Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 19
EF VIÐ LIFUM ÞETTA AF ÞÁ VERÐUR ÞETTA EIN ROSA- LEGASTA VELGENGNISAGA SEM HEYRST HEFUR. Ragnhildur og Júlíus fengu hugmyndina þegar þau skoðuðu eldgosið á Fimmvörðuhálsi en það tók mörg ár að láta hana verða að veruleika. Tæknina til að bræða hraun þróuðu banda- rískir vísinda- menn sem hjónin fengu í samstarf við sig. Hraunið er hitað að um 1.100 gráðum í hverri sýningu og svo endur- nýtt fyrir þá næstu. fengu fljótt staðfestingu á því sem þau grunaði, að yngri sonurinn væri einnig með einhverfu. „Þetta var svolítið eins og blaut tuska í andlitið en þeir voru þarna fjögurra og hálfs árs og tveggja ára gamlir.“ Bakslag hafði komið í málþroska yngri sonarins sem vakti áhyggjur. „Hann var farinn að tala heilmikið og svo allt í einu þagnaði hann sem er sterkt einkenni einhverfu. Þetta gerðist rétt um það leyti sem sá eldri var í greiningarferli og við vorum svolítið með hugann við hann og því kannski áttuðum við okkur ekki strax á þessu. En þegar við fórum að lesa okkur til hugsuðum við með okkur: Ef sá eldri er ein­ hverfur þá er sá yngri alveg pottþétt einhverfur! Upphaf lega var okkur sagt að óvíst væri að sá yngri myndi nokk­ urn tíma tala aftur.“ Því þótti þeim hjónum mikilvægt að f lytja aftur heim frá Danmörku svo sonurinn myndi ekki alast upp í tvítyngdu umhverfi. „Það var því mikill sigur þegar hann náði tökum á málinu upp úr fimm ára aldri. Auðvitað var þetta tvöfalt áfall, við fórum úr því að eiga tvo heil­ brigða drengi í það að eiga skyndi­ lega tvo fatlaða drengi og framtíðin eins og við höfðum séð hana fyrir okkur hrundi. Ég held að það séu mjög eðlileg viðbrögð en á sama tíma reyni ég að benda fólki, sem er að fá greiningu á börnin sín í dag, á að þetta eru alltaf sömu börnin, það hefur ekkert breyst við börnin.“ Útilokar ekkert í dag Þegar Ragnhildur f lutti heim stofnaði hún Bláan apríl – styrktar­ félag barna með einhverfu. „Þegar drengirnir fengu greininguna vissum við svo of boðslega lítið um einhverfu. Ég hitti stundum aðra foreldra og við vorum öll sammála um að það væri of lítil almenn umræða um einhverfu. Það er unnið frábært starf hjá Ein­ hverfusamtökunum og öðrum aðilum en það var lítið verið að tala við almenning um það hvað einhverfa er. Þess vegna stofnaði ég Bláan apríl. Það þarf að tala um einhverfu og auka almennan skilning. Einhverfa er bara hluti af samfélaginu og það eru miklu fleiri einhverfir en flesta órar fyrir. Strákarnir mínir hafa kennt mér svo mikið. Að fara í gegnum allt þetta ferli með þeim finnst mér hafa gert mig umburðarlyndari gagnvart alls konar fólki og aðstæðum þess. Mér finnst þessi reynsla, ef eitthvað, gefa mér forskot sem manneskju og sem stjórnanda.“ Einhverfa er genatengd tauga­ þroskaröskun þó svo að ekki hafi tekist að finna orsök hennar. Því segir Ragnhildur ekki óalgengt að f leira en eitt barn í fjölskyldu sé einhverft. „Það er algengara en fólk heldur og töluvert um það á Íslandi. Þar sem þetta kemur á annað borð niður eru meiri líkur á að það geri það aftur. Mér finnst einhverfa í raun alveg ótrúlega áhugaverð. Það er í raun alveg magnað að umgangast ein­ staklinga sem hugsa aðeins öðru­ vísi og það getur verið mikill kostur. Það er sorgleg staðreynd að mjög hátt hlutfall fullorðinna einhverfra endar á örorkubótum, einfald­ lega því þeir fá ekki tækifæri en ég myndi halda að, að minnsta kosti helmingur þeirra ætti að geta unnið með góðum árangri. Það eru enn í dag sterkar staðal­ ímyndir og ranghugmyndir um ein­ hverfu og mörgum kemur á óvart hversu miklar kelirófur strákarnir mínir eru. Mér finnst þeir alveg dásamlegir og þeir hafa gefið mér sýn á heiminn sem ég er heppin að hafa.“ Báðir synirnir hafa náð tökum á verkefnum sem þeir áttu ekki að geta leyst og til að mynda talar sá yngri þó þau hafi fengið að heyra að líklega myndi hann aldrei geta það. „Eitt það erfiðasta fyrir mig var að ég fór að syrgja það að verða amma, það er svo brenglað hvert hausinn á manni fer. Í dag útiloka ég ekki neitt.“ Drógu hugmyndina aftur upp Eins og fyrr segir voru þau hjón með hugmynd að fyrirtæki en þegar greiningar beggja drengjanna lágu fyrir settu þau hana á ís. „Við hugsuðum með okkur: Við erum ekki að fara að taka einhverja áhættu, nú er fókusinn bara á strák­ ana og að hjálpa þeim. Svo voru þeir sífellt að koma okkur á óvart með því að takast á við hluti sem við héldum að þeir myndu aldrei geta. Þetta gerði það að verkum að við hugsuðum okkar gang. Við vorum alltaf að hvetja þá áfram og segja þeim að þeir gætu gert allt sem þeir vildu en vorum svo sjálf ekki að gera það. Þeir voru því kveikjan að því að við ákváðum að draga þessa hug­ mynd aftur upp úr pokahorninu og fara af stað.“ Júlíus hafði komist á snoðir um að vísindamenn í Bandaríkjunum væru að bræða hraun í vísinda­ skyni. „Við vorum strax sannfærð um að þarna væri aðferðafræðin komin, því við vissum ekkert hvernig við ættum að fara að því að bræða hraun – við vissum bara að við vildum gera það. Svo við sendum þeim tölvupóst sem þeir svöruðu um hæl og við vorum komin til þeirra eftir helgi og í kjöl­ farið sömdum við um samstarf. Það geta allir fengið góða hugmynd en stundum er þetta fyrst og fremst spurning um að framkvæma hana.“ Djúpir dalir og stórir sigrar Júlíus sagði upp vinnunni sinni um áramótin 2015 – 2016. „Sum­ arið eftir tókum við þátt í viðskipta­ hraðlinum Startup Reykjavík og þróuðum hugmyndina áfram og fengum heilmikla athygli. En það er fyndið að þegar við loks opnuðum voru alveg nokkrir sem sögðu að eins skemmtileg og hugmyndin var hefðu þeir aldrei átt von á því að við myndum raunverulega opna,“ segir Ragnhildur og hlær. „Ég er líklega hvað stoltust af því – að við létum þetta gerast. Það tók alveg tíma og guð minn góður hvað þetta var oft erfitt. Það er skrítið líf að vera frum­ kvöðull, á sama degi getur maður farið niður í dýpsta dal og fundist að hlutirnir muni aldrei ganga upp – yfir í að finnast maður vera að sigra heiminn. Ætlunin var upphaflega að opna sýninguna í Reykjavík en illa gekk að finna hentugt húsnæði. „Ragnar Þórir Guðgeirsson hafði verið framkvæmdastjóri Expectus þegar ég starfaði þar og kom að máli við okkur Júlíus ásamt konu sinni Hildi Árnadóttur. Raggi er frá Vík í Mýrdal og er skyldur Júlíusi sem er ættaður úr Álftaverinu. Þau hafa verið að gera skemmtilega hluti fyrir austan og fengu augastað á gamla Kaupfélagshúsinu í Vík þar sem þau vildu fá inn veitingaaðila og einhverja upplifun og leituðu því til okkar.“ Ragnhildur og Júlíus voru upp­ haflega ekki á því að fara út á land en voru f ljót að sannfærast um að Vík væri rétti staðurinn enda hentaði húsnæðið fullkomlega. „Aðal atriðið var þó að Vík er í raun í hjarta þess svæðis þar sem stutt er í Eyjafjallajökul, Tindfjallajökul, Kötlu og Grímsvötn. Tvö þessara eldfjalla eru virkustu eldfjöll lands­ ins og 60 prósent ferðamanna, sem hingað til lands koma, heimsækja Vík. Saga sem mátti ekki falla í gleymsku Það vill jafnframt svo til að langafi Júlíusar og afi Ragga voru saman að smala fé við rætur Mýrdalsjökuls árið 1918 þegar Kötlugosið hófst. Það er rosaleg saga sem við tengjum inn í sýninguna okkar. Það er langt síðan við Íslendingar höfum upp­ lifað eldgos þar sem hætta steðjar að fólki. Það er ekki síðan í Vest­ mannaeyjagosinu sem var árið 1973 og er því orðið langt um liðið – ég var ekki einu sinni fædd,“ segir Ragnhildur og bendir á að það væri ekkert grín ef Katla færi að gjósa. Icelandic Lava Show var opnuð 1. september 2018. „Við misstum þannig af sumrinu og fórum beint inn í veturinn sem er alltaf erfitt. Þetta byrjaði þó vel, bókanir juk­ ust jafnt og þétt og þetta var allt á uppleið þegar WOW hrundi.“ Ragn­ hildur segir þá hafa mikið orðið um af bókanir, sérstaklega frá Banda­ ríkjunum. „En svo kom sumarið sem gekk vel og við náðum nokkrum mán­ uðum í hagnað á fyrsta rekstrarári okkar. Seinni veturinn fór vel af stað og í byrjun árs vorum við því viss um að fram undan væri geggjað ár. Við hugsuðum með okkur – þetta er komið!“ segir Ragnhildur og getur ekki annað en hlegið enda vita allir hvað kom næst, COVID­faraldur­ inn. Staðráðin í að lifa þetta af „Það var þá ekki aðeins að allar bókanir duttu niður og enginn kom, heldur var endalaust beðið um endurgreiðslur á þeim miðum sem seldir höfðu verið. Í raun og veru vorum við því í mínustekjum en áfram með kostnað sem þurfti að greiða.“ Eftir að hafa horft upp á hrun í bókunum lokuðu þau hjón sýn­ ingunni þann 11. mars. „Í apríl var maður orðinn frekar vonlaus en við opnuðum aftur 13. júní og erum staðráðin í að lifa þetta af. Við erum ekki með mikinn fastan kostnað og getum svolítið sniðið okkur stakk eftir vexti og haft lokað ef lítið er af bókunum. Við höfum verið að reyna að ná til Íslendinga og það hefur gengið vel. Í fyrra voru Íslendingar 2,9 prósent gesta en um síðustu helgi var uppselt, og það bara Íslendingar. Við erum senni­ lega erfiðasti kúnnahópurinn. Við gerum kröfur og viljum að hlutirnir séu almennilegir og því er extra skemmtilegt að sjá fólk sem kemur með hóflegar væntingar verða frá sér numið.“ Ragnhildur horfir bjartsýn fram á veginn þrátt fyrir að gefið hafi á bát­ inn: „Ef við lifum þetta af, þá verður þetta ein rosalegasta velgengnisaga sem heyrst hefur.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 4 . J Ú L Í 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.