Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 26
Ratleikja-appið mun alltaf koma til með að vera frítt. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Fyrsti ratleikurinn frá Sýslu, menningu og listum, verður settur í gang á Akranesi um helgina og hentar leikurinn sérlega vel fyrir fjölskyldufólk. Sýsla, menning og listir er lítið sprotafyrirtæki sem hefur verið að vinna með íslenskt hand- og hugverk, þar sem áhersla er lögð á að útbúa spil, leiki, þrauta- og hljóðbækur og snjallforrit. Nú er svo komið að fyrirtækið hefur framleitt glænýtt ratleikja-app sem er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna til þess að fagna sumrinu. Einnig er þetta hvatning til útiveru og ævintýralegra samverustunda. „Appið er stór- skemmtileg af þreying fyrir fólk á öllum aldri, en er hugsað fyrir krakka frá sirka 7 ára aldri og upp úr,“ segir Salome Friðgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Sýslu. „Hugmyndin að ratleikja- appinu kom upp fyrir ári þegar okkur fannst vanta skemmtilega afþreyingarleiki fyrir fjölskylduna á ferð um landið, sem væri í senn skemmtilegir og fræðandi. Í kjöl- farið fórum við að hanna grunn að ratleikja-appi og erum nú virki- lega ánægð með útkomuna,“ segir Salome. Fyrsti ratleikurinn á Akranesi þessa helgi Fyrsti ratleikurinn í ratleikja- appinu er á Akranesi um helgina og er kynntur í samstarfi við Írska daga þar í bæ. Að sögn Salome þarf alls ekki að vera kunnugur Akranesi til þess að taka þátt í leiknum. „Það er alltaf hægt að finna staðsetninguna með GPS- korti í leiknum. Einnig er hægt að fá vísbendingar, þannig að þetta ætti að vera nokkuð skemmtileg áskorun fyrir bæði kunnuga sem ókunnuga.“ Komdu í stjörnuleit Markmið ratleiksins er að ferðast um Akranes hvort sem er gangandi eða á hjóli og kynnast skemmtilegum stöðum í bænum, ásamt því að safna stjörnum sem birtast í forritinu við hin ýmsu kennileiti víðs vegar um Akranes. Til þess að finna ratleikjastoppin og vinna stjörnu þarf að smella á hnappinn „að byrja leitina“. Upplifðu Akranes í nýjum ratleik Það á að vera fínasta veður á Írskum dögum á Akranesi í dag og á morgun. Er þá ekki tilvalið að skella sér aðeins út úr bænum og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt með fjölskyldunni? Sýslu fannst vanta afþreyingamöguleika fyrir fjölskyldur á ferð og flugi um landið í sumar og hannaði þess vegna ratleikja appið. Mynd/Pétur Ásgeirsson. Væri ekki tilvalið að skella sér í ratleik á Akranesi um helgina? Um leið og smellt er á hnappinn opnast myndavél í símanum þar sem þú skannar með símanum yfir svæðið þar sem þig grunar að rétta stoppið sé. Ef þú hefur valið rétt svæði birtist stjarna, og til að halda áfram á næsta stopp þarf að smella á stjörnuna. Þess má geta að leikurinn hleður ekki niður neinum upplýsingum um notendur, en til að geta spilað leikinn þarf að gefa appinu aðgang að staðsetningu (location) og myndavél símtækisins. Frítt fyrir notendur Snjallforritið er aðgengilegt bæði á App Store og Google Play öllum að kostnaðarlausu. „Ratleikja- appið mun alltaf koma til með að vera frítt, en bæjarfélög, stofnanir eða fyrirtæki sem vilja starfa með okkur mega endilega hafa sam- band við okkur gegnum postur@ sysla.is og við setjum saman f lottan leik.“ Sýsla sér fram á að setja saman enn f leiri ratleiki vítt og breitt um landið. „Þá verða bæði leikir fyrir yngri kynslóðina, sem og ratleikir sem sniðnir eru að eldri kyn- slóðinni og þá með f leiri þrautum og leikjum,“ segir Salome. Laugardaginn 11. júlí gefur Féttablaðið út sérblaðið ÍSLENSKT GJÖRIÐ SVO VEL Fjalla á um framleiðslu íslenskra afurða, hvort sem það fellur undir húsgagna- og innréttingaframleiðslu, matvælaframleiðslu, fatnað, hönnun eða annað. Við viljum bjóða ykkar fyrirtæki að taka þátt og kynna ykkar þjónustu og/eða starfsemi. Tryggðu þér gott pláss í mest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfu . Allir sem hafa fermst vita ð dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.