Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 29
Pétur var fram-
sýnn og hug-
myndaríkur og fór
gjarnan ótroðnar slóðir í
störfum sínum.
Sigurjón Örn Þórsson, stjórn-arformaður Sólheima, naut ekki þess heiðurs að kynnast
Sesselju í eigin persónu, þótt hann
þekki hana í gegnum störf hennar
og sögu. „Sesselju er lýst sem miklu
náttúrubarni og mannvini með
ríka réttlætiskennd. Hún hafði
eðlislæga tilhneigingu til þess að
hlúa að þeim sem veikburða voru
og var mikill dýravinur. Sesselja
var trúuð og hún var alin upp við
kristin gildi. Best er henni þó lýst
sem miklum frumkvöðli. Hún sótti
sér menntun erlendis, sem ekki
þótti sjálfsagt um hennar daga
og stofnaði síðan heimili þar sem
fatlaðir og ófatlaðir deildu kjörum.
Sesselja var frumkvöðull í lífrænni
ræktun á Norðurlöndum. Þótt
oft hafi á móti blásið er óhætt að
segja að sagan hafi farið mjúkum
höndum um starf Sesselju. Hún var
langt á undan sinni samtíð. Allt
okkar starf í dag byggir enn á þeirri
arfleifð sem hún eftirlét og fyrir
henni er borin djúp virðing á Sól-
heimum,“ segir Sigurjón Örn.
Einangraður staður
Þegar Sigurjón er spurður hvernig
Sólheimar hafa þróast fyrstu
árin, segir hann að í upphafi hafi
hugmynd Sesselju verið að stofna
heimili þar sem afskipt olnboga-
börn úr þéttbýli nytu atlætis,
uppeldis og hlýju. „Það breyttist
þó strax á fyrstu árum starf-
seminnar, því haustið 1931 kemur
fyrsta fatlaða barnið til Sólheima
og þeim fjölgaði upp frá því.
Fljótlega eftir að Sólheima-
húsið var risið var farið að huga
að frekari uppbyggingu. Húsið
Selhamar var reist 1932 til 1933, og
er fyrsta húsið sem sérstaklega er
byggt fyrir þroskahefta á Íslandi.
Þar var lengi eina íbúðarhúsið á
Sólheimum. Einangrun Sólheima
var talsverð fyrstu árin, enginn
sími og rafmagn fékkst ekki fyrr en
árið 1956 eftir mikla baráttu, þrátt
fyrir að stærstu raforkuver lands-
ins á þeim tíma væru í hreppnum.
Sesselja dó þó ekki ráðalaus, því
margt var reynt til að bæta úr
þessu og vindmylla var sett upp á
Sólheimum 1943 sem framleiddi
rafmagn fyrir lýsingu í Selhamri
og í Sólheimahúsi,“ segir Sigurjón
Örn.
Bönnuðu blöndun
ófatlaðra og fatlaðra
„Hugmyndir Sesselju fóru ekki
alltaf saman með ríkjandi hug-
myndafræði þess tíma og það
skapaði ákveðin átök. Má þar
nefna ríkjandi viðhorf þess tíma,
að ekki skyldi blanda saman
fötluðum og ófötluðum börnum,
þar sem það gæti haft skaðleg
áhrif á fyrrnefnda hópinn. Kröfur
um aðskilnað þessara barna á
staðnum var oft efni bréfaskrifta
og deilna yfirvalda, auk þess sem
áherslur Sesselju á grænfæði þóttu
ekki upp á marga fiska. Þessar
deilur leiddu það af sér að lokum
að yfirvöld bönnuðu þá blöndun
sem í dag þykir sjálfsögð og eðlileg.
Upp frá því hefur starfsemi Sól-
heima hverfst um þá fötluðu íbúa
sem búa þar og starfa.“
Fallegt umhverfi
Sigurjón Örn segir að allur
aðbúnaður hafi tekið miklum
stakkaskiptum og það sem eitt
sinn var berstrípað mýrlendi fjarri
allri byggð, er nú orðið heimili
rúmlega 100 íbúa. Skógi vaxið
byggðarhverfi sem tekur á móti
fjölda gesta ár hvert. „Starfsemin
á Sólheimum er þó mjög trú þeim
gildum sem Sesselja lagði upp með
og enn er það markmiðið að vera
sjálfbært samfélag, sem byggir á
kristnum gildum og hugmyndum
mannspeki Rudolfs Steiners. Við
erum samfélag sem veitir íbúum
umgjörð til að vaxa, þroskast og
vera virkir þátttakendur í daglegu
lífi og öðlast tækifæri til að eflast,“
segir Sigurjón.
Starfsemi Sólheima er rekin
Gæfuríkt
starf í 90 ár
Saga Sólheima í Grímsnesi sem fagna
90 ára afmæli í ár er lengst framan af
samofin lífi og starfi merkiskonunnar
Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur.
Sólheimar njóta ávallt trausts og vel-
vildar meðal almennings.
Sigurjón Örn
Þórsson er
stjórnarfor-
maður Sól-
heima. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Péturstorg er dæmi um slíkt, en um er að ræða torg í kvosinni á Sólheimum, sem
er hjarta staðarins,“ segir Sigurjón
Örn Þórsson, stjórnarformaður
Sólheima.
Pétur Sveinbjarnarson kom
fyrst að starfi Sólheima árið 1979
og leiddi starfið þar sem formaður
stjórnar Sólheima til ársins 2017,
eða í hartnær fjörutíu ár. Pétur
var framsýnn og hugmyndaríkur
og fór gjarnan ótroðnar slóðir í
störfum sínum, sem var ekki alltaf
til vinsælda fallið. „Í dag efast þó
enginn um þau verk sem hann
leiddi til lykta, þá starfsemi sem
byggðist upp í hans tíð, eða um þá
leiðsögn sem hann veitti.“
Péturstorg í hjarta staðarins
Það er rík hefð fyrir því á Sólheimum að mannvirki beri nöfn heimilisvina og velunnara staðarins,
til að heiðra störf og minningu viðkomandi. Péturstorg ber nafn Péturs Sveinbjarnarsonar.
Pétur Svein-
bjarnarson
tekur hér
skóflustungu
að Péturstorgi í
apríl 2019.
á grunni þriggja sjálfseignar-
stofnana, sem hver og ein hefur
skilgreint hlutverk. Skilið er á milli
reksturs fyrirtækja og félagsþjón-
ustu. Sólheimar ses. rekur félags-
þjónustuna á staðnum, á grunni
þjónustusamnings við Bergrisann,
en samningurinn gerir ráð fyrir
að 43 fatlaðir íbúar njóti búsetu og
þjónustu á Sólheimum.
Þá er Sólheimasetur ses. sem á
og rekur alla atvinnustarfsemi á
svæðinu. Undir það flokkast Sess-
eljuhús, garðyrkjustöðin Sunna,
verslun og kaffihúsið Vala/Græna,
Ölur skógrækt, Jurtastofan, Kaffi-
brennslan og ferðaþjónusta. Það
kemur svo í hlut Styrktarsjóðs
Sólheima að stuðla að uppbygg-
ingu, rekstri og viðhaldi fasteigna
á staðnum. „Allar þessar þrjár
sjálfseignarstofnanir lúta stjórn 17
manna fulltrúaráðs, sem kýs sér
stjórn og formann. Samtals starfa
rúmlega fimmtíu starfsmenn hjá
Sólheimum, auk þess sem nokkur
fjöldi sjálf boðaliða dvelur á Sól-
heimum til lengri eða skemmri
tíma,“ segir Sigurjón og bætir við
að rekstur Sólheima sé viðkvæmur
og það megi lítið út af bera í starf-
seminni.
Góður meðbyr
„Í dag er reksturinn í jafnvægi og
nýtur þess skilnings sem nauðsyn-
legur er til að tryggja áframhald-
andi blómlegt starf á þessum stað,
sem er í raun eitt af óskabörnum
þjóðarinnar, en við finnum fyrir
því að Sólheimar njóta mikils
trausts og velvildar meðal alls
almennings.“
Að lokum er Sigurjón Örn beðin
um að skoða í kristalskúluna sína
og spá fyrir um hvernig starfsemin
á Sólheimum verði eftir önnur
90 ár, eða árið 2110. „Já, þú segir
það, ég held að það verði áfram
unnið í anda Sesselju næstu 90
árin. Arfleifð hennar er svo sterk
og hugmyndir hennar, sem eitt
sinn þóttu svo framandi, eru svo
„main stream“ í dag og gera það
að verkum að Sólheimar munu
ekki lengur þurfa að berjast fyrir
tilvist sinni. Ég tel að næstu 90
árin keppist menn við að styrkja
starfið enn frekar og nýta þau ótal
tækifæri sem búa í sögu og ímynd
staðarins.
Enginn er spámaður í sínu
föðurlandi, en Sólheimum hefur
lengi verið hampað erlendis og til
okkar er horft sem eins af fyrstu
sjálf bæru samfélögum í heimi
og fyrirmynd þeirra sem á eftir
komu. Slík samfélög njóta mikils
meðbyrs og skilnings í dag, sem
mun án efa efla okkar góða starf.
Þörfin fyrir fagmennsku, virðingu,
listsköpun og kærleika mun áfram
eiga sinn stað í hjörtum fólks, en
það er einmitt það sem Sólheimar
standa fyrir og munu gera um
ókomna tíð.“
Viðtal: Magnús Hlynur
„Með Péturstorgi vill stjórn Sól-
heima heiðra störf góðs vinar og
leiðtoga, sem helgaði starfskrafta
sína Sólheimum. Péturstorg verður
formlega vígt í lok sumars, en við
það tækifæri munu vinir Péturs
reisa honum minnisvarða. Auk
þess verður afhjúpað nýtt listaverk
á torginu sem er gjöf listamanns-
ins Sigurðar Guðmundssonar til
Sólheima í tilefni 90 ára afmælis
staðarins. Pétur tók skóflustungu
að Péturstorgi 6. apríl 2019, en
hann lést í desember sama ár.“
3 L AU G A R DAG U R 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 SÓLHEIMAR 90 ÁRA