Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 80

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 80
AHEIMAVELLI Allir, sem eitthvað fylgjast með NBA körf- unni, hafa heyrt um Shaquille O’Neal sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða síðan hann var valinn af Or- lando Magic, fyrstur allra í háskólavalinu síðastliðið vor. Það kom fáum á óvart að Shaq, eins og hann er kallaður, var valinn fyrstur því forráðamenn NBA deildarinnar hafa beðið með óþreyju eftir að fá hann í deildina síðan hann var 18 ára. Hæfileikar hans þykja með algjörum eindæmum enda er um frábæran íþróttamann að ræða. Hann er fljótur á sprettinum, með mikla snerpu og óhemju stökkkraft en þar að auki er hann 215 cm á hæð og 137 kg að þyngd og varla er gramm af spiki að finna á líkamanum. Það gekk ótrúlega vel hjá Orlando að semja við Shaquille enda vildi liðið leggja allt í sölurnar fyrir hann, O’Neal er nefnilega einn af þeim örfáu sem hafa næga hæfileika til að gerbreyta leik liðs síns. Samningurinn, sem gerður var við Shaq, var ekkert smá- ræði. Hann samdi til 7 ára og fær fyrir þau 40 NÝ STJARNA ÍNBA milljónir dala. Væntingarnar fyrir fyrsta tímabilið hafa því verið mjög miklar en Shaq hefur ekki brugðist. Hann var frábær í sýn- ingaleikjum fyrir tímabilið og hefur haldið uppteknum hætti það sem af er tímabilinu. Auk þess að vera frábær körfuknattleiks- maður þykir Shaq einnig vera hin besta fyrirmynd. Það er afar mikilvægt fyrir íþróttastjörnur í Bandaríkjunum. Shaquille býr yfir miklum aga og má rekja það til þess að faðir hans var yfirmaður í Bandaríkjaher. Shaq átti heima um alllangt skeið í Þýska- landi, þar sem faðir hans var við störf, og þar var hann uppgötvaður af bandarískum körfuboltaþjálfara sem hélt að hann væri háskólanemi en þá var Shaq 13 ára og vel yfir tvo metra á hæð. Shaquille eyddi mestum hluta síðasta sumars í að undirbúa sig fyrir NBA tímabilið og gerði það meðal annars með því að spila við Magic Johnson í Los Angeles og átti Mag- ic vart orð yfir hæfileika hans. Larry Bird sagði um hann: „Shaquille verður besti leik- maður deildarinnar um leið og hann kemur í hana,“ en bætti svo við: „Fyrir utan Michael Jordan, að sjálfsögðu." Nýliðarnir í NBA deildinni í ár þykja með allra efnilegasta móti og þrátt fyrir að enginn komist með tærnar þar sem Shaq hefur hæl- ana þá er líklegt að við eigum eftir að sjá Alonzo Mourning, Christian Leattner, Jim- my Jackson, LaPhonso Ellis, Harold Miner, Tom Gugliotta og Walt Williams í stjörnu- leikjum í framtíðinni. Shaquille O’Neal. Réttur þinn I til hnta ELLI LlFEYRIR til bóta Tryggingastofnunar rikisins, hver er hann? Svarið er að finna i bæklingum okkar. Biöjið um þá. BÆTUR TIL EKKNA EKKLA OG EINSTÆÐRA F0REL0RA TANNr IÆKNINGAR TRYGGINGASTOFN RÍKISINS SLYSA- BÆTUR BÆTURI FÆÐINGAR ORLOFI Ororku- SJÚKRA BÆTI JR m UNGASTOFNUN RÍKISINS Tryggingastofnun ríkisins 80

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.