Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 38
Starf á skrifstofu
framhaldsskóla og –fræðslu
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf á
skrifstofu framhaldsskóla og fræðslu.
Um er að ræða fjölbreytt starf með áherslu á starfsmenntamál. Starfið
felur í sér þátttöku í stefnumótun, áætlanagerð og eftirliti í samræmi við
lög um opinber fjármál, lög um framhaldskóla og framhaldsfræðslu. Starfs-
maður er tengiliður ráðuneytisins við nokkra framhaldsskóla, heldur utan
um samninga er varða starfsmenntamál og kemur sérstaklega að stefnu-
mótun og afgreiðslu mála er varða starfsmenntun. Hann undirbýr afgreiðslu
erinda, gerð skýrsnla, minnisblaða og ávarpa. Miðað er við að umsækjandi
geti verið falið að vinna við önnur málefni ráðuneytisins.
Menntun og hæfnikröfur:
• Haldbær reynsla af greiningu og framsetningu gagna.
• Reynsla af stefnumótun og verkefnisstjórnun.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.
• Mjög góð færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti á íslensku og ensku/
norðurlandamáli.
• Reynsla af stjórnunarstörfum í framhaldsskóla er kostur.
• Þekking á starfsmenntakerfinu, lagaumhverfi framhaldsskólastigsins og
stjórnsýslulögum er kostur.
• Bakgrunnur og reynsla á sviði starfsmennta eða háskólamenntun sem
nýtist í starfi.
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
fljótlega. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins eða samkvæmt Félagi starfsmanna Stjórnar-
ráðsins eftir því sem við á. Nánari upplýsingar veitir Björg Pétursdóttir,
settur skrifstofustjóri, í síma 545-9500.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni við-
komandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til
mennta- og menningarmálaráðuneytisins á mrn@mrn.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið
tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur
út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum. Við
ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af
jafnréttisáætlun ráðuneytisins og eru karlmenn jafnt sem konur hvattir til
að sækja um starfið.
Hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu starfa um 70 starfsmenn með fjölbreytta
menntun og bakgrunn. Ráðuneytið er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla
á samvinnu og góðan starfsanda. Skrifstofa framhaldsskóla og -fræðslu fjallar um málefni
framhaldsskólastigsins og framhaldsfræðslu. Hún aðstoðar ráðherra við yfirstjórn stofnana
og sjóða sem annast framkvæmd stjórnarmálefna er undir hann heyra og hefur eftirlit með
starfsemi og fjárreiðum þeirra.
Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2020.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
4. júlí 2020.
Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að öflugum upplýsinga-
fræðingi í fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu sína í
Reykjavík í tímabundið starf í 6 mánuði, með möguleika á
fastráðningu.
Þekking og hæfni:
• Háskólamenntun á sviði upplýsingafræða
(áður bókasafns- og upplýsingafræði)
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
• Þekking og reynsla af skjalastjórnarkerfum er nauð-
synleg, þekking á CoreData æskileg
• Leyfi til skráningar í Gegni er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði. Kunnátta í
norðurlandamáli er æskileg
Helstu verkefni:
• Skráning, varðveisla og miðlun skjala
• Frágangur skjala og eftirfylgni með skráningu
• Upplýsingagjöf og notendaaðstoð
• Þátttaka í þróun verklagsreglna
Þjóðkirkjan - Biskupsstofa er skrifstofa biskups Íslands,
sem annast starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunn-
ar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum,
stofnunum og prófastsdæmum.
Sótt er um starfið á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is
Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk.
Upplýsingafræðingur
Framkvæmdastjóri þjálfunar
og ráðgjafar
Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra þjálfunar
og ráðgjafar á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð ehf.
Um er að ræða 100% stöðu.
Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar er ný
staða í skipuriti Reykjalundar og heyrir undir for-
stjóra. Framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar situr
í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á starfsemi
þjálfunar- og ráðgjafastétta sem starfa þvert á þau tvö
meðferðarsvið sem meðferðarteymin skiptast niður á.
Hann skipuleggur og samhæfir faglegt meðferðarstarf,
tryggir mönnun sinna faghópa í teymin og tryggir fram-
gang markmiða, stefnu og sýn Reykjalundar.
Hæfni- og menntunarkröfur
• Íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Leitast
verður við að ráða einstakling sem býr yfir menntun
á sviði sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar,
sálfræði, talmeinafræði, næringarfræði eða íþrótta-
fræði.
• Þekking á rekstri heilbrigðisstofnana
• Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
• Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
• Þekking og reynsla af mannauðsmálum
• Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum
samskiptum
• Frumkvæði og metnaður í starfi
Umsóknarfrestur er til 26. júlí 2020.
Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir
mannauðsstjóri – gudbjorg@reykjalundur.is og
Pétur Magnússon forstjóri – petur@reykjalundur.is
Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mann-
auðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg@reykjalundur.is
Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á
www.reykjalundur.is Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R