Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 12
Það var vitað þegar
ég samdi við Norr-
köping 15 ára gamall að það
myndi taka mig tíma að
vinna mér sæti í aðalliðinu.
Ég er aftur á móti mjög
sáttur við það hversu mikið
traust ég fæ.
Andri er einkar
hæfi leika rík ur
leikmaður sem hefur eigin-
leika sem afar fáir leik menn
búa yfir.
Jóhannes Harðarson
þjálfari Start
FÓTBOLTI Knatt spyrnumaður inn
Guðmund ur Andri Tryggva son
hef ur fram lengt samn ing sinn við
norska úrvalsdeildarliðið Start,
en félagið greindi frá þessu á Twitt
ersíðu sinni.
Guðmundur Andri er nú samn
ingsbundinn Start til ársins 2023,
en hann gekk til liðs við félagið árið
2018. Framherjinn lék svo með Vík
ingi sem lánsmaður síðasta sumar,
þar sem hann varð bikarmeistari
með Fossvogsliðinu.
Þessi tvítugi leikmaður skoraði 7
mörk í sex tán leikj um fyrir Víking á
síðasta keppnistímabili.
„Andri er einkar hæfi leika rík ur
leikmaður sem hefur eiginleika sem
afar fáir leik menn búa yfir. Hann er
með góða tækni, er snöggur og getur
komið andstæðingum á óvart með
brellum sínum.
Meiðsli hafa gert honum erfitt
fyrir á meðan hann hefur verið í her
búðum okkar, en við lítum á hann
sem framtíðarleikmann hjá félag
inu,“ segir Jó hann es Harðar son,
þjálf ari Start, í frétt félagsins um
undirskrift Guðmundar Andra sem
hefur misst af fyrstu fimm deildar
leikjum liðsins vegna meiðsla. – hó
Guðmundur Andri áfram hjá Start
Jóhann Berg í leik með Burnley.
E N S K I B O LT I N N Jó hann Berg
Guðmunds son, landsliðsmaður í
knatt spyrnu, og leikmaður enska
úrvalsdeildarliðsins, gæti verið
í leikmannahópi liðsins þegar
Burnley mætir Sheffield United í
33. umferð deildarinnar í hádeginu
á morgun.
Ef af því verður yrði það í fyrsta
skipti síðan um síðustu ára mót sem
Jóhann Berg væri í leikmannahópi
Burnley. Jóhann Berg meiddist á
kálfa í bikarleik með Burnley 4.
janúar síðastliðinn og hefur ekki
náð að jafna sig af þeim meiðslum
almennilega.
„Jó hann hef ur æft af fullum krafti
með liðinu í nokkurn tíma en við
höfum ekki viljað taka áhættuna
á því að meiðslin taki sig upp aftur,
með því að láta hann spila í leikjum
liðsins undanfarið.
Við höfum viljað gefa honum
nægan tíma til þess að jafna sig
algjörlega áður en hann spilar. Það
er hins vegar fínn möguleiki á því
að hann taki þátt í leikn um að ein
hverju leyti um helgina," segir Sean
Dyche, knattspyrnustjóri Burnley
um stöðu mála á meiðslunum hjá
Jó hanni Berg, sem hef ur einungis
spilað sjö deildarleiki með liðinu á
yfirstandandi leiktíð.
Burnley situr í 10. sæti deildar
innar með 42 stig en liðið hefur
haft betur í síðustu tveimur leikjum
sínum. Leikur Burnley og Sheffield
United fer fram á Turf Moor, heima
velli Jóhanns Berg og félaga og hefst
klukkan 11.00 að íslenskum tíma á
morgun. – hó
Jóhann mögulega í hóp á morgun
FÓTBOLTI Ísak Bergmann kom inn á
sem varamaður í tveimur af fyrstu
þremur leikjum deildarinnar, en
var svo í byrjunarliði Norrköping
í fyrsta skipti í deildarleik, þegar
liðið mætti Östersund í f jórðu
umferð deildarinnar. Þessi öf lugi
leikmaður þakkaði traustið sem
Jens Gustafsson, þjálfari liðsins,
ber augljóslega til hans með því að
leggja upp tvö mörk í 42 sigri.
Sú frammistaða skilaði honum
áframhaldi í byrjunarliðinu, í 11
jafntef li á móti Elfsborg í leik lið
anna í vikunni. Spilamennska Ísaks
Bergmanns í upphafi leiktíðarinnar
varð til þess að hann hlaut mikið
lof í umfjöllun Aftonbladet, þar
sem segir að þrátt fyrir ungan aldur
sé Ísak gríðarlega þroskaður leik
maður sem spili líkt og fullorðinn
og þrautreyndur leikmaður.
Frábærlega staðið að
hlutum hjá félaginu
„Það var vitað þegar ég samdi við
Norrköping 15 ára gamall að það
myndi taka mig tíma að vinna mér
inn sæti í aðalliðinu. Á þeim tíma
var hins vegar sett upp skýrt plan
um þrepaskiptingu ferilsins á leið
minni inn í aðalliðshópinn, og mér
líkaði vel við þau áform. Ég myndi
segja að það sé allt að ganga sam
kvæmt plani og það kemur mér ekki
á óvart að vera kominn með jafn
stórt hlutverki í liðinu og raun ber
vitni. Ég er aftur á móti mjög sáttur
við það hversu mikið traust ég fæ,“
segir Ísak Bergmann í samtali við
Fréttablaðið um stöðu mála hjá sér.
„Ég er í grunninn miðjumaður,
mér finnst það henta mér best að
spila inni á miðjunni, og stefni að
því að búa mér til feril í þeirri stöðu.
Í þessum leikjum sem ég hef verið
að spila á tímabilinu hef ég hins
vegar verið að spila öðru hvoru
megin við framherjann á kant
inum í leikkerfinu 433, eða fyrir
aftan framherjann. Svo leysti ég af
Hlutverkið hjá Ísaki
stækkar og stækkar
Ísak Bergmann Jóhannesson er í sívaxandi hlutverki hjá Norrköping sem
trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir fimm umferðir.
Norrköping hefur fjögurra stiga forskot á Malmö sem situr í öðru sæti.
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið vel fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping. MYND/SIMON LARSSON
Ísak Bergmann með föður sínum.
í einum leik sem vinstri bakvörður
þegar það komu upp meiðsli þar í
miðjum leik. Það er gott að finna
fyrir því að mér sé treyst fyrir mis
munandi stöðum á vellinum,“ segir
Ísak enn fremur um hlutverk sitt í
liðinu eins og sakir standa.
„Við erum mjög vel skipaðir inni
á miðsvæðinu með landsliðsmenn
og mjög góða leikmenn. Þannig að
ég átta mig alveg á því að það verður
erfitt að koma mér að þar á þessum
tímapunkti. Það er bara mjög dýr
Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitar-
félagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps,
Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar
19. september 2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur,
með vísan til 125. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
138/2011, ákveðið að boða skuli til sveitarstjórnar-
kosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar-
hrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og
Seyðisfjarðarkaupstaðar, hinn 19. september 2020.
Jafnframt fer fram kosning í fjórar heimastjórnir
hins sameinaða sveitarfélags.
Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjör-
stjórnar í hinu sameinað sveitarfélagi er til kl. 12
á hádegi laugardaginn 29. ágúst 2020. Sveitar-
stjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endur-
kjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar
fyrir lok framboðsfrests.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 25. júlí 2020.
Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr.
laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Dómsmálaráðuneytinu, 3. júlí 2020.
Auglýsing um
sveitarstjórnarkosningar
mætt fyrir mig að fá mínútur í svona
sterku liði sem er að spila góðan fót
bolta og gengur vel.
Þetta er rosalega flottur klúbbur
og allt innan félagsins er í topp
málum. Þjálfarinn, Jens, gefur
ungum leikmönnum mikinn tíma
og er annt um að þeir séu að bæta
sig, og er til í að gefa þeim stórt hlut
verk. Svo fæ ég punkta frá aðstoðar
þjálfaranum eftir alla leiki um hvað
ég sé að gera vel og hvað megi bæta.
Það hjálpar mér mjög mikið,“ segir
hann um Norrköping.
Mamma sá um að
innrétta íbúðina
„Mér líður líka mjög vel í borginni
en það hjálpaði mikið til, þar sem ég
var mjög ungur þegar ég kom hing
að, að foreldrar Olivers [Stefáns
sonar] fóru með honum út. Mamma
mín og mamma hans eru systur og
við bjuggum í sama húsi, þannig að
þau sáu vel um mig fyrsta árið.
Nú er verið að klippa á þann
streng og við erum að f lytja hvor í
sína íbúðina. Ég f lutti þar inn fyrr
í sumar og mamma kom út til þess
að hjálpa mér að koma mér fyrir þar
og gera íbúðina huggulega,“ segir
unglingalandsliðsmaðurinn.
„Fjölskyldan er mjög stolt af mér
og ánægð hvernig gengur en út af
ástandinu, og aðstæðum hjá þeim,
geta þau ekki heimsótt mig jafn
mikið og mætt á jafn marga leiki hjá
mér og þau myndu vilja. Það kemur
bara að því að þau geta kíkt á mig
þegar hlutirnir eru komnir í betra
horf og ég hlakka til þess.
Stefnan hjá mér hjá Norrköp
ing núna er bara að auka hlut
verk mitt jafnt og þétt og reyna
að hjálpa liðinu eins vel og ég get.
Það er mjög gaman að hafa getað
lagt eitthvað af mörkum í síð
ustu leikjum og vonandi heldur
það bara áfram þannig,“ segir
Skagamaðurinn um framhaldið.
hjorvaro@frettabladid.is
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT