Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 20
LYFJAMEÐFERÐIR, STERAR, AÐGERÐIR, SVÆFINGAR, BLÓÐGJÖF, HÁRMISSIR, ÞETTA ER MIKIÐ FYRIR ÁTTA TIL TÍU ÁRA GAMALT BARN AÐ TAKAST Á VIÐ. ÉG VAR STÖÐUGT HRÆDDUR. Ólafur var vinmargur og efnilegur í fót­bolta þegar hann greindist með hvít­blæði aðeins átta ára gamall. Við tóku tvö ár af sjúkrahúslegu, lyfja­ meðferðum, aðgerðum og fjarveru frá vinum og skóla. „Á þessum árum, 1998 til 2000, var fræðsla lítil og þegar ég kom til baka í skólann héldu krakkarnir jafnvel að ég gæti smitað þau af krabbameini. Ég lenti í miklu mót­ læti og fór í raun frá því að vera vinsælasti strákurinn í bekknum í það að vera kallaður krabbameins­ sjúklingurinn. Krakkar forðuðust mig og um leið gjörbreyttist ég sem manneskja, þar sem kvíði, hræðsla og alvarleiki fór að einkenna líf mitt við aðeins tíu ára aldur.“ Hvítblæðið uppgötvaðist þegar Ólafur hafði verið ólíkur sjálfum sér og mikið slappur í dágóðan tíma og móðir hans fór fram á að hann færi í blóðprufu. „Þegar hvítblæðið upp­ götvaðist var það svo langt gengið að ég þurfti að fara rakleiðis í með­ ferð. Ég á tvö yngri systkini og þó að ég hafi ekki verið að pæla í neinum í kringum mig á þessum tíma veit ég núna hversu mikið álag þetta var á fjölskylduna. Pabbi gisti hjá mér á næturnar og mamma var hjá mér á daginn og þurfti svo að sinna yngri systkinum mínum.“ Þessi tvö ár sem Ólafur var veikur má segja að sjúkdómurinn hafi tekið völdin í lífi hans. „Lyfjameð­ ferðir, sterar, aðgerðir, svæfingar, blóðgjöf, hármissir, þetta er mikið fyrir átta til tíu ára gamalt barn að takast á við. Ég var stöðugt hrædd­ ur. Ég var lánsamur að læknast af krabbameininu en eftir slíka með­ ferð verður maður aldrei samur,“ segir Ólafur sem finnst mikilvægt að hlúð sé að andlegu hlið sjúklinga á sama hátt og þeirri líkamlegu. Fór loks að vinna í andlegu hliðinni Árið 2016 var opnuð á Barnaspítala Hringsins Miðstöð um síðbúnar af leiðingar krabbameins hjá ung­ mennum, og opnuðu heimsóknir Ólafs þangað augu hans fyrir þessu mikilvægi. „Það var ekki fyrr en ég fór þangað fyrir um tveimur árum að ég fór að vinna í andlegu hliðinni. Þar kom ég vel út í öllum líkamlegum prófum en ekki eins vel andlega,“ segir Ólafur sem í fram­ haldi fékk aðstoð við að sækja sér sálfræðiþjónustu. Ólafur bendir á að frábær eftir­ fylgd sé með líkamlegu hlið krabba­ meinssjúklinga en bendir á að í sínu tilfelli hefði hún þurft að vera betri á andlega sviðinu. „Það er erfitt að lýsa því hvernig er að veikjast svo alvarlega sem barn, að vera stöðugt á spítala og upplifa áhyggjurnar sem því fylgja.“ Ólafur bendir á að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styðji við sálfræðimeðferð en sjálfur þurfi maður að sækjast eftir henni. „Foreldrar mínir og allir í kringum okkur voru svo þakklátir fyrir að ég hefði sigrast á krabbameininu að hitt svolítið gleymdist. Ég tók krabbameinsmeðferðina með mér í aðra hluta lífsins, ef ég til dæmis er að fara að gera eitthvað sem mér finnst stressandi koma upp sömu tilfinningar og í kringum meðferð­ ina og enn þann dag í dag er óttinn svo ríkur innra með mér að þegar ég fæ hausverk held ég að krabba­ Maður verður aldrei samur Ólafur Einarsson var átta ára gamall þegar hann greindist með krabbamein og segir fólk ekki hafa áttað sig á því hversu mikil andleg áhrif veikindin höfðu. Í dag vinnur hann í andlegu hliðinni jafnt sem þeirri líkamlegu. Ólafur segir eftirfylgd með líkamlegri hlið krabbameinssjúklinga frábæra en bendir á að í sínu tilfelli hefði hún þurft að vera meiri á andlega sviðinu. Hann segir að erfitt sé að lýsa því hvernig sé að fara í gegnum erfiða meðferð sem barn og vera á vissan hátt rændur barnæskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ólafur lenti í miklu mótlæti eftir að hafa farið í gegnum krabbameins- meðferð frá átta til tíu ára aldurs og var kallaður krabbameins- sjúklingurinn í skólanum. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is meinið sé aftur komið upp,“ segir Ólafur sem þjáist bæði af kvíða og ADHD en segist vilja taka lyf við hvorugu enda sé honum illa við lyf eftir krabbameinsmeðferðina. Ólafur segir Styrktarfélag krabba­ meinssjúkra barna, SKB, hafa skipt sköpum í hans tilfelli. „Þar var ég í unglingahópi og eignaðist besta vin sem var að ganga í gegnum það sama og ég. Sálfræðingar eru æðis­ legir en við tveir vorum á jöfnum grundvelli og samtöl okkar og teng­ ing hjálpuðu mér helling. Núna er ég sjálfur umsjónarmaður hópsins og það starf gefur mér mikið og það eru forréttindi að fá að sinna því. Rændur barnæskunni Ég er mikill ævintýramaður og ég tengi það oft krabbameininu, ég hef séð svo alvarlegar hliðar lífsins að ég er ákveðinn í að njóta þess. Ég ein­ beiti mér að því að vera þakklátur fyrir heilsuna og hvern dag. Það tók mig samt langan tíma að komast þangað, mér leið eins og ég hefði verið rændur barnæskunni,“ segir Ólafur einlægur og viður­ kennir að hann hafi oft hugsað til þess hvað hefði orðið ef hann hefði ekki veikst, hann hafi verið vin­ sæll og efnilegur í fótbolta. „Ég vor­ kenndi mér yfir þessu, mér leið ekki vel, fannst vinirnir hafa brugðist mér, átti erfitt með að treysta fólki, hætti í fótboltanum og gekk illa í skólanum.“ Ólafur segist hafa þurft að taka á þessum hugsunum og í dag stundi hann fjölbreytta líkamsrækt og leggi sig fram um að njóta hvers dags. „Við hugsum til sumarfrísins eftir þrjár vikur og þar fram eftir götunum en þegar dagurinn í dag er liðinn er enn einn dagur lífs þíns farinn. Þó það sé miðvikudagur og rigning er mikilvægt að njóta hans.“ Ólafur útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. „Mér hefði ekki tekist það nema með hjálp mömmu sem sjálf er kennari og hélt mér við efnið.“ Í dag starfar Ólafur hjá Reykjavík­ urborg í verkefni sem kallast Vinna og virkni og býr með sambýliskonu sinni og barnsmóður Helgu Maren Hauksdóttur og dóttur þeirra, Kristel Maríu, sem er fjögurra ára gömul. „Helga er kletturinn minn enda mjög stabíl á meðan líðan mín sveif last meira upp og niður. Hún var að ljúka við meistarapróf í sál­ fræði svo ég mæti góðum skilningi heima fyrir.“ Ólafur segist hafa upplifað mikinn kvíða eftir að dóttir hans fæddist. „Í byrjun fannst mér til að mynda hræðilega erfitt að keyra með hana í bíl. Ég yfirfærði minn kvíða yfir á hana og var alltaf að ímynda mér að eitthvað slæmt myndi gerast. En ég er á betri stað með þetta í dag og dóttir mín er það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Missti marga vini úr krabbameini Eins og fyrr segir hefur Ólafur starfað mikið með SKB en einn­ ig hefur hann verið virkur í starfi Ljóssins og var um tíma í stjórn Krafts. „Þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki sem hefur látist úr krabbameini og það hefur að vissu leyti viðhaldið hræðslunni. Einn góður vinur minn, Kristján Björn Tryggvason, lést úr heilakrabba­ meini og lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Við vörðum miklum tíma saman og gerðum margt skemmtilegt. Ég heyrði hann ekki í eitt sinn kvarta yfir hlutskipti sínu þó að hann vissi að hann væri dauðvona. Hann var með einstakt hugarfar og ég hef reynt að tileinka mér hans æðruleysi og njóta hvers dags.“ Á síðasta ári tók Ólafur þátt í Team Rynkeby, samnorrænu góð­ gerðarstarfi þar sem þátttakendur hjóla frá Danmörku til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. „Mér fannst verkefnið fallegt og spennandi og ekki skemmdi fyrir að allur ágóði rennur til SKB.“ Ólafur sótti um að fá að taka þátt og var himinlifandi þegar hann var samþykktur í liðið og ekki skemmdi fyrir að faðir hans, Einar Þór Jóns­ son, sem hefur verið liðtækur mara­ þonhlaupari slóst í hópinn. Þakklætið mikið „Ég var sá eini í hópnum sem hafði sigrast á krabbameini og átt beina tengingu við SKB svo þetta snerti mig virkilega og þakklætið var mikið. Við söfnuðum tæplega 24 milljónum, sem er met, og það skemmdi ekki fyrir og það er gott að vita að peningurinn fer í Mið­ stöðina sem mér finnst svo mikil­ væg.“ 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.