Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 64
Konráð á ferð og ugi og félagar 410 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. „Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri er‡ðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði ‰jótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skyldi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? Lestrarhestur vikunnar Kjartan Pétur Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Galdra- bækur, vísindabækur og geim- vísindabækur. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Ég er oft að lesa nokkrar bækur í einu. Til dæmis er ég að lesa Harry Potter og eldbikarinn, sem er um galdra og strák sem heitir Harry Potter. Svo er ég líka að lesa Ofurhetju- víddina, sem er um strák sem heitir Ævar og hann flutti í nýtt hverfi og fór í nýjan skóla og þar voru krakkar sem voru alltaf að stríða honum. Einu sinni hrinti einn honum og hann var að fara að detta, en þá gufaði hann upp og fór í aðra vídd, ofurhetju- vídd. Svo er ég alltaf að lesa Andrésblöð. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Galdra, vísindi og geimvísindi. Það eru tvær manneskjur, ein var að gera vísindi og hin var að gera galdra. Svo voru þau búin að gera þetta í mánuð og leiddist það, þá fóru þau út í geim og reyndu að finna vísindi þar, eins og geimverur og svarthol. Ég myndi samt ekki vilja finna svarthol því það myndi soga mann inn og ég kæmist aldrei út úr því aftur. Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að ferðast um Ísland með, hver væri hún? Harry Potter! Hvernig mynduð þið ferðast? Á þrumufleygnum, galdrakúst- inum hans. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Í búðinni hans Mústafa, það er ljóðabók sem pabbi las oft þegar við vorum að fara að sofa. Líka Börnin hans Loka eftir Ævar Þór Bene- diktsson. Ferðu oft á bókasafnið? Já, bæði í skólanum og líka í Kringlunni. Hver eru þín helstu áhugamál? Galdrar, geimurinn og vísindi. Körfubolti, badminton og lesa bækur. Mér finnst líka gaman að horfa á fótbolta, en ekki æfa fótbolta. Fullt nafn: Viktor Vífill Helgason Aldur: 5 ára Systkini: Ég á eina systur, hún heitir Áslaug Marta og verður tveggja ára í október. Gæludýr? Ég á ekkert gæludýr en mig langar í lítinn, sætan páfagauk og lítinn, sætan fisk í fiskabúri. Mig langar líka í eina sæta mörgæs í búri. Hvernig er lífið hjá þér þessa dag- ana, Viktor? Ég fer í leikskólann og á fótboltaæfingar. Ég er mjög góður í marki. En mig langar líka að fara í körfubolta. Hver eru helstu áhugamálin þín? Álfar og huldufólk. Út af því að ég er að læra um þau á leikskólanum. Við á leikskólanum héldum sýningu á steinatröllum í Safnahúsinu. Mitt tröll heitir Sprengjuelska. Með hvaða fótboltaliði heldurðu íslensku og erlendu? Val og Barcel­ ona. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að róla hátt út í geim. Mér finnst líka gaman að fara í Húsdýra­ garðinn með nesti. En leiðinlegast? Að vera einmana. Það er líka leiðinlegt þegar fólk er að ríma nafnið mitt. Hvað viltu helst gera þegar þú verður stór? Verða smiður og ruslamaður. Mig langar líka að verða alþingismaður sem stjórnar lögunum í landinu þegar ég verð stór. Mig langar líka að verða stór, en samt krakki. Hvað ætlarðu að gera í sumar? Við förum ekki til útlanda en förum í sumarbústaðinn. Mig langar í rauðan sumarstuttermabol. Hvað er það skemmtilegasta við sumarið? Að fara í sólbað og fá mér ís. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hafragrautur af því að hann er svo hollur. Mér finnst líka gott skyr. Einhver matur sem þér f innst vondur? Mér finnst appelsínugul kartöflumús ekki góð. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn þinn og af hverju? Það er Daði út af því að hann samdi uppá­ haldslagið mitt. Viltu bæta einhverju við í lokin? Mér finnst gaman að vera fínn. Mig langar líka að bæta við að mig langar að fara út í geim. Mig langar að verða ofurhetjuvélmenni sem er með skikkju. Langar að verða stór, en samt krakki MÉR FINNST GAMAN AÐ VERA FÍNN. MIG LANGAR LÍKA AÐ BÆTA VIÐ AÐ MIG LANGAR AÐ FARA ÚT Í GEIM. MIG LANGAR AÐ VERÐA OFURHETJUVÉLMENNI SEM ER MEÐ SKIKKJU. Viktori Vífli finnst gaman að vera fínn eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.