. Við lentum reyndar í því í haust að spila fyrstu tvo leikina við Þór og ÍR, liðin sem komu upp úr 2. deild. Það er alltaf erfitt. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur. Þetta eru fyrst og fremst okkar mistök en ekki það að hin liðin séu svona miklu betri. Einnig má nefna það að Gunnar Andrésson hefur verið meiddur í allt haust. Hann er mikil- vægur fyrir liðið án þess þó að það skipti öllu máli fyrirgengi liðsins. Það erofsnemmtað spáfyrirum lokaröð- ina núna en þetta verður erfitt hjá okkur. Einsogstaðanerídag verðum við að reyna að vinna hvern leik, sem við spilum, og sjá svo bara til hvert það skilar okkur þegar upp verður staðið í vor. Frumatriði núna er að forðast fall og svo sjáum við til með annað." MEIRI BREIDD EN ÁÐUR KA er eitt af þeim liðum sem ætti að geta verið ofar en raunin er ef miðað er við þann mannskap sem félagið hefur. Alfreð Gíslason er nú á sínu öðru ári sem þjálfari KA. — Alfreð, þið hafið mannskap til að gera betur, ekki rétt? „Jú, ég held það. Það hafa að vísu orðið miklar mannabreytingar hjá okkur tvo vetur í röð og er það kannski skýringin á því hvað við byrj- um illa." — Ykkur hefur gengið illa á úti- velli, leggjast ferðalögin illa í ykkur? „Já, það er rétt að okkur hefur gengið illa á útivöllum. Þetta var svona ífyrra líka. Við unnum tvo leiki og gerðum tvö jafntefli á útivöllum í fyrra. Ég stefni á að bæta þetta og ná fleiri stigum úr útileikjunum. Staðan í deildinni á eftir að breytast og ég á eftir að sjá lið sem eru ofarlega núna dala þegar á líður. Þetta á eftir að breytast mikið. Við förum í úrslita- keppnina, það er ekkert vafamál." — Hvað finnst þér um handbolt- ann í haust? „Deildin er að verða jafnari með hverju árinu og í heildina er orðinn jafnari mannskapur án þess þó að þeir bestu séu að verða lélegri. Það eru komnir mun fleiri góðir leikmenn en áður og breiddin hefur aukist nijög mikið. Það er að koma mikið upp af góðum strákum." 71

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.