Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 28
Sesselja fæddist 5. júlí 1902 í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Kristínar Símonardóttur og
Sigmundar Sveinssonar. Sesselja
var tveggja ára gömul þegar faðir
hennar tók við rekstri veitinga-
hússins Valhallar á Þingvöllum,
þar sem Sesselja ólst upp í mikilli
nálægð við fagra náttúru. Sesselja
fékk vitrun á fermingardaginn
sinn og var strax ákveðin í að
láta til sín taka og láta gott af sér
leiða. Þó svo að á þeim tíma hafi
ekki legið fyrir í hvaða farveg hún
ætlaði að beina kröftum sínum,
vissi hún fyrir víst að henni var
ætlað það hlutverk að líkna og
þjóna þeim sem þurftu stuðning,
aðstoð og kærleika.
Sesselja stundaði nám í Dan-
mörku, Sviss og Þýskalandi og var
fyrsti Íslendingurinn sem lærði
umönnun þroskaheftra. Meðan á
dvöl hennar erlendis stóð kynntist
hún kenningum Rudolfs Steiners
sem áttu eftir að hafa veruleg áhrif
á allt hennar starf á Sólheimum.
Hún tileinkaði sér kenningar hans
á sviðum uppeldis-, heilbrigðis- og
skólamála ásamt hugmyndum
Steiners um jarðrækt og lífræna
ræktun.
Mótaðar hugmyndir
Samhliða dvöl Sesselju erlendis
leituðu foreldrar hennar að
hentugum stað fyrir barnaheim-
ilið sem hana langaði að stofna.
Sesselja hafði mjög mótaðar
hugmyndir og sýn. Hún vildi ekki
að þetta yrði stofnun, heldur
venjulegt sveitaheimili, á stórri
jörð, helst jörð með heitu vatni og
jafnvel hver. Ýmsir staðir komu
til greina, svo sem jarðir í Kjós og
á Álftanesi, en jörðin Hverakot í
Grímsnesi þótti hentugust og hafði
orðið fyrir valinu vorið 1930 þegar
Sesselja kom heim til Íslands.
Ein meginástæðan fyrir valinu
á jörðinni Hverakoti var að á
jörðinni var og er, hver og heitt
vatn, sem Sesselja hugðist nýta til
húshitunar og ræktunar. Margir
töldu það óráð að stofna barna-
heimili á svo afskekktum , en
Sesselja hélt sínu striki og naut til
þess hvatningar sr. Guðmundar á
Mosfelli og Önnu konu hans. Með
styrk frá Reykjarvíkurbæ til hús-
byggingar og láni úr sjóði barna-
heimilisnefndar þjóðkirkjunnar,
var draumurinn um Sólheima
Frumkvöðullinn Sesselja
Saga Sólheima er lengst framan af samofin lífi og starfi merkiskonunnar Sesselju Hreindísar Sig-
mundsdóttur. Hún vann brautryðjendastarf fyrir börn auk þess að vera mikill umhverfissinni.
Sesselja Hreindís á tröppunum á
Sólheimum í Grímsnesi.
Sólheimar árið 1957. Síðan þá hefur verið mikil uppbygging á svæðinu og
gróðurinn hefur þar fyrir utan vaxið mikið. Það er fallegt á Sólheimum.
Sesselja með
börnum sem
dvöldu á Sól-
heimum.
orðinn að veruleika. Þann 5. júlí
1930 á 28 ára afmælisdaginn
sinn stofnar Sesselja Sólheima á
jörðinni Hverakoti og þann dag
komu fyrstu fimm börnin til
hennar og nokkru síðar bættust
önnur fimm við.
Frumkvöðull í
lífrænni ræktun
Sólheimar voru stofnaðir sem
barnaheimili, einkum fyrir börn
sem bjuggu við erfiðar heimilis-
aðstæður svo sem foreldramissi
eða veikindi foreldra. Einnig
voru tekin börn til sumardvalar.
Haustið 1931 kom fyrsta þroska-
hefta barnið að Sólheimum, en þá
voru engin úrræði til á Íslandi fyrir
þroskahefta og þess voru dæmi
að þroskaheft fólk væri geymt í
útihúsum.
Sesselja var frumkvöðull í
lífrænni ræktun, ekki aðeins
á Íslandi heldur líka á Norður-
löndum og er í raun fyrsti íslenski
umhverfissinninn. Eftir að Sesselja
f lutti til Íslands 1930 stóð hún í
bréfaskriftum við fjölda fólks í
Danmörku, Þýskalandi, Hollandi,
Englandi og Sviss, m.a. um lífeflda
ræktun (bio-dynamics) og mann-
speki og ferðaðist hún reglulega til
þessara landa. Meðal þeirra sem
hún átti í bréfaskiptum við voru
dr. Karl König, stofnandi Camp-
hill-hreyfingarinnar í Bretlandi,
Sólveig Nagel frá Noregi og Caritu
Stenback frá Finnlandi, en þær
voru frumkvöðlar í málefnum
þroskaheftra í sínum heima-
löndum.
Sesselja giftist Rudolf Richard
Walter Noah, 17. mars 1949.
Noah var þýskur tónlistarmaður
og kennari sem kom til Íslands
1935, en var handtekinn af breska
hernum 5. júlí 1940 og fluttur í
fangabúðir til Englands. Noah fékk
ekki leyfi til að koma til Íslands
fyrr en 1949 eftir níu ára fjarveru.
Hann fór aftur til Þýskalands 7.
mars 1953, án þess að Sesselja og
hann skildu formlega. Noah lést í
Þýskalandi 1967. Sesselja ættleiddi
tvö börn, Hólmfríði og Elvar, og
ól upp 14 fósturbörn. Elvar lést
27. nóvember 1963. Sesselja lést á
Landakotsspítala í Reykjavík 8.
nóvember 1974, 72 ára gömul.
Fatlaðir og ófatlaðir
Sesselja lagði ávallt áherslu á að
Sólheimar væru heimili en ekki
stofnun og að fatlaðir sem ófatlaðir
deildu kjörum í daglegu lífi og
starfi. Á Sólheimum markaðist
upphaf þeirrar stefnu sem nefnd
er samskipan fatlaðra og ófatlaðra,
eða blöndun, en sú stefna var
ekki þekkt erlendis fyrr en um og
eftir 1970. Sólheimar voru alla tíð
skráð barnaheimili, en 1984 var
þess krafist að Sólheimar væru
skráðir vistheimili og var svo í
níu ár, þar til vistun fatlaðra lauk í
janúar 1994 á Sólheimum. Á þeim
tímamótum tóku fatlaðir upp
sjálfstæða búsetu á Sólheimum.
Þeir fá greiddar örorkubætur í stað
vasapeninga vistmanna og greiða
leigu fyrir sitt húsnæði og standa
straum af kostnaði við eigið heim-
ilishald. Fatlaðir íbúar eru nú 42,
af um rúmlega eitt hundrað íbúum
Sólheima.
Fljótlega eftir að Sólheima-
húsið var risið, var farið að huga
að frekari uppbyggingu. Selhamar
er fyrsta húsið sem sérstaklega er
byggt fyrir þroskahefta á Íslandi.
Húsið var reist 1932-1933, en
Alþingi styrkti framkvæmdina
með 15 þúsund króna framlagi.
Sólheimahúsið og Selhamar voru
lengi einu íbúðarhúsin á Sól-
heimum, eða þar til 1962 að húsin
Sveinalundur og Lækjarbakki voru
byggð og síðan Hvammur, Birki-
hlíð og Fagrabrekka árið 1970.
Byggingafélagið Goði gaf Sólheim-
um sundlaug 1942, sem byggð var
við hliðina á Sólheimahvernum.
Sundlaugin var endurbyggð af
Lionsklúbbnum Ægi 1980.
Þróun í uppbyggingu
Viðbygging við Sólheimahúsið var
tekin í notkun þann 7. maí 1966,
en hún hýsir borðsal, eldhús og
þvottahús í kjallara. Með þessum
byggingum var kominn vísir að
þéttbýli að Sólheimum. Fyrstu
fimm árin var enginn sími á Sól-
heimum og rafmagn fékkst ekki
fyrr en 1956 eftir mikla baráttu,
þrátt fyrir að stærstu raforkuver
landsins væru í hreppnum. Vind-
mylla var sett upp á Sólheimum
1943 og framleiddi hún rafmagn
fyrir lýsingu í Selhamri og í Sól-
heimahúsi, en um var að ræða 32
volta rafstöð.
Sesseljuhús var formlega tekið í
notkun 5. júlí árið 2002, þegar eitt
hundrað ár voru liðin frá fæðingu
Sesselju. Húsið er sýningarhús um
sjálf bærar byggingar og fræðslu-
miðstöð fyrir umhverfismál. Sól-
heimakirkja var vígð 5. júlí 2005 á
75 ára afmæli Sólheima.
Útgefandi:
Torg ehf
Veffang:
frettabladid.is
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumaður auglýsinga:
Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSÓLHEIMAR 90 ÁRA