Fréttablaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 34
Skólastjóri Klettaskóla
Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Klettaskóla lausa til umsóknar.
Klettaskóli við Suðurhlíð er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar og sérskóli fyrir nemendur með fötlun í 1.-10.bekk.
Í skólanum eru um 130 nemendur og þar starfa um 140 starfsmenn. Námið er einstaklingsmiðað og byggt á stöðu og for-
sendum hvers nemanda út frá styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru „Menntun fyrir lífið“. Áhersla er lögð á skóla-
þróun í takt við menntastefnu Reykjavíkurborgar, þarfir nemenda og rannsóknir í námi og kennslu nemenda með sérþarfir.
Undanfarin ár hefur verið unnið að innleiðingu starfshátta atferlisgreiningar þar sem unnið er eftir gagnreyndum aðferðum
til að hafa áhrif á nám og félagsfærni nemenda. Áhersla er lögð á að meta og mæla árangur af kennslu með markvissum
skráningum og mati. Skólinn hefur ráðgjafarhlutverk gagnvart öðrum grunnskólum í landinu varðandi menntun og skólastarf
fatlaðra nemenda. Við skólann starfar öflugur hópur starfsmanna og mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf og teymis-
vinnu. Mikið og gott samstarf er við foreldra, frístundaheimilið Guluhlíð, félagsmiðstöðina Öskju og stofnanir sem fara með
málefni fatlaðra barna.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og áhuga á að leiða metn-
aðarfullt skólastarf fyrir nemendur með fjölbreyttar námsþarfir.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við
aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins
í Reykjavík.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu
Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar
sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf
og fagmennska.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Viðbótarmenntun í sérkennslu og/eða reynsla af
sérkennslu og skólagöngu fatlaðra barna.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í
skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til
að nota starfsheitið kennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir,
mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að
vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
kopavogur.is
Leikskólastjóri
í leikskólann Álfatún
Leikskólinn Álfatún er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við
útivistarsvæðin í dalnum. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for-
ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og leikskóladeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og
menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2020.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Byggingafélag Námsmanna
auglýsir eftir smið í
viðhaldsteymi félagsins.
Helstu verkefni :
• Viðhaldsverkefni (stór og smá) á íbúðum félagsins
• Eftirlit með íbúðum og fasteignum
• Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil
• Þrif og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja
leigjendur.
Kröfur :
• Menntun á sviði húsasmíði eða sambærileg menntun
• Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar
• Rík þjónustulund
• Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til 20.júlí og skal öllum umsóknum
skilað með rafrænum hætti í tölvupósti á netfangið
bodvar@bn.is. Tilgreina skal helstu persónuupplýsingar
ásamt ferilskrá og menntun.
Öllum umsóknum verður svarað.
Byggingafélag námsmanna á og leigir út til námsmanna um
500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með yfir 150
íbúðir í byggingu og áformar að byggja um 150 íbúðir til við-
bótar á næstu 5 árum.
Ennfremur sér félagið um rekstur stúdentagarða
Háskólans í Reykjavík þar sem eru yfir 120 nýjar íbúðir og
130 íbúðir bætast við á árinu 2021.
HELGI
ÆTLAR AÐ
VERA GEIMFARI
LEIKSKÓLAR
REYKJAVÍKURBORGAR
Aðstoðar-
leikskólastjóri
óskast í Jörfa
Jörfi er fallegur fimm deilda leikskóli í
Bústaðahverfi. Við horfum til Dewey og
Caroline Pratt ásamt því að vinna með
vináttuverkefni Barnaheilla.
Menntastefnuverkefni Jörfa tengist læsi og við
erum í samstarfi við tónskóla Sigursveins og
Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Aðstoðarleikskólastjóri þarf að hafa
leikskólakennaramenntun, leyfisbréf sem
kennari og reynslu af starfi í leikskóla.
Starfið er laust frá og með 1. sept. nk., eða
eir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir
Bergljót Jóhannsdóttir s. 6939813
bergljot.johannsdottir@rvkskolar.is
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R