Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 36
Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu og lokuðu farmsvæði Grundartangahafnar og almennri hafnargæslu þar. Vakt er allan sólarhringinn samkvæmt 8 tíma vaktakerfi. Starfsstöð starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar. * Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi auk annarra starfa tengt starfssviði viðkomandi starfs. * Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Um gæslu farmsvæðisins gilda ákvæði laga um hafnavernd og því er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 31. júlí n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Jafnréttisstofu. Vertu með í hópi sálfræðinga Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins HH auglýsir eftir sálfræðingum á 9 heilsu- gæslustöðvar bæði fullorðinssálfræðinga og barnasálfræðinga. Ráðið verður í 7 stöðugildi, bæði í hlutastöður og fullar stöður. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Ráðning er tímabundin til eins árs með hugsanlegri framlengingu. Ráðningartími er frá 1.september eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 50-100% Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2020 Nánari upplýsingar veitir Agnes Sigríður Agnarsdóttir agnes.agnarsdottir@heilsugaeslan.is sími: 852-1225 Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is undir laus störf og www.starfatorg.is Yfirvélastjóra og stýrimann vantar á tæplega 200 t. netabát sem gerður er út frá Suðurnesjum. Vinsamlegast hafið samband í s. 892 5522. Hlutfall: Contractor Tegund: Social Media Do you want to work from the comfort of your home? Application deadline July 30th Further information on Job Personalized Internet Assessor Yfirþroskaþjálfi Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa í 100% starf í Bjarkarás, Stjörnugróf 9. Um er að ræða vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og deild fyrir börn á leikskólaaldri. Vinnutími er frá 8.00-16.00 virka daga. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ber ábyrgð á og skipuleggur faglegt starf á vinnusvæðum í samvinnu við forstöðumann • Veitir starfsmönnum faglega ráðgjöf og fræðslu • Umsjón og eftirfylgd með dagskipulagi • Situr í fagteymi vinnu og virkni. Teymið ber ábyrgð á faglegu starfi, sér til þess að unnið sé eftir ríkjandi hugmyndafræði og samræmir daglegt skipulag milli starfsstöðva • Vinnur eftir gæðaviðmiðum og lýsingum úr þjónustu- samningum • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans Hæfniskröfur: • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi til að starfa sem þroskaþjálfi eða háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hug- myndfræði. • Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að til- einka sér nýjunar • Tölvufærni í word, excel og power point ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu Umsækjandi þarf að taka virkan þátt í innra starfi félagsins, hafa stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi. Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Heba Bogadóttir í síma 414- 0571/414-0540 á virkum dögum. Umsókn sendist á heba@styrktarfelag.is. Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www. styrktarfelag.is Staðan er laus frá 10. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomu- lagi. Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020 Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktar- félags. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.