Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 54
Ferðaþjónustan á Sólheimum er í boði fyrir alla, en það er eitthvað sem margir átta sig ekki á. Sesseljuhús er fræðslusetur um umhverfismál og sýningar­hús um sjálf bærar og vist­ vænar byggingar, sem er staðsett á Sólheimum í Grímsnesi. Þar fer fram fræðsla um umhverfismál og haldin eru námskeið, málþing og fundir, ásamt því að þar er sýning um umhverfismál allan ársins hring. „Sólheimar eru elsta umhverfis­ þorp í heimi og hugmyndin á bak við stofnun Sesseljuhúss var að með þá sérstöðu þyrfti að vera hér umhverfissetur sem geti frætt fólk um umhverfismál,“ segir Skarp­ héðinn Guðmundsson, forstöðu­ maður Sesseljuhúss og ferðaþjón­ ustu Sólheima. „Sesseljuhús umhverfissetur er fyrsta sjálf bæra byggingin á Íslandi og þegar það var opnað var hér stærsta sólarsella á landinu,“ segir hann. „Húsið er líka með frábæran ráðstefnusal sem hópar geta leigt fyrir ráðstefnur, fundi eða námskeið. Það er líka töluvert um að erlendir háskólar nýti aðstöðuna til að læra um umhverfismál. Yfir vetrartímann er húsið leigt út í allt að þrjá mánuði í senn og á því tímabili getur hópurinn nýtt alla aðstöðuna hér,“ segir Skarphéðinn. „Húsið hefur verið sérstaklega vinsælt hjá bandarískum skólum sem sérhæfa sig í námi tengdu umhverfisvernd og það er boðið upp á lærlingsstöður hér. Menningarveisla Sólheima Allir velkomnir til Sólheima Á Sólheimum er að finna umhverfissetrið Sesseljuhús, þar sem fólk fær alls kyns fræðslu um umhverfismál og ráðstefnur, fundir og námskeið fara fram. Þar er einnig öflug ferðaþjónusta. Skarphéðinn Guðmunds- son segir að almenningur sé velkominn í Sól- heima allt árið um kring. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR fer fram á hverju ári yfir sumar­ tímann og þá er alltaf einhvers konar sýning sett upp sem tengist umhverfismálum. Þá getur almenningur komið og skoðað hana, ásamt ýmsu fræðsluefni um vistvænar byggingar, sem er alltaf í boði,“ segir Skarphéðinn. „Þar sem útleigan er í gangi yfir veturinn koma flestir gestir til okkar yfir sumarið, en fólk er auðvitað alltaf velkomið.“ Tvö gistihús og tilboð í gangi „Ferðaþjónustan á Sólheimum er í boði fyrir alla, en það er eitthvað sem margir átta sig ekki á. Margir halda að Sólheimar séu lokaðir fyrir almenning og telja að það þurfi boð, eða að eitthvað sérstakt sé að gerast til að þau séu velkomin þangað, en það er alls ekki rétt,“ segir Skarphéðinn. „Við erum með tvö gistiheimili sem eru mjög ólík. Annað er nær því að vera farfuglaheimili, en hitt, Veghús, er með glæsileg herbergi með sérbaðherbergi í hótelstíl. Við viljum hvetja Íslendinga til að koma að heimsækja það,“ segir Skarphéðinn. „Hér býðst umhverf­ isvæn gisting í umhverfisþorpi og morgunmatur er innifalinn, en hann er allur unninn úr nærum­ hverfinu. Í sumar bjóðum við upp á glæsileg tilboð og allir sem leigja gistingu fá líka leiðsögn um Sólheima og kynningu á starf­ seminni. Við höfum líka verið að taka á móti alls kyns hópum og getum sérsniðið dagskrá og veitingar að þörfum hópsins,“ segir Skarp­ héðinn. Slógu í gegn á Instagram „Við erum að reyna að opna augu fólks fyrir Sólheimum, en þetta hefur verið mjög vinsæll staður hjá útlendingum vegna staðsetningar og sérstöðu sinnar. Það eru allir velkomnir, það þarf ekki einu sinni að hringja á undan sér og það er opið alla daga. Við höfum náð ágætis árangri við að kynna okkur eftir að far­ aldurinn hófst með því að tileinka okkur samfélagsmiðla enn frekar með aukna áherslu á Instagram,“ segir Skarphéðinn. „Það hefur gengið mjög vel, við bættum við okkur tæplega 4.000 fylgjendum. Það er hægt að fylgjast með okkur undir notandanafninu solheimar­ eco og þar eru upplýsingar um daglegt líf á Sólheimum, alla við­ burði og tilboð auglýst.“ Guðmundur Steinsson, for­stöðumaður Ölurs, segir að skógræktarstöðin hafi verið enduropnuð í fyrrasumar, eftir að hafa verið lokuð um nokkurt skeið. Ölur er eina lífrænt vottaða skógræktarstöðin á Íslandi. „Við framleiðum tré fyrir Skóg­ rækt ríkisins, en við erum líka með gróðurhús sem við köllum Litla Eden. Gróðurhúsið er 660 fer­ metrar og við erum að fylla það af ávaxtatrjám,“ segir Guðmundur. Ávaxtaræktunin er tilraun sem er styrkt af atvinnu­ og nýsköpun­ arráðuneytinu. Á næstu tveimur til þremur árum er markmiðið að fylla gróðurhúsið af ávaxtatrjám og framleiða tvö til þrjú tonn af lífrænt ræktuðum ávöxtum árlega. Í dag eru ræktuð epli, plómur, aprí­ kósur, ferskjur, kirsuber, perur og vínber í gróðurhúsinu. Ávextir í áskrift „Draumurinn hjá mér er að selja ávextina í áskrift. Fólk kaupir þá ákveðið magn á mánuði og getur sótt ávextina sína í einhverja verslun í Reykjavík. En við ætlum líka að selja eplin á Sólheimum og búa til besta eplapæ í heimi. Það verður selt á kaffihúsinu hérna á Sólheimum. Þetta eru gæða ávextir og takmörkuð auðlind og þeir verða ekki seldir í stórmörkuðum. Ávaxtatrén eru lífrænt ræktuð, en þau fá túnstimpil næsta sumar þegar við förum að selja eitthvað að ráði. Ávextirnir eru ræktaðir eftir öllum aðferðum lífrænnar ræktunar og við notum ekkert Ætla að búa til besta eplapæ í heimi Skógræktarstöðin Ölur er lífrænt vottuð skógræktarstöð þar sem ræktuð eru tré, en líka ýmsir ávextir eins og epli og plómur. Garðyrkjustöðin Sunna ræktar tómata, gúrkur og fleira grænmeti. Guðmundur Steinsson ræktar ýmiss konar ávexti í Litla Eden. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Piotr ræktar lífrænt grænmeti á Garðyrkjustöðinni Sunnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR eitur,“ útskýrir Guðmundur. Auk gróðurhússins er Garð­ yrkjustöðin Ölur með 170 hektara lands, sem notað er í skógrækt. „Við fáum plöntur frá Skógrækt ríkisins sem við gróðursetjum, og stækkum þannig skóginn okkar. Núna í sumar erum við að planta 16.000 trjám í landi Sólheima. Það er ákveðin kolefnisjöfnun í því. Við erum með samninga við Alvogen og félags­ og barnamála­ ráðuneytið um að gróðursetja tré í okkar landi til að kolefnisjafna allar þeirra ferðir. Til framtíðar erum við einnig að rækta skóg til nytja,“ segir Guðmundur. „Hjá Ölri hafa skapast störf fyrir fatlaða íbúa Sólheima sem koma hingað og hjálpa til við að reyta arfa og fleira. Það er góð tilfinning að koma inn í gróðurhúsið. Fólk talar um að það sé algjör himna­ ríkisslökun. Alveg frá því í mars, þegar trén byrja að blómstra og svo þegar ávextirnir byrja að myndast og það kemur góður ilmur frá þeim. Það er dásam­ legt að fylgjast með þessu. Það er ákveðinn heilunarmáttur í því fyrir alla.“ Fjölbreytt, lífrænt grænmeti Í Garðyrkjustöðinni Sunnu hefur frá upphafi verið ræktað lífrænt grænmeti. Sesselja Hreindís Sig­ mundsdóttir var frumkvöðull í líf­ rænni ræktun, en almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki bara á Íslandi heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum. Sólheimar voru valdir undir starfsemina meðal annars vegna jarðhitans. Í Sunnu eru ræktaðar gúrkur, tómatar, papr­ ikur og ýmiss konar salat. „Við notum engin eiturefni í framleiðslunni. Áburðurinn sem við notum er allur lífrænn, til dæmis hrossatað, kjúklingaskítur og þari,“ segir Piotr Dera, forstöðu­ maður Sunnu. „Hér vinna að jafnaði 6­8 manns og við framleiðum árlega um það bil 30 tonn af grænmeti. Það koma líka reglulega starfsnemar að vinna hjá okkur sem eru til dæmis að læra um sjálf bærni og lífræna ræktun.“ Grænmetið frá Sólheimum er selt í stórmörkuðum, en Sólheimar eru um þessar mundir að opna markað með grænmeti á Hvols­ velli. „Í framtíðinni langar okkur að opna fleiri litla markaði og selja f leiri tegundir af grænmeti,“ segir Piotr. 8 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSÓLHEIMAR 90 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.