Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Gæðavörur frá Ítalíu Ferskleiki og gæði Rana ferskt pasta – Suðutími 2 mínútur Pastasósurnar frá Cirio Auðveldar í notkun. Hitaðu sósuna við lágan hita í 2-3 mínútur á meðan pastað sýður og hrærðu svo saman við fulleldað pasta. Verið er að undirbúa brottflutning tuga þúsunda íbúa og ferðamanna í Nýja Suður-Wales-fylki og Viktor- íufylki í Ástralíu vegna gróðurelda sem loga nú á yfir 200 stöðum á suðausturströnd landsins. Herskip og þyrlur verða notuð til að flytja fólk frá svæðum sem ein- angrast hafa vegna eldanna. Fylkisstjóri Nýja Suður-Wales lýsti í gær yfir vikulöngu neyðar- ástandi vegna eldanna. Gerir það stjórnvöldum kleift að rýma svæði og loka vegum. Búist er við að eld- arnir muni halda áfram að breiðast út um helgina en veðurspár gera þá ráð fyrir hvassviðri og yfir 40 stiga hita. „Við tökum svona ákvarðanir ekki af léttúð en við viljum tryggja að gripið verði til ýtrustu ráðstaf- ana til að undirbúa það sem gæti orðið hræðilegur dagur á laugar- dag,“ sagði Gladys Berejiklian fylkisstjóri. Í Viktoríufylki hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi á nokkrum svæðum. Að minnsta kosti 18 hafa látist af völdum skógareldanna á síðustu vikum, þar af átta á nýársdag. Þá er 17 saknað í Viktoríufylki. Áætlað er að yfir 1.200 hús hafi orðið eldunum að bráð. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales skipuðu í gær ferðamönnum að yfir- gefa stór strandsvæði fyrir laug- ardag. Þá hefur ferðamönnum og íbúum á tveimur svæðum innar í landinu verið skipað að flýja eldana. Herskip er nú komið að strandbæn- um Mallacoota í Viktoríufylki og verður það notað til að flytja fólk á brott. Langar bílaraðir mynduðust á vegum sem liggja í átt að borgunum Sydney og Canberra. Einnig mynd- uðust bílaraðir við bensínstöðvar í bænum Batemans Bay. Íbúar í Nýja Suður-Wales hafa gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harð- lega fyrir að hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við ástandinu á austurströnd landsins. Hróp voru gerð að Scott Morr- ison, forsætisráðherra Ástralíu, í gær þegar hann kom til bæjarins Corargo í Nýja Suður-Wales en þar létust tvær manneskjur fyrr í vik- unni og fjöldi húsa varð eldinum að bráð. Tugir þúsunda flýja gróðurelda  Eldar loga á 200 stöðum í Ástralíu  Átján hafa látið lífið af völdum eldanna og sautján er saknað AFP/New South Wales Rural Fire Service Heiðraður Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóri Nýja Suður-Wales, nælir orðu á Harvey, 19 mánaða gamlan son slökkviliðsmannsins Geoffreys Keatons sem lét lífið í baráttu við gróðurelda, en Keaton var borinn til grafar í gær. AFP Slökkvistarf Þyrlur voru notaðar við slökkvistarf við bæinn Batemans Bay í Nýja Suður-Wales í gær. Íbúum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. Umfangið 2. janúar Sydney Port Macquarie Mallacoota Kjarreldar í Ástralíu Heimild: Vic Govt/ NSW Govt 50 km 50 km100 km NÝJA SUÐUR- WALES NÝJA SUÐUR- WALES CANBERRA VICTORIA Sydney Wollongong Kanangra-Boyd Yengo Blue Mountains Central Coast Mallacoota Bruthen Buchan Corryong Nýja Suður-Wales Victoria Leitað var úr þyrlum og flugvélum í gær að tveimur sjómönnum sem féllu fyrir borð af maltversku flutn- ingaskipi í Noregshafi um 180 sjó- mílur vestur af Sandnessjøen í Nor- egi. Björgunarmiðstöðin í Norður- Noregi fékk tilkynningu um málið laust fyrir hádegi að norskum tíma í gær. Fram kemur á heimasíðu mið- stöðvarinnar að mennirnir tveir hafi aðeins verið íklæddir vinnufötum en hvorki verið í björgunarbúningum né björgunarvestum þegar þeir féllu í sjóinn en þeir voru við vinnu á þil- farinu. Björgunarhringjum var kastað til mannanna en ekki var ljóst hvort þeir hefðu náð þeim. Ekki lágu fyrir nánari upplýsingar um það hvernig slysið varð. Aðstæður til leitar voru ekki góðar í gær, hvassviðri og 8 metra öldu- hæð. Þyrla frá olíuborpallinum Heidrun hélt til leitar og SeaKing, björgunar- þyrla fór einnig á svæðið. Til stóð að senda Orion-eftirlitsflugvél frá Andøya til að aðstoða við leitina í gærkvöldi. Skipið heitir Stara Planina og er í eigu búlgarska skipafélagsins Navi- bulgar en er skráð á Möltu. Féllu fyrir borð Sjómennirnir voru á flutningaskipinu Stara Planina sem er 186 metra langt og er með malarfarm. Þyrlur voru við leit á svæðinu í gær. Leitað að sjómönn- um í Noregshafi  Féllu fyrir borð af flutningaskipi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.