Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 56
Lyktarskynið er staðsett í randkerfi heilans og er á sama stað og tilfinningarnar og minningarnar. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Þær Elín Hrund Þorgeirsdóttir og Sonja Bent eru konurnar á bak við Ilmbankann. „Við erum búnar að vera að vinna saman í þrjú ár og fyrir tveimur árum fengum við styrk frá Tækni- þróunarsjóði til þess að rannsaka eimingu á íslenskum jurtum,“ skýrir Elín frá. Takmörkuð hefð á Íslandi Viðfangsefni verkefnisins er umfangsmikið. „Þó að við höfum notað jurtirnar okkar á Íslandi í matargerð og lækningar alls konar, þá höfum við í rauninni mjög takmarkaða hefð fyrir því að eima þær til þess að ná úr þeim ilmkjarnaolíu. Það eru hverfandi heimildir til um það.“ Þær Elín og Sonja hafa því unnið hörðum höndum að því að rann- saka leiðir til þess að fanga ilm íslenskra jurta. „Þannig að síðast- liðin tvö ár erum við búnar að vera að rannsaka hvort það sé hægt að ná ilmkjarnaolíu og hvernig sé best að gera það. Svo höfum við reyndar líka verið að finna aðferðir til að ná ilm úr jurtunum almennt, með öðrum aðferðum.“ Íslenskar jurtir leiddar til lyktar Um síðustu helgi var sýningin Ilmbankinn opnuð í Álafosskvosinni. Þar gefst gestum á öllum aldri kostur á að rækta lyktarskynið með ýmiss konar ilmtengdri upplifun. Lykt er sögu ríkari. Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir hvetja fólk til þess að leika sér meira með lyktarskynið. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Útfærsla verkefnisins er marg- þætt. „Markmiðið okkar var að búa til gagnagrunn og þegar verk- efninu væri formlega lokið þá ætl- uðum við alltaf að opna sýningu með niðurstöðum rannsóknar- innar. Það höfum við semsagt gert núna með Ilmbanka íslenskra jurta, en rannsóknarverkefnið heitir það líka,“ útskýrir Elín. Leika með lyktarskynið „Ilmbankinn er í rauninni safn þar sem við erum að vinna með lyktarskynið og leika okkur svo- lítið með það. Við erum að opna það undir nafninu Nordic Angan, sem er okkar vörumerki, en undir því starfrækjum við bæði hönn- unarstúdíó og eimingarstofu, þar sem við erum að hanna ilmtengdar vörur og ilmupplifun. Þar erum við að kynna þetta fyrir almenn- ingi og leika okkur með lyktar- skynið. Við viljum fá fólk til að nota það meira.“ Það sé raunar hálfgerð hornreka meðal skynfæranna. „Lyktarskyn- ið hefur verið dálítið út undan þó að fólk noti það alltaf. Það er ekki mikið talað um það. Á sýningunni getur fólk bæði þefað af alls konar íslenskum jurtum, svo erum við líka með ilmsturtuna sem við kynntum á HönnunarMars í fyrra og fékk gríðarlega athygli.“ Lyktarskynið bjóði upp á marga, ókannaða möguleika. „Svo erum við líka að kynna aðrar ilmupp- lifanir því við höfum verið að vinna, í þessu ferli, að því að tengja lyktarskynið við tilfinningar. Lyktarskynið er öðruvísi en önnur skynfæri, því það er ekki hægt að mæla það án þess að hafa alltaf með okkar persónulegu skynjun í rauninni. Það er staðsett í rand- kerfi heilans og er á sama stað og tilfinningarnar og minningarnar. Þess vegna er þetta svona ofsalega samtengt og við erum mikið að spila inn á þetta.“ Ævintýraleg upplifun Óhætt er að fullyrða að Ilmbank- inn sé alveg sér á báti. „Þetta safn er auðvitað alveg einstakt, það er ekk- ert annað safn þar sem áherslan er á ilm íslenskrar náttúru.“ Blaðamaður spyr Elínu þá hvort Það er kjörið að heimsækja Ilmbankann um helgina. MYND/JONNY DEVANEY íslenskar jurtir hafi einhverja sér- stöðu. „Við höfum verið að senda okkar ilmkjarnaolíur út til Kanada í efnagreiningu, þar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að efnagreina ilmkjarnaolíur alls staðar að úr heiminum. Við höfum fengið mjög skemmtileg viðbrögð þaðan og þeim finnst þetta líka fróðlegt, en ilmkjarnaolíurnar frá Íslandi hafa yfirleitt reynst mjög öflugar. Þær hafa oft mælst með hærra hlutfall af efnum sem eru til dæmis verkjastillandi eða bólguhemjandi en sams konar tré annars staðar úr heiminum. Við vitum auð- vitað ekkert nákvæmlega hvers vegna það er en það kemur bara skemmtilega á óvart.“ Tilvalinn helgarrúntur Viðtökurnar við Ilmbankanum hafa verið vonum framar. „Við opnuðum sýninguna um síðustu helgi og fjöldi manns kom og heimsótti okkur. Við höfum fengið gríðarlega jákvæð og góð viðbrögð sem er mjög skemmtilegt, því fólk á öllum aldri virðist hafa gaman af að skoða þetta og velta þessu fyrir sér. Svo erum við staðsettar í Ála- fosskvosinni sem er einstaklega fallegt svæði og nálægt náttúrunni svo við erum alveg á réttum stað.“ Elín hvetur áhugasama til að leggja leið sína í Mosfellsbæ um helgina. „Það er náttúrulega mjög skemmtilegt að fara í bíltúr upp í Mosó, kaupa grænmeti í Mos- skógum og kíkja á Ilmbankann. Svo eru líka tónleikar á Gljúfra- steini á sunnudögum svo það er nóg um að vera.“ Ilmbankinn er staðsettur á Álafossvegi 27, í bakhúsinu. Frekari upplýsingar má nálgast á nordicangan.com Sýningin er ekki síður falleg en ilmandi. MYND/JONNY DEVANEY LÍKA Á SUMRIN! júní júlí ágúst 88% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldurs- bilinu 18-49 ára lesa Fréttablaðið daglega allan ársins hring *meðallestur þeirra sem lesa bara Fréttablaðið og þeirra sem lesa Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild: Prentmælingar Gallup apr. - júní og júlí - sept. 2019. – mest lesna dagblað landsins, líka á sumrin Það borgar sig ávallt að auglýsa í Fréttablaðinu 88% 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.