Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 76

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 76
13 í kjöri og fóru kosningar þannig: Katrín Gunnarsdóttir 185 atkv. Lovísa Einarsdóttir 152 - Hermann Sigtryggsson 149 - Hannes Þ. Sigurðsson 137 - Árni Þór Árnason 128 - Hafsteinn Pálsson 118 - Jón Ármann Héðinsson og Sig- urður Jóakimsson létu af störfum í framkvæmdastjórn og eru þeim þökkuð mikil og góð störf í stjórninni. Heiðursfélagi ÍSÍ Á 61. Iþróttaþingi ÍSÍ var Kjartan Bergmann Guðjónsson kosinn heið- ursfélagi ISI. Kjartan er fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ og hefur starf- að mikið að málefnum glímunnar. Ellert B. Schram sæmir Kjartan Bergmann heiðursmerki ÍSÍ, 1. gráðu. Nýtt húsnæði tekið í notkun Þann 25. október var nýbygging ISI í Laugardalnum (Hús nr. 4) formlega tekin í notkun. Friðjón B. Friðjóns- son, form. byggingarnefndar, rakti sögu byggingarinnar og afhenti því næst Ellert B. Schram, forseta ISI, lyk- ilinn að henni. Ellert þakkaði bygg- ingarnefndinni fyrir vel unnin störf og afhenti síðan forystumönnum við- komandi sambanda og samtaka lykla að nýja húsnæðinu þeirra. Þeir aðilar sem verða í Húsi nr. 4 eru: Körfuknattleikssamband íslands Fimleikasamband Islands Frjálsíþróttasamband íslands Handknattleikssamband íslands Friðjón B. Friðjónsson, form. bygg- ingarnefndar, afhendir Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, lyklana að hinni nýju byggingu. Skíðasamband íslands Blaksamband íslands Borðtennissamband Islands Badmintonsamband Islands Karatesamband íslands Keilusamband íslands Lyftingasamband fslands Skotsamband íslands Tennissamband íslands Hestaíþróttasamband Islands Sundsamband íslands Gngmennasamband Kjalarnes- þings Samtök íþróttafréttamanna Auk þessara aðila er íslensk Get- spá flutt með skrifstofu sína á 2. hæð hússins. Brjóstmynd Áður en þingstörf Iþróttaþings hóf- ust að nýju sunnudaginn 25. okt. sl. var afhjúpuð brjóstmynd af Sveini Björnssyni, fyrrverandi forseta ISI, sem staðsett er í anddyri nýbygging- arinnar (Húsi nr. 4) í Laugardal. Sveinn var formaður byggingar- nefndar frá upphafi og var aðal hvata- maður þess að þessi bygging var byggð. Það var ekkja hans, Ragnheið- ur G. Thorsteinsson, sem afhjúpaði brjóstmyndina að viðstöddu miklu fjölmenni. Ljósmyndasýning f tengslum við íþróttaþing ÍSÍ1992 og 80 ára afmæli sambandsins var haldin vegleg Ijósmyndasýning. Þessi sýning var umgjörð íþróttaþingsins og setti glæsilegan svip á það. Mynd- irnar á sýningunni voru frá mörgum greinum íþrótta og frá hinum ýmsu tímum. Það var Ljósmyndasafn Reykjavíkur í samvinnu við ISI sem hafði veg og vanda að uppsetningu þessarar sýningar. Sýningin stóð yfir í nokkrar vikur eftir að íþróttaþingi lauk og hafa eflaust margir komið og skoðað hana. Katrín ritari ÍSI Á fyrsta fundi nýkjörinnar fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ var Katrín Gunn- arsdóttir kosinn ritari stjórnarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem kona gegnir embætti í framkvæmdastjórn ÍSÍ frá upphafi. BTÍ 20 ára Borðtennissamband íslands varð 20 ára 12. nóv. sl. Af því tilefni var efnt til kaffisamsætis og forystumönnum sambandsins á þessu tímabiii boðið. Við það tækifæri sæmdi Ellert B. Ragnheiður G. Thorsteinsson afhjúpar brjóstmyndina af manni sínum, Sveini Björnssyni. 76

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.