Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 74
ÉG HELD ÞETTA SÉ,
EINS OG EINHVER
REYNDAR ORÐAÐI ÞAÐ OG ÉG
ÆTLA BARA AÐ FÁ AÐ STELA
ÞVÍ, „INSTANT KLASSÍK“ SKO.
Það eru nánast eiginlega allir að tala um þetta. Bæði erlendis og hérna heima,“ segir Steinunn Björk Bragadóttir um Eurovision Song Con-
test: The Story of Fire Saga, umtöl-
uðustu kvikmynd síðustu viku á
Húsavík og þótt víðar væri leitað.
Steinunn Björk er í Félagi áhuga-
fólks um Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva (FÁSES) og ann-
áluð yfirburðaþekking hennar á
keppninni er slík að hún titlar sig
„Eurovision-sérfræðingur“ á Já.is.
Hún er því eðlilega með í það
minnsta þrjá putta á hröðum Net-
flix-púlsinum í öllum heimsálfum.
„Það eru miklar umræður um
myndina og maður er líka í svona
Facebook-aðdáenda grúppum,“
segir Steinunn og bætir við að
vissulega séu skiptar skoðanir á
myndinni en ánægjan virðist frekar
almenn meðal Íslendinga.
„Mér finnst allavegana miðað
við það sem ég hef séð að það séu
aðallega þeir sem eru ekki frá
Íslandi sem eru eitthvað að gagn-
rýna hvernig Íslendingar koma út í
þessari mynd. Sem mér finnst mjög
fyndið,“ segir Steinunn um þá sem
finna sig knúna til að móðgast fyrir
hönd þjóðarinnar á meðan Íslend-
ingum finnist þetta bara fyndið.
Ferrell með allt á hreinu
„Ég var bara mjög ánægð með þetta
í heildina séð. Þetta er náttúrlega
engin Óskarsverðlaunamynd en
hún er skemmtileg og fyndin og
allavegana fyrir mig, sem Eurovisi-
on-aðdáanda, var hún bara það sem
ég bjóst við,“ segir Steinunn og gefur
handritshöfundinum og aðalleikar-
anum Will Ferrell plús í kladdann
fyrir viðleitni og innsæi.
„Hann Will Ferrell er náttúrlega
sjálfur búinn að vera aðdáandi
keppninnar í svolítinn tíma og
maður sá það alveg að þetta var ekki
bara einhver Bandríkjamaður að
gera mynd um eitthvað sem hann
veit ekkert um.
Hann er sjálfur giftur sænskri
konu og sá Eurovision fyrst 1999
og fór fyrst á keppnina 2014. Held
ég,“ segir Steinunn og rekur þann-
ig Eurovision-áhrifin á Ferrell til
sænsku leikkonunnar Viveca Paulin
sem hann kvæntist 2000. Ári eftir að
hann sá Eurovision í fyrsta sinn.
„Og hefur alveg verið á tveimur
síðustu keppnum í rannsóknar-
vinnu fyrir myndina þannig að
maður sá það alveg að hann hefur
alveg unnið heimavinnuna sína
þegar að þessu kom.“
Enginn Borat-bömmer
Hvað sem segja má um The Story of
Fire Saga verður ekki af myndinni
tekið að hennar hefur verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu frá
því að Ferrell fór að sniglast um
söngvakeppnina. Í ákveðnum hópi
í það minnsta.
„Já, maður verður nú að viður-
kenna að það var smá eftirvænting
en fyrst þegar það var tilkynnt að
það væri verið að fara að gera Euro-
vision-bíómynd kom upp svona
smá hræðsla hjá manni,“ segir
Steinunn. „Að þetta yrði illkvittið
grín og það voru margir, sérstaklega
í aðdáendaheiminum, sem voru
hræddir um að við kæmum út eins
og Kasakstan kemur út í Borat.
En ég allavegana persónulega
Will Ferrell gerði heimavinnuna sína
Eurovision-sérfræðingurinn Steinunn Björk Bragadóttir segir ljóst á hinni umdeildu The Story of Fire Saga að
Will Ferrell hafi unnið heimavinnuna sína og að lögin í myndinni gætu jafnvel verið gjaldgeng í keppninni sjálfri.
Eurovision-sérfræðingurinn Steinunn Björk Bragadóttir segist ekki fá betur séð en að umdeilda Netflix-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire
Saga sé nú þegar orðin sígild og muni njóta langvarandi vinsælda. Í það minnsta á Íslandi og í gervöllum Eurovision-heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
The Story of Fire
Saga er enginn
Borat-bömmer
fyrir Íslendinga
þannig að Stein-
unn Björk telur
ástæðulaust að
móðgast fyrir
hönd þjóðar-
innar.
sé ekkert svoleiðis í þessu og vinir
mínir í Eurovision-kreðsunni eru
bara f lestir ánægðir með þetta
þannig að ég tel enga ástæðu til þess
að móðgast eða fara í fýlu.“
Steinunn segir að vissulega megi
finna einhverja punkta og örugg-
lega sé hægt að fetta fingur út í að
hitt og þetta sé ekki nákvæmlega
svona eða hinsegin. „En ég sé ekk-
ert móðgandi við þetta. Mér finnst
þetta bara krúttlegt og fyndið.“
Það er engin spurning …
Hvað uppdiktuð Eurovision-lögin
í myndinni varðar segir Stein-
unn það síður en svo úr lausu lofti
gripið að þau hljómi eins og þvott-
ekta keppnislög. „Það er nefnilega
ekkert rugl. Við erum búin að vera
að ræða þetta, ég og mínir vinir, og
f lest lögin gætu alveg verið í ein-
hverjum af þessum undankeppn-
um og þess vegna í Eurovision.
Mörg þeirra eru nú svolítið
sænskuskotin enda eru þau held ég
öll samin af Svíum. Það er reyndar
eitt lag sem er samið af Íslendingi,“
segir Steinunn og bendir á þátt Arn-
þórs Birgissonar í einu laganna.
… þett’er Júróvisjónlag
„Það er þarna Double Trouble,
lagið sem á að vera framlag Íslands
í Eurovision í myndinni, en hann
er búinn að búa í Svíþjóð alla sína
ævi eiginlega þannig að hann er nú
örugglega meiri Svíi en Íslendingur.
Eða svona þannig,“ segir Steinunn
um Arnþór sem fluttist til Svíþjóð-
ar tveggja ára gamall 1978 og býr í
Stokkhólmi.
„En maður fékk það alveg á til-
finninguna, eða ég fékk það alla-
vegana á tilfinninguna, að þau sem
voru að semja þessi lög hafi alveg
verið fólk sem hefur heyrt Euro-
vision-lög áður.“
Strax sígild
Steinunn spáir The Story of Fire
Saga lang varandi v insældum
sem líklega muni þó vara lengst á
Íslandi. „Ég held þetta sé, eins og
einhver reyndar orðaði það og ég
ætla bara að fá að stela því, „instant
klassík“ sko. Eða svona „költ“ klass-
ík.
Þetta er náttúrlega mynd um
ákveðið „költ“ fyrirbæri þannig
að hún er „költ“. Myndin. Kannski
ekkert sérstaklega utan Eurovision-
aðdáendaheimsins en virkar vel
þar og meðal Íslendinga sem verða
kannski mest í því í framtíðinni að
vitna í hana og tala um hana. En
ég held samt að hún eigi alveg eftir
að vekja áhuga áfram og hafa smá
svona „költ status“ innan alls Euro-
vision-aðdáendaheimsins.“
Og hann er stór og teygir sig í það
minnsta alveg til Ástralíu, eða hvað?
„Já, hann nær út um allan heim,
sko. Bara eiginlega. Ég hef kynnst
fólki frá Suður-Ameríku, Norður-
Ameríku og Afríku meira að segja,
Suður-Afríku aðallega, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi og svo náttúrlega
Evrópu í gegnum Eurovision.“
Það er náttúrlega fegurðin í þessu.
Þetta sameinar.
„Já,“ svarar Steinunn afdráttar-
laust og slær síðan eðlilegan var-
nagla. „En þú veist, kannski fyrir
fólk sem hefur aldrei horft á Euro-
vision og veit ekkert um Euro-
vision, þá er þetta kannski ekkert
áhugaverð kvikmynd.“
toti@frettabladid.is
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ