Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 73

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 73
EINN STOLINN: Frjálsíþróttamaðurinn: Ekki skil ég í ykk- ur knattspyrnumönnum. Þið eruð 22 á af- mörkuðum velli, allir að elta sömu tuðruna og um leið og þið náið henni sparkið þið henni í burtu! Knattspyrnumaðurinn: Það er nú ekkert maður, þú ert nú síhlaupandi ... á eftir engu!!! ÁSGEIR MEÐ OLD-BOYS Fastlega má búast við því að Ásgeir Sigur- vinsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu, leiki með old-boys liði Fram næsta sumar. Geri hann það má reikna með að metaðsókn verði á þá leiki sem old-boys lið Fram spilar því væntanlega hafa margir áhuga á því að sjá Ásgeir leika knattspyrnu. Hann hefur örugglega misst lít- ið af hæfileikunum þótt úthaldið sé kannski ekki upp á það besta. Gárungarnir segja að einhver félög komi til með að selja inn á old-boys leikina þegar Fram kemur í heim- sókn til þess að fá væna fúlgu inn í að- gangseyri. MEÐ RÚTU TIL EYJA Hann lék fótbolta með Þrótti, var yfirleitt dálítið utangátta þótt hann væri góður leik- maður og lenti oft í ýmsum vandamálum. Framundan var leikur gegn Vestmannaey- ingum úti í Eyjum og skildu menn ekkert í því af hverju vinurinn lét ekki sjá sig úti á flugvelli. Þróttarar fóru án þessa utangátta leikmanns til Eyja því hann mætti aldrei — en hann sat hins vegar niðri á Umferðamið- stöð og skildi ekkert í því hvað allir voru seinir í því! FAÐMLAG GETUR GERT KRAFTAVERK Sérfræðingar halda því fram að faðmlag og snerting við þann, sem manni þykir vænt um, geri það að verkum að líkamlegt og andlegt stress minnkar og fleira í lífinu verð- ur jákvæðara. Rannsóknir, sem voru gerðar á dýrum, sýndu að þau dýr, sem fengu at- hygli og var klappað reglulega, voru með lægri blóðþrýsting og lifðu lengur en þau dýr sem fengu enga athygli og var aldrei klappað. Það er ljóst að þetta er eins með mannskepnuna. Faðmlag ætti að vera hluti af hverju sam- bandi. Það þykir sannað að fólk, sem er oft faðmað eða snert, þarf síður að leita til læknis vegna ýmissa kvilla. Menn verða af- slappaðri séu þeir faðmaðir og snertir og hvers vegna ekki að lengja líf hver annars með því að faðmast reglulega? (M&F) Höfuðverkur getur verið ansi hvimleiður eins og allir vita. Næst þegar þú færð höfuðverk skaltu huga að því í hvaða stellingu þú ert. Til þess að forðast höfuðverk í vinnunni skaltu hafa eftirfarandi í huga — svo framalega sem þú vinnur á skrifstofu: * FÆTURNIR. Hvílirðu fæturna vel á gólfinu þegar þú situr? * MJOBAKIÐ. Siturðu ekki örugglega beinn þannig að mjóbakið er þétt upp við stólinn? * HÖFUÐIÐ. Heldurðu því ekki stöðugu svo að þú sért ekki að skekkja hálsinn? * AXLIRNAR. Eru þær afslappaðar? Vitanlega getur röng líkamsstaða líka valdið verkjum í baki, hálsi og öxlum. Réttið úr ykkur! (M&F) FIMLEIKAFRÉTTIR Dómaranámskeið í þolfimi N^iverið sótti Jónína Benediktsdóttir dómaranámskeið í Stokkhólmi fyrir hönd Fimleikasambandsins og var þar meðal kennara Yvonne Lin, formaður Þolfimisam- bands Evrópu og tækninefndar alþjóðaþol- fimisambandsins. Yvonne Lin var hér á landi um miðjan september sl. og hélt þá mjög vel sótt þolfiminámskeið á vegum FSI ásamt Michail Ivlev, landsliðsþjálfara Rússa í þolfimi. Jónína Benediktsdóttir, sem er vel kunn öllum þolfimiunnendum hér á landi fyrir mikið og gott brautryðjendastarf í þessari grein, mun á næstunni halda dómaranám- skeið á vegum Fimleikasambandsins en mikill áhugi er á því hjá FSÍ að koma hér upp vel menntuðum dómurum og þjálfurum í þolfimi. Trompmót í Osló Um miðjan nóvember var haldið Norður- landamót, NM Trump í Osló, í vinsælli keppnisgrein í fimleikum sem hér kallast Trompfimleikar. Mótið er hópkeppni, bæði fyrir konur og karla, og keppa þau á sömu áhöldum — gólfi, hesti, trambólíni og dýnu. Að þessu sinni var íslenskur dómari, Sesselja Járvelá, valinn yfirdómari mótsins í kvennagreinum, en dæmt er eftir sömu keppnisreglum bæði fyrir konur og karla. Sigruðu Svíar á þessu móti, bæði í kvenna- og karlaflokki. Norðurlandamótið í þessari grein verður haldið á íslandi árið 1993 en það er haldið árlega til skiptis á Norðurlönd- unum. 73

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.