Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 19

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Snjókarl Kátir krakkar í Skorradal nýttu sér snjóinn um áramótin og bjuggu til voldugan snjókarl. Eggert Spurninguna í fyrirsögninni má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýs- ing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig munað er eftir honum? Svo er líka sá sannleikur, sem við viljum að eftir sé munað og skapi minningu. Það er stundum sagt að sekur sé sá er tapar, sigurvegarinn skrifi söguna og sá sannleikur verði sá er munað er eftir. Þegar Pílatus hafði spurt Jesús hvort hann væri konungur og Jesús hafði svarað: „Rétt seg- ir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn að ég beri sann- leikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd.“ Það var of mikið fyrir Pílat- us. Pílatus segir við hann: „Hvað er sann- leikur?“ Þannig hefur sannleikurinn velkst fyrir mannkyninu í full tvö þúsund ár. Jón Ólafsson sveitungi minn og frændi úr Grunnavík á að hafa sagt eitthvað á þá leið „sumir laga sér villur en aðrir lagfæra þær villur er aðrir laga sér“. Þannig hefur tekist að viðhalda einhverjum sannleika, en sannleikur óskhyggjunnar er líf- seigur. Sennilega mega menn aldrei tapa trúnni á helvíti til að viðhalda sannleikanum. Sannleikur í ævisögum Það er þáttur í bókaflóðum að þar renni fram ævisögur með sannleika. Sá er þetta ritar hefur gert sér far um það að lesa slíkar bókmenntir, sérstaklega í þeim tilgangi að kanna þau efni sem hann þekkir til og hefur verið þátttakandi í. Það hefur hann gert til þess að kanna sannleiks- gildi bókmennaverksins. Ef sá hluti er réttur kann að vera sannleikskorn í öllu hinu, sem hann þekkir ekki. Á sama veg; ef ranglega er farið um sannleikann þar sem hann þekkir til, er eðlilegt að álykta að allt annað sé jafn hæp- inn sannleikur. Víst er að sér- hver höfundur og sögumaður verður að fjarlægja sig eigin ævi til að geta fjallað um hana. Það er ekkert athugavert við að hafa skoðanir en skoðanir verða ekki sannleikur við að komast á bók. Sannleikur um Hafskip Sá er þetta ritar þekkir nokk- uð til sannleikans um Hafskip. Fjarlægt í eigin ævi. Hafskip voru ekki skip, heldur var það félag, sem þurfti að bjarga nokkrum sinnum frá því að sökkva. Ein björgunin var í því fólgin að til kom nýr megineigandi, en sá átti að koma með fjármuni til að bjarga félaginu. Fljótlega var hafist handa við að endurnýja óburðugan skipastól. Það gerðist með þeim hætti að banki einn lánaði fyr- ir 80% af kaupverði. Þau 20% af því sem upp á vantaði lagði hinn nýi eigandi fram með um- boðslaunum af viðskiptum með skipin, auk greiðslu í eigin vasa. Þannig lagði bankinn út fyrir öllu nýja skipinu og meira til. Þegar þessi viðskipti urðu mönnum ljós, var hafist handa við næstu lífgunartilraun með því að fá landslið íslenskra viðskiptamanna, undir forystu tveggja valinkunnra snillinga, til að bjarga félaginu. Sú björgun átti að fara fram á þann veg að landsliðsmennirnir áttu að leggja fram skuldabréf, sem áttu að greiðast með af- slætti af farmgjöldum í næstu framtíð. Einn farmflytjandi átti ekki að fá afslátt en það var bandaríska varnarliðið á Íslandi en það var nán- ast skyldugt að flytja vörur með þessu skipa- félagi. Landsliðsmennirnir lögðu lítið sem ekkert fram, en öll áhættan í lífsbjörginni lá hjá við- skiptabanka fyrirtækisins. Snillingarnir sáu fyrir sér að hægt væri að sækja á erlenda markaði. Lagt var til orustu um farmsiglingar yfir Atlantshaf. „Það eru stórkostlegir möguleikar. Við verðum að reyna þetta,“ sagði einn í liðinu. Skipin til siglinga til Íslands voru fjár- mögnuð upp í hæsta mastur með lánum frá bankanum en Atlantshafsorustan var háð með leiguskipum frá þýskri skipaútgerð, sem ann- aðist „Partrederei“ fyrir efnaða lækna og tann- lækna. Hvernig fór um björgunina? Þessi stórkostlega björgun endaði með meiri skelfingu en hinar fyrri því hin stórkostlega or- usta um Atlantshafið varð botnlaus hít, sum- part vegna yfirgripsmikillar vanþekkingar en ekki síður vegna reynsluleysis í skiparekstri og farmflutningum. Þegar það var fyrirséð að skip yrðu kyrrsett í erlendum höfnum ákvað bank- inn að ganga að sínum veðum og hin þýska út- gerð að rifta leigusamningum vegna vanskila. Í kjölfar greiðsluþrots varð gjaldþrot Hafskipa. Hver bjargar sér Bankinn reyndi að bjarga sér með því að selja öðru skipafélagi norsk skip, byggð til sigl- inga í Norðursjó, en ekki vel hæf til Íslandssigl- inga. Skipafélagið seldi skipin við fyrstu hent- ugleika niður í Miðjarðarhaf. Í þeirri vissu að þau myndu aldrei sigla til Íslands meir. Af þeim viðskiptum varð tap fyrir skipafélagið, en ósjálfbær samkeppni hvarf og það sem meira var, farmgjöld til og frá Íslandi lækkuðu, til hagsbóta fyrir land og þjóð. Mjög margir kröfu- hafar óskuðu eftir staðfestingu á gjaldþroti Hafskipa hjá bústjórum. Með þá staðfestingu í hendi greiddu tryggingafélög kröfuna án þess að gerð væri krafa í þrotabúið. Endalokin Þegar upp var staðið, átta árum eftir gjald- þrotið, greiddust 65% upp í lýstar kröfur, vaxtalaust. Það kann að vera afrek að hafa náð 65% skilum. En gjaldþrot var það og skiptir þá ekki máli hver kann að hafa verið við- skiptabanki Hafskipa. Og hver átti að koma til bjargar landsliði ís- lenskra viðskiptamanna? Átti íslenska ríkið að koma til bjargar landsliði, sem hafnar ríkisaf- skiptum? Um margt eru viðbrögð við gjaldþroti WOW svipuð og við gjaldþroti Hafskipa. WOW gerði út á Ábyrgðasjóð launa og snillingarnir og landsliðið gerði út á góðvild banka. En, það er ekki hlutverk banka eða ríkis að halda úti skipafélagi. Annar snillinganna í Haf- skipum reyndi aftur fyrir sér og þá í alvarlegum bankarekstri. Það fór mjög illa og við borð lá að snillingurinn tæki landið með sér í gjaldþroti bankans. Þá átti ríkið einnig að bjarga brölti snillingsins. Mannréttindi og sannleikur Það eru alkunn mannréttindi að hver má vera svo heimskur sem hann vill. En sú krafa er gerð til manna í viðskiptum, að hver skal vera sjálfum sér samkvæmur. En það fær ekki stað- ist að gera út á Ábyrgðasjóð launa og beiðni um ríkisbjörgun í einu orðinu en hafna ríkisaf- skiptum í öðru orðinu. Hafskip urðu gjaldþrota árið 1985. Fyrri björgunaraðgerðir dugðu engan veginn og að lokum bar stjórn félagsins að afhenda félagið til gjaldþrotaskipta þegar enginn vilji var hjá eig- endum til að bjarga félaginu. Eftir Vilhjálm Bjarnason »En það fær ekki staðist að gera út á Ábyrgðasjóð launa og beiðni um ríkisbjörg- un í einu orðinu en hafna ríkis- afskiptum í öðru orðinu. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Hvað er sannleikur? Þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi var skýringin sú að stýra þyrfti fiskveiðum með því að út- hluta aflaheimildum og þannig vernda sjávarauð- lindina svo sókn í hana yrði ekki meiri en svo að fiski- stofnarnir þyldu veiðarnar. Þetta var árið 1983. Næsta skrefið sem var stigið, og átti það eftir að reynast afdrifaríkt, var þeg- ar aflaheimildir voru gerðar framseljan- legar. Skýringin var sögð sú að þannig mætti stuðla að hagkvæmum rekstri í sjávarútvegi, hinir burðugu tækju yfir hina veikari og eftir stæðu öflugri fyrirtæki en ella. Þegar upp væri staðið myndi þetta gagnast sjávarbyggðum og efnahagslífi landsmanna almennt. Þetta var árið 1990. Þegar farið var að veðsetja fiskiskip á grundvelli aflaheimilda þeirra (óveidds kvóta) var það látið viðgangast þrátt fyrir landslög sem sögðu skýrt að sjávar- auðlindin væri í eigu þjóðarinnar: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar,“ segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða. Veðsetning á kvóta færðist jafnt og þétt í aukana í að- draganda hrunsins og var þar eflaust or- sök. Pólitískir handlangarar kerfisins leyfðu því þannig að gerast að sameign þjóðarinnar væri fénýtt í þágu einkahags- muna. Afleiðingar þessara kerfisbreytinga hafa verið gríðarlegar: Þær hafa skekið þjóð- félagið og valdið illvígari deilum en nokk- urt annað málefni. Um það er þó ekki deilt, nefnilega að fátt, ef þá nokkuð, hafi valdið eins djúpstæðum ágreiningi í íslensku samfélagi og kvótakerfið og þá ekki síst framsalið og veðsetning kvótans. Hvers vegna? Í fyrsta lagi hefur kerfið haft í för með sér gríðarlega byggðaröskun. Í öðru lagi hefur meint samlegð leitt til samþjöppunar og einokunar á kostnað lít- illa og meðalstórra fyrirtækja. Kenningin um öflugri fyrirtæki og öflugri sjávarútveg reyndist verri í framkvæmd en menn ætluðu og samfélag- inu dýrkeypt þegar upp var staðið. Í þriðja lagi hefur auð- ur (að hluta til uppdiktaður, byggður á væntingum) verið fluttur upp á land og til út- landa í rekstur og fjárfest- ingar sem engu skilaði til baka til raunverulegra eig- enda í íslenskum sjávar- byggðum. Þarna hófst útrás- in, þarna var byrjað að blása út bóluhagkerfið sem síðan sprakk í andlit þjóðarinnar. Svo vorum það við sem vildum frekar Bogesen en Rad- cliffe; við sem sögðum að þrátt fyrir allt væri betra að hafa eignarhaldið í návígi. Bogesen þekkti þó allavega hana Sölku Völku og sína heimabyggð enda sýndi reynslan að hann skilaði arðinum þar, inn- an þúsund metra radíuss, á meðan um- gjörð kauphallanna í London og New York umlykur veröldina alla. Í þeim höllum er öllum nákvæmlega sama um barnaskólann á Flateyri. Nú þarf að rétta af þessa skekkju sem kvótakerfið innleiddi með framsali sínu og veðsetningu bjögun byggðanna og mis- skiptingu auðæfanna. Nú þarf að ná kvót- anum til baka. Við þurfum að gera Ísland heilt á ný. Það gerum við með því að ná kvótanum út úr heimi braskaranna, þannig að lögin um eignarhald þjóðarinnar á nytjastofnum á Íslandsmiðum verði ekki bara orðin tóm. Þetta þarf að verða mál málanna á ný- byrjuðu ári. Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson »Um það er þó ekki deilt, nefnilega að fátt, ef þá nokkuð, hafi valdið eins djúpstæðum ágreiningi í ís- lensku samfélagi og kvóta- kerfið og þá ekki síst fram- salið og veðsetning kvótans. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.