Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 10

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Þingvangur hefur sett Klapparstíg 31 og Lauga- veg 23 á sölu. Fyrrnefnda húsið er eitt fyrsta húsið sem Guðjón Sam- úelsson teiknaði í miðborg Reykja- víkur. Það er á horni Laugavegar og Klapparstígs og hefur síðustu ár verið skreytt með vegglistaverki. Pálmar Harð- arson, fram- kvæmdastjóri Þingvangs, segir þetta eitt feg- ursta götuhorn miðborgarinnar. Því feli húsin í sér mikil tækifæri fyrir fjárfesta. Húsin tvö liggja að Brynjureit en Þingvangur byggði þar 70 íbúðir og eru 39 þeirra seldar. Spurður hvers vegna Þingvangur sé að selja verkefnið segir Pálmar að félagið hafi markað sér þá stefnu að verða fyrst og fremst verktaki. Þá hafi félagið mörg járn í eldinum. Ef húsin seljist hins vegar ekki muni Þingvangur fara með endur- bætur og uppbyggingu á reitnum. Skv. fasteignaskrá er húsið Klappar- stígur 31 byggt 1916 og því orðið eldra en 100 ára. Húsið er því friðað. Pálmar segir Laugaveg 23 sömu- leiðis vera friðað hús. Hins vegar sé heimilt að rífa síðari tíma viðbygg- ingu og færa húsið í upprunalegt horf. Þá sé heimilt að reisa nýja við- byggingu á baklóð sem tengi saman Laugaveg 23 og Klapparstíg 31. Húsið Laugavegur 23 er skráð 416,5 fermetrar en Klapparstígur 31 um 260 fermetrar. Samkvæmt heim- ildum blaðsins má ætla að markaðs- verð húsanna sé um 200 milljónir. Hafa ber í huga að húsin þarfnast endurnýjunar og að endurbygging gamalla húsa getur kostað sitt. Vinnur að bók um Guðjón Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er að vinna að bók um Guðjón Sam- úelsson sem kemur út síðar á árinu. Pétur segir Guðjón hafa teiknað Klapparstíg 31 árið 1916. „Fyrsta húsið sem er byggt eftir teikningu Guðjóns er Hverfisgata 14 árið 1912. Næst á eftir koma hús sem voru teiknuð árið 1916: Austur- stræti 7, Hafnarstræti 8 og svo Klapparstígur 31, sem á teikningu var kallað nr. 21 við Laugaveg. Klapparstígur 31 er ekki elsta húsið sem byggt er eftir teikningum Guðjóns en það er með þeim elstu. Íbúðarhúsin við Túngötu 20 og Skólavörðustíg 25 eru frá sama ári, sem og Austurstræti 16 (Reykja- víkurapótek) og Fríkirkjuvegur 7 (nú Listasafn Íslands),“ segir Pétur um þetta tímabil. Að sögn Péturs lauk Guðjón öðrum af þremur megináföngum í arkitektanámi sínu vorið 1915 og kom heim til Íslands í apríl. Það tíðkaðist þá að arkitektar tækju hlé frá námi á þessum tíma- punkti en lykju síðar lokaverkefni í náminu. Guðjón hefði verið á Íslandi þar til síðla árs 1917 en þá haldið utan til að ljúka náminu. Smárúðugluggar færu vel Guðjón var á þessu tímabili undir áhrifum af nýbarokkstefnunni sem birtist m.a. í sveigðum göflum og bogadregnum útskotum. „Það myndi fegra húsið Klappar- stíg 31 mikið ef það yrðu settir í það smárúðugluggar með upphaflegu sniði. Svo þarf að gera við múrinn. Annars er húsið nokkuð heillegt. Það yrði mikil prýði fyrir miðbæinn ef þetta hús yrði lagað. Það stendur á teikningu hússins að um sé að ræða hús Jóns Jónssonar. Sá sem byggði húsið var Jón Jónsson kaup- maður sem dó í spænsku veikinni árið 1918. Hann stofnaði verslunina Vaðnes sem var lengi í timburhúsinu sem var seinna kennt við Sirkus. Klapparstígur 31 var byggður fyrir verslunina Vaðnes og svo var íbúð á efri hæð,“ segir Pétur. Eitt fyrsta hús Guðjóns til sölu  Þingvangur setur Klapparstíg 31 í miðborg Reykjavíkur á sölu  Guðjón Samúelsson teiknaði húsið  Pétur Ármannsson arkitekt segir þetta eitt af fyrstu húsunum sem Guðjón teiknaði í miðborginni Ljósmynd/Þingvangur Byggt 1916 Húseignin Klapparstígur 31 er til sölu. Teikning/Guðjón Samúelsson Hús Jóns Svona teiknaði Guðjón Klapparstíg 31. Guðjón Samúelsson Hér má sjá drög að mögulegu útliti húsanna eftir endurbætur. Á myndinni lengst til vinstri má sjá hugmynd að útliti nýbyggingar sem snýr inn í portið að baklóð Brynjureits. Gert er ráð fyrir fjórum íbúðum á 2. og 3. hæð en atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Á efri myndinni til hægri má sjá hvernig þessi nýbygging verður norðan við Lauga- veg 23, eða svonefnt Macland-hús, og einni hæð hærra. Á neðri myndinni er horft á Klapparstíg 31 frá Klapparstíg. Búið er að teikna svalir sem snúa til vesturs. Pálmar Harðarson segir hug- myndir um að stækka stigahúsið til að uppfylla nútímakröfur um flóttaleiðir. Það sé þó óákveðið. Alls verði 6 íbúðir í húsunum. Nýbygging rísi norðan- megin sem snýr að porti Frá og með ný- liðnum áramót- um taka sýslu- mannsembætti landsins við greiðslum með kreditkorti, en fram að þessu hefur við- skiptavinum sýslumanna ein- ungis verið gef- inn kostur á að greiða með reiðufé eða debetkorti. Þá er nú einnig hægt að millifæra fjárhæðina sem verið er að greiða inn á reikning viðkomandi embætt- is en þá þarf að koma skýrt fram fyrir hvað sé verið að greiða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fagnaði breyt- ingunni í gær og sagði hana bæði tímabæra og „vonandi til einföld- unar fyrir alla“. Sýslumenn taka við kreditkortum Sýslumenn gefa m.a. út vegabréf. Teikningar/Arkþing Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.