Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Síða 29
TÍMAVÉLIN
Upp úr 1980 fóru tölvu-spil að verða æ algeng-ari sjón hér á landi og
byrjað var að tala um svokall-
aða tölvuspilasali.
„Undanfarin ár hafa tölvu-
spilakassar átt vaxandi
vinsældum að fagna. Allar
sjoppur sem vilja laða að
sér viðskiptavini, stilla upp
spilakössum. Einnig spretta
upp sérstakir tölvuspilasalir
og draga að sér unglingana.
Spilasalirnir bjóða upp á
æsispennandi leiki þar sem
furðuskepnur eru á fleygiferð
um skerminn í hinum furðu-
legustu leikjum.“
Þetta ritaði Gunnar Örn
Jónsson hjá Æskulýðsráði
Reykjavíkur í grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu í nóvem-
ber 1982.
Nokkrum mánuðum áður
birtist grein í Morgunblað-
inu undir fyrirsögninni:
„Tölvuspil – afþreying fram-
tíðarinnar?“ Fram kom að
tölvuspil hefðu náð miklum
vinsældum að undanförnu í
Bandaríkjunum, þaðan sem
þessi tæki væru upprunnin.
Þá kom fram að þótt tölvu-
spilin hefðu náð mestum vin-
sældum í Bandaríkjunum, þá
væru þau líka farin að skjóta
rótum í Evrópu.
„Ég tel þessa staði til lítils
gagns fyrir unglinga, og
af tvennu miður skemmti-
legu þá held ég að Hall-
ærisplanið sé æskilegri
samkomustaður,“ sagði
Hjalti Jónasson skóla-
stjóri Austurbæjarskóla í
samtali við Morgunblaðið
í apríl 1979. Á þeim tíma
voru fimm leiktækjasalir
starfræktir í Reykjavík.
Margir vildu meina að
leiktækin ýttu undir spila-
fíkn unglinga og að þörfin
fyrir að spila myndi leiða
þá inn á brautir þjófnaðar.
Meðal annars ritaði Adda
Bára Sigfúsdóttir, borgar-
fulltrúi, í Morgunblaðið í
mars 1979 að í leiktækja-
sölum væri leikin „sefjandi
tónlist og að þar væri and-
rúmsloft spilavíta.“
Tölvuspilasalir urðu að
félagsmiðstöðvum unglinga
Undir lok áttunda áratugarins spruttu leiktækja- og tölvuleikjasalir upp víða um
land. Mörgum var órótt og töldu „tölvuspilin“ ýta undir afbrot og unglingadrykkju.
Tölvuspilin voru meðal annars sögð vera „klakstöðvar góðs og ills.“ MYNDIR/TÍMARIT.IS
Talað var
um „nútíma
glymskratta,
„æsileiki“
og „sjoppu-
spilin.“
Auður Ösp
Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Lýsti blaðamaður tölvu-
spilunum sem tölvustýrðum
tækjum sem væru skilgetin
afkvæmi örtölvuþróunar-
innar. „Sá sem leikur tölvu-
spil hefur fyrir framan sig
litríkan skerm, þar sem alls
kyns kynjaverur gera árás,
hörfa undan eða hreinlega
éta andstæðinginn,“ ritaði
blaðamaðurinn og tók sem
dæmi Pac-Man tölvuleikinn
sem þá naut mikilla vin-
sælda.
14 staðir í Reykjavík
Í fyrrnefndri grein Gunnars
Arnar Jónssonar í Morgun-
blaðinu árið 1982, stakk hann
upp á að sérstöku „tölvuspila-
eftirliti” yrði komið á fót,
svipað og kvikmyndaeftir-
litið. Eftirlitið myndi fylgjast
með þeim leikjum sem boðið
væri upp á og benda á skað-
semi tölvuleikja og jafnframt
benda á jákvæða og þrosk-
andi tölvuleiki.
„Heimilistölva mun eiga
vaxandi vinsældum að fagna
og sumir tala um að 20 pró-
sent íslenskra heimila eigi
slík tæki nú þegar. Heimil-
istölva sameinar notagildi
og afþreyingarþátt tölvanna,
eru heimilin, félagasamtök
og veitingastaðir tilbúnir til
að nýta sér kosti tölvunnar
í framtíðinni eða verður
hún eingöngu afþreyingar-
miðill, eins og myndsegul-
bandið er í flestum tilfellum
í dag?“spurði Gunnar Arnar.
Sagði „sjoppuspilin“ mala
eigendum gull
Í maí 1983 var blásið til
málþings um tölvuspil og leik-
tæki á vegum Barnavernd-
arráðs Íslands. Um það leyti
voru starfræktir 14 tölvu-
spilastaðir í Reykjavík, en að-
eins tveir þeirra voru reknir
með leyfi lögreglustjóra.
Um 170 leiktæki voru stað-
sett víðs vegar um borgina,
allt frá einum kassa í sjoppu
upp í fleiri tæki í sérstökum
sölum. 140 Rauða kross
kassar voru í Reykjavík, en
Rauða kross kassarnir voru
einu tækin þar sem spilað
er um peninga og voru þeir
reknir með sérstakri heimild
dómsmálaráðuneytisins.
„Nú er talað um að „tölvu-
byltingin“ í heiminum sé
síst minni en iðnbyltingin
forðum,“ sagði Björn Líndal
í setningarræðu sinni á mál-
þinginu. Hann bætti síðan
við: „Sagt hefur verið, að
byltingin éti börnin sín, en
Barnaverndarráð telur það
skyldu sína, að koma af stað
umræðum um hvernig tölvur
geta stutt að bættu og betra
mannlífi, svo tölvubyltingin
geti orðið til góðs, bæði í leik
og starfi”.
Annar frummælandi, Mika-
el Karlsson, sagði „sjoppu-
spilin“ mala eigendum gull
og opna leiðir til skattsvika.
Spilin væru oft æsandi en
ómerkileg og skildu ekkert
eftir, ólíkt lestri, skák og
íþróttum.
Í niðurstöðum málþingsins
kom meðal annars fram að
leiktækjasalirnir væru eins-
konar klakstöðvar góðs og
ills.
„Þeir eru af hinu góða, þeg-
ar þeir eyða tölvuótta, veita
útrás fyrir árásarhvöt og
tengja jafnvel kynslóðirnar.
Hins vegar er og augljóst að
tækin eru dýr í notkun, færa
eigendum sínum skjótfeng-
inn gróða og hafa stuðlað að
auðgunarbrotum unglinga.
Félagsleg áhrif þeirra virðast
oft vera mjög neikvæð.“ n
FÓKUS 29DV 31. JÚLÍ 2020