Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALA 30-50%afsláttur Peysur • Bolir • Kjólar • Jakkar • Pils • Túnikur Sundföt fyrir sólarfríið Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Bikiní • Tankíni • Sundbolir Látin er í Kanada Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, 94 ára að aldri. Harpa var fædd 21. júní 1925 á Akureyri en hún lést 25. desember sl. í Toronto. Foreldrar Hörpu voru María Guðmunds- dóttir og Ásgrímur Pét- ursson. Harpa kvaddi í rósemd og návist fjöl- skyldunnar á jóladag. Harpa var leir- listakona, meistari í bridge og mikil áhuga- kona um heilsurækt. Harpa var eftirlifandi eiginkona dr. Páls Árdal, prófessors emeritus við Queen University Kingston (d. 25. mars 2003). Harpa og Páll eignuðust fjögur börn, þau Hall- fríði félagsráðgjafa, Maríu, leikstjóra og leikritahöfund, Stein- þór, forstjóra hjá Upplýsingastofnun heilbrigðismála í To- ronto, og Grím kvik- myndatökumann, tengdabörn, níu barnabörn og 10 barnabarnabörn. Harpa bjó í Edin- borg í 25 ár og síðar í Kingston, Ontario í Kanada í 45 ár. Harpa var þekkt fyrir leir- muni sína og hlaut viðurkenningar í þeirri listgrein. Hún spilaði tennis og iðkaði jóga langt fram á níræð- isaldur. Andlát Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, í Kanada Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Alls seldi ÁTVR tæplega 22,7 millj- ónir lítra af áfengi á árinu 2019. Er það aukning um 3,1% frá árinu á undan, þegar sala var rétt um 22 milljónir lítra. Viðskiptavinir ÁTVR voru um 5,1 milljón á árinu, sem jafngildir því að hver landsmaður með aldur til hafi verslað í ríkinu um 20 sinnum á árinu. Langvinsælasta tegundin, nú sem endranær, var lagerbjór. Alls seld- ust 16,5 milljónir lítra af lagerbjór á árinu, 2,1% meira en árið áður. Næst á eftir kom rauðvín, en af því seldust 1,9 milljónir lítra, 0,3% meira en árið áður. Þá jókst hvít- vínssala um 6,4% frá fyrra ári og seldust um 1,2 milljónir lítra. Mest aukning í sölu kampavíns og blandaðra drykkja Mest jókst salan á milli ára í flokki blandaðra drykkja, um 28,8%. Skammt undan koma freyði- vín og kampavín. Alls seldust 243.000 lítrar af freyði- og kampa- víni á árinu, 27,5% meira en árið á undan. Þá jókst sala á bjórteg- undum, öðrum en lagerbjór, um 14,9% og seldust tæplega 470.000 lítrar. Eini flokkurinn þar sem sala dregst saman á milli ára er ávaxta- vín. Sala á ávaxtavíni dregst saman um 13,9%, en alls seldust tæplega 250.000 lítrar af ávaxtavíni á árinu. Tveir söluhæstu dagar Vínbúðar- innar voru báðir í desember. Mest var umferðin á Þorláksmessu þegar 46.000 viðskiptavinir gerðu sér ferð í áfengisverslunina, en næstmest 30. desember er 43.000 versluðu. Freyðivín er sívinsælt í jólamán- uðinum og seldust alls rúmlega 44 þúsund lítrar freyðivíns í mánuð- inum eða 10,6% meira en í fyrra. Þar af kom um helmingur þeirrar sölu, um 21,7 þúsund lítrar, til milli jóla og nýárs. Sala á freyðivíni í desember og fyrir áramót Seldir lítrar desember 2018 og 2019 Sala á freyðivíni í desember 2019 Annasömustu dagar í vínbúðunum í desember 2019 Þús. viðskiptvina Seldir lítrar í desember Þar af milli jóla og nýárs Champagne, 9,5% Asti freyðivín, 8,4% Önnur freyðivín, 82,1% 46 43 Þorlálsmessa 30. desember Sala í desember 2018 2019 Breyting Champagne 4.300 4.223 -1,8% Asti freyðivín 4.272 3.741 -12,4% Önnur freyðivín 31.637 36.497 15,4% Samtals í des. 40.209 44.462 10,6% Milli jóla og nýárs 2018 2019 Breyting Samtals 26.-31. des. 21.112 21.693 2,75% 2018 2019 40,2 21,1 44,5 21,7 H ei m ild : V ín bú ði n 22,7 milljónir lítra seldar í ÁTVR  Lagerbjór var 77% af áfengissölu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínsala Landsmenn drukku meira á síðasta ári en árið þar áður. Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglu- stjóra (FMR) bárust 210 símtöl frá neyðarlínunni 112 frá klukkan 19.00 á gamlárskvöld og fram til 7.00 á nýársmorgun en venjulega fær miðstöðin um 200 símtöl frá neyðarlínunni á sólarhring. Þá eru ótalin öll önnur samskipti starfs- manna miðstöðvarinnar við lög- reglulið landsins í gegnum talstöð og síma. „Ríkislögreglustjóri starfrækir fjarskiptamiðstöð sem er stoðdeild við lögregluumdæmin í landinu og sinnir samræmingarhlutverki við lögregluliðin. FMR tekur við sím- tölum og verkefnum frá 112 sem ætluð eru lögreglu og forgangs- raðar þeim og annast stýringu alls útkallsliðs lögreglu til verkefna. FMR er því tengiliður borgaranna við lögregluna og jafnframt við lögreglumenn sem starfa úti á vettvangi,“ segir á vef lögregl- unnar. Þar segir að ríflega 70% allra erinda sem berist neyðarlín- unni flokkist sem lögregluverkefni og séu því flutt yfir til FMR til úr- lausnar. Miðstöðin veiti einnig lögreglu- mönnum á öllu landinu ýmsa þjón- ustu, til að mynda með uppflett- ingum í landskerfi lögreglunnar, LÖKE. Stöðugildi FMR séu 22 og þar af starfi 19 manns á sólar- hringsvöktum. 210 símtöl á tólf tímum  Mikið annríki hjá fjarskipamiðstöð RLS á nýársnótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.