Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 84

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 84
AHEIMAVELLI Aaron Winter. Fáir knattspyrnumenn lenda í því að fá áhangendur nýs félags á móti sér áður en þeir byrja að spila með liðinu. Það fékk Ffollendingurinn Aaron Winter að reyna en hann lætur ekki ólæti kynþáttahatara spilla draumasamningi sínum við knatt- spyrnuliðið Lazio í Róm. Komu þessa sterka miðvallarleikmanns til Lazio FRÍAR HENNSENDINQAR ALLAN SÓLARHRINGMN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensátvegl10 - þjónar þér allan sólarhringinn KYNÞÁTTAFORDÓMAR í RÓM, AARON WINTER HJÁ LAZIO FÆR SINN SKAMMT var svaraö meö veggjakroti upptullu af kynþáttahatri um alla Rómarborg. Einhver hefði snúið við svo búið aftur til hins umburðarlynda FHollands — en ekki Winter. Hann er harðákveðinn í að standa undir þeim væntingum sem 2,5 mill- jón punda sala frá Ajax vekur og læt- ur ekkert standa í vegi fyrir sér, ekki einu sinni hatrið. Laun upp á 800.000 pund eru vissulega gott meðal gegn því sem gerist utan vall- arins en Winter vill ólmur breyta hugarfari afvegaleiddra Rómverja á besta mögulegan máta. „Ég frétti af þessum atvikum en athugasemdir varðandi litarhátt minn ergja mig ekki. Eina leiðin til að þagga niður þessar raddir er að spila vel og þá mun rödd hins sanngjarna meirihluta heyrast," segir Winter. Félagar Winters f hollenska lands- liðinu, Ruud Gullit, sem lýsti yfir andúð sinni á árásunum á Winter, og Frank Rijkaard, hafa sýnt ítölum fram á gagnsleysi kynþáttafordóma. A liðnum árum hjá AC Milan hafa þeir sýnt að knattspyrnulega séð er svart gott. Winter er tilbúinn að sýna fram á að hann er verðugur arftaki þessara landa sinna. „Það hefur alltaf verið draumur minn að spila á Ítalíu. Þarer sterkasta deildin í Evrópu. Fólkið er brjálað í fótbolta. Áhuginn er slíkur og gæðin svo mikil að alla hlýtur að dreyma um að spila hérna. Ég veit að ítalir búast við miklu af nýjum leik- mönnum um leið og þeir koma. Það mun taka mig tvö ár að komast í „Gullit-Rijkaard" gæðaflokkinn og þaðtekureinhvern tíma að aðlaga sig lífi í nýju landi. Það er ekki bara tungumálið heldur einnig daglegt líf sem eröðruvísi. En ég er góður knatt- spyrnumaður og ég mun gera mitt besta til að setja mark mitt á leik liðs míns." Aaron Winter hlaut besta mögu- lega knattspyrnuuppeldi sem völ er á í Evrópu — í Ajax akademíunni. Hann var uppgötvaður þegar hann var 13 ára og lék með unglingaliði í úthverfi Amsterdam og hefur síðan þá fetað í fótspor Cruyffs, Neeskens, Van Bastens, Rijkaards og Gullits. Hann spilaði fyrst með Ajax þegar hann var 17 ára og eftir að hann kom inn í liðið hélt hann stöðu sinni. Hann varð fastamaður í hollenska landsliðinu á HM á Ítalíu 1990 og var einn af máttarstólpum Ajax-liðsins sem vann Evrópukeppni félagsliða síðastliðið vor. En hann vissi að tími var kominn til að líta hærra. Aaron Wintersegirviðþá, sem eft- ir urðu hjá Ajax þegar hann fór til Ítalíu, að Ajax muni áfram verða stór- lið og muni áfram framleiða góða, unga leikmenn. „Ajax hefur alltaf verið frábært félag fyrir unga, upp- rennandi leikmenn. Á hverju ári fer einhverfrá liðinu ogalltaf kemurein- hver í staðinn. Ég er þess fullviss að Ajax verður áfram eitt af toppliðum Evrópu." Lauslega þýtt og lítillega breytt úr World Soccer. 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.