Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2020, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 17.07.2020, Qupperneq 19
Fyrirtækið hefur mjög ákveðna sýn á tæknina í kringum bíla-hleðslustöðvar. Við höfðum í nokkurn tíma velt fyrir okkur möguleikanum á að koma inn á markaðinn. Þetta töldum við þó ekki tímabært að gera fyrr en að nokkrum grunnskilyrðum uppfylltum,“ segir Magnús Jaró Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Magnús segir eina ástæðu þess að fyrirtækið ákvað að fara inn á bílahleðslumarkaðinn vera þá að þeir höfðu verið að setja upp hleðslustöðvar fyrir aðra og fannst vera horft skammt á veg í þeim efnum. „Menn voru að leggja of grannar lagnir og afkastalitlar hleðslustöðvar, en nú þegar raf- hlöður raf bílanna eru orðnar öfl- ugri þá tekur marga sólarhringa að hlaða bílana með slíkum hleðslu- stöðvum. Þegar bílarnir ganga ein- ungis fyrir rafhlöðum þá þarf að skipta út þessum gömlu stöðvum og leggja nýja kapla til að afköstin séu fullnægjandi. Þegar við sáum hvað EVBox var búið að leysa margar af þeim áskorunum sem blasa við, á borð við álagsdreifingu hleðslu, umsýslu hleðslukostnaðar og notkunar töldum við rétt að hefja innreið okkar á markaðinn og gerast endursöluaðilar EVBox hleðslutækja.“ EVBox er leiðandi alþjóðlegur framleiðandi hleðslustöðva, raf- hlaða og hleðslustjórnunarhug- búnaðar með meira en 125.000 hleðslustöðvar í meira en 70 löndum um heim allan. EVBox Auðveldum fólki að hlaða rafbíla heima og í vinnunni Bílahleðslan ehf. er systurfyrirtæki Rafvirkni ehf. sem starfað hefur í 35 ár á íslenskum markaði. Fyrirtækið býður upp á bílahleðslulausnir fyrir fjölbýlishús, fyrirtæki og einkaaðila. Bílahleðslan leggur áherslu á að fólk hlaði rafbílana sína á öruggan máta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bílahleðslan festi nýlega kaup á fimm hreinum raf- bílum frá BL. EVBox hleðslu- tækin bjóða upp á allt að 350kw hleðslu. fjölbýlishús og fyrirtæki. Hvort sem fólk er með bílakjallara, sér- merkt stæði á bílaplani eða bara bílaplan viljum við að auðvelt sé fyrir alla að hlaða heima,“ segir Magnús. „EVBox er með full- komna álagsstýringu til þess að rafmagnið í húsinu fari ekki yfir það sem er í boði.“ Bílahleðslan býður upp á tvenns konar hleðslustöðvar fyrir fjöl- býlishús. Elvi og BusinessLine. Elvi hentar fyrir alla bílakjallara og merkt bílastæði á bílaplani þar sem hver og einn hefur aðgang að sinni hleðslustöð. BusinessLine hleðslustöðin er fullkomin fyrir bílaplön sem eru ekki með merkt stæði. Allir íbúar geta hlaðið bílana sína og auk þess geta íbúar opnað stöðina fyrir gestum. BusinessLine hentar einnig vel fyrir fyrirtæki en að auki býður Bílahleðslan upp á PublicLine og DC-hraðhleðslustöð fyrir fyrir- tæki. PublicLine stöðvarnar geta hlaðið tvo bíla samtímis og eru útbúnar með kortalesara. DC- hraðhleðslustöðvarnar geta hlaðið þrjá bíla samtímis. Þær geta hlaðið allt að 125 km á 30 mínútum miðað við 50kw stöð og upp í 400 km á 15 mínútum með 350kw stöð. Carl Jónas Árnason, verkefna- stjóri hjá Bílahleðslunni, segir mikilvægt að fólk hlaði bílana sína rétt. „Mannvirkjastofnun gaf nýlega út bækling þar sem hún til- greinir fjórar hleðsluaðferðir. Þar er talað um hleðsluaðferð 2, þar sem bílnum er stungið í samband við venjulegan tengil í heimahúsi. Það er varað við að gera það þar sem slíkir tenglar henta ekki til hleðslu raf bíla nema í takmark- aðan tíma. Það hefur kviknað í tenglum og húsum út af rangri hleðsluaðferð.“ Carl tekur fram að eina rétta aðferðin við að hlaða raf bíla sé það sem Mannvirkjastofnum kallar hleðsluaðferð 3. Þá er notuð hleðslustöð við að hlaða bílana sem er fasttengd raflögn. Hver með sína stöð Magnús segir að við uppsetningu hleðslulausna fyrir húsfélög þurfi að fást samþykki fyrir aðgerð- unum. Húsfélög þurfa að geta boðið upp á þann möguleika að fólk geti hlaðið bílana sína heima en á sama tíma eru ekki allir sem þurfa að nota hleðslustöðvarnar. „Við erum með góða lausn á þessu. Við komum á staðinn og útbúum allar lagnir í bílakjallaranum eða á bílaplaninu og setjum upp töflu og tengjum hana. Þá er húsfélagið búið að uppfylla sínar skyldur og gera þeim íbúum sem þess þurfa mögulegt að hlaða raf bílana sína. Þeir íbúar sem nota raf bíl borga svo sjálfir fyrir lögn að sínu stæði og kaupa hleðslustöð. Þannig er enginn neyddur til að borga fyrir stöð sem ekki er notuð.“ Auk þess að bjóða upp á hleðslu- lausnir fyrir fjölbýlishús og fyrir- tæki rekur Bílahleðslan nokkrar sjálfstæðar hleðslustöðvar og stefnan er að fjölga þeim. „Við erum nýbúin að gera samstarfs- samning við Orku heimilanna um að nota rafmagn frá þeim. Bæði eru þeir ódýrastir á markaðnum og notast við 100% græna orku, sem okkur finnst mjög mikilvægt. Eins erum við búin að kaupa fimm glænýja hreina rafmagnsbíla fyrir fyrirtækið frá BL sem keyra á hreinni orku,“ segir Magnús að lokum. hleðslustöðvarnar eru búnar til úr polycarbonate og eru 100% endurvinnanlegar. Hleðslustöðvar þeirra hlóðu samanlagt um 900 milljón kílómetra árið sem þýðir að komið er í veg fyrir losun um 18.450 tonna af útblæstri koltví- sýrings árlega. EVBox rekur alla starfsemi sína á grænni orku. Fyrirtækið flokkar allan úrgang, prentar eins lítið og hægt er og innan skamms mun það nýta sólarorku í störfum sínum. Fyrir fjölbýlishús og fyrirtæki „Við hjá Bílahleðslunni erum stolt af að geta boðið Íslendingum upp á EVBox hleðslutækin en þau bjóða upp á allt að 350kw hleðslu. Við bjóðum upp á lausnir fyrir bæði KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 7 . J Ú L Í 2 0 2 0 HLEÐSLUSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.