Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Lariat Sport
Litur: Magnetic/ Svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque
Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up-
phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver alert og distronic,
Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél.
VERÐ
10.129.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö,
togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology
pakki. 35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn-
davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í
öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat
Litur: Platinumhvítur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanó tónlist
öll kvöld vikunnar
www.matarkjallarinn.is
VERÐUR
Væri skynsamlegt
fyrir þessa fámennu
þjóð að einfalda og
breyta stjórnskipulagi
sínu og þar með virkni
kerfisins fremur en að
takast látlaust á um
innhald þess? Mætti
með einföldun skipu-
lags koma í veg fyrir
meintan „dauða lýðræðis og upp-
risu kerfisins“ svo vitnað sé í pistil
Þorsteins Pálssonar frá 11. nóvem-
ber sl. á sjónvarpsstöðinni Hring-
braut? Pistillinn hefst á tilvitnun í
ræðu formanns stjórnmálaflokks af
fulltrúaráðsfundi: „Vandinn sem við
stöndum nú frammi fyrir hér á
landi og víðar er að lýðræðið er
hætt að virka sem skyldi. Kerfið
ræður.“ Þorsteinn hrekur sjö dæmi
sem formaðurinn nefnir um slíka
þróun. Dæmi sem öll snúa að inni-
haldi kerfisins og virkni en ekki
skipulagi þess. Getur verið að þrátt
fyrir að Þorsteinn skjóti dæmi for-
mannsins í kaf hvað kerfisræði
varðar sé engu að síður hægt að
einfalda og bæta almannaþjón-
ustuna á Íslandi með einföldun,
skipulagsbreytingum og bættri
virkni?
Getum við sammælst um að það
gætu falist mikil tækifæri í að ein-
falda stjórnkerfi fyrir 358.000
manns? Markmiðið er þríþætt: Í
fyrsta lagi að bæta þjónustu við
íbúa og færa hana nær þeim. Í
annan stað að nýta betur þá tæpu
1.300 milljarða króna af almannafé
sem við greiðum árlega til sam-
neyslunnar og að síðustu að jafna,
einfalda og styrkja stjórnkerfi
framkvæmdavaldsins. Framtíðar-
sýnin er að hér yrði fjölskipað
stjórnvald með níu ráðuneytum á
fyrsta stjórnsýslustiginu. Á seinna
stiginu, nú þegar öll „jarðarbönd“
trosna og þjónusta á tímum fjórðu
iðnbyltingarinnar færist í rafrænt
form sem er án allra sveitarfélaga-
marka, væri skynsamlegt að átta til
tólf sterk sveitarfélög tækju við
málaflokkum á borð
við málefni aldraðra,
hjúkrunarheimili,
heilsugæslu og fram-
haldsskóla frá ríkinu.
Slík einföldun og til-
færsla verkefna þýddi
ekki einungis að ofan-
greindri framtíðarsýn
yrði náð heldur byði
þetta einnig upp á
meiriháttar hagræð-
ingartækifæri hvað
varðar endurskoðun á
stofnanakerfi ríkisins.
Stofnunum yrði breytt, þeim fækk-
að og þær styrktar. Einfaldara Ís-
land.
Undanfarna mánuði hefur verið
töluvert rætt um einföldun, umbæt-
ur og breytingar á almannaþjónust-
unni og ýmsir aðilar hafa bent á
þörfina á að einfalda og bæta
stjórnkerfi okkar. Líklegt er að
málið verði á stefnuskrá einhverra
pólitískra flokka fyrir næstu kosn-
ingar. Tveir flokkar hafa þegar lagt
af stað og óskað eftir reynslusögum
notenda úr kerfinu, vonandi í þeim
tilgangi að auðvelda flokkunum
grunnvinnu fyrir tillögur að kerf-
isbreytingum. Án efa er það gagn-
legt að leita eftir reynslu notenda
af almannaþjónustunni en í mínum
huga liggur vandi kerfisins í tveim-
ur meginþáttum sem erfitt er að
ímynda sér að slíkar sögur nái utan
um, þ.e. menningu og skipulagi
kerfisins sjálfs. Samkvæmt kenn-
ingum í stjórnunarfræðum „borð-
ar“ menning kerfisins viðleitni til
stefnubreytinga og með sama hætti
mætti halda því fram að skipulag
kerfisins hefði yfirhöndina þegar
kemur að virkni þess.
Með stjórnsýsluúttektum, vinnu-
stofum og stefnumótun er enda-
laust hægt að vinna með menningu
skipulagsheilda innan almannaþjón-
ustunnar en ég er þeirrar skoðunar
að heillavænlegast sé að breyta
hvoru tveggja samhliða; skipulagi
kerfisins og innleiða menningar-
breytingu. Mörgum finnst skyn-
samlegast að horfa fyrst til grunn-
skipulags þess valds (þjónustu-
umboðs) sem liggur á sviði
framkvæmdavaldsins.
Mér virðist vandi stjórnarflokka
hverju sinni, þegar kemur að um-
bótum á stjórnkerfinu, ekki vera
skortur á vilja eða umboði heldur
frekar sá að eftir 6-8 mánaða
stjórnarsetu hafi viljinn og fyrir-
heitin vatnast út.
VAR
Stjórnarráðið er samheiti yfir
ráðuneytin. Árið 2011 var lögum
um Stjórnarráð Ísland breytt. Áður
en til breytinganna kom hafði
nefnd skipuð af forsætisráðherra
sent frá sér skýrsluna „Samhent
stjórnsýsla“ og lagt til ýmsar
breytingar. Kristín Ólafsdóttir
kemst að þeirri niðurstöðu í rann-
sókn sinni frá 2016 að heildarend-
urskoðun laga um Stjórnarráð Ís-
lands hefði ekki orðið nema vegna
efnahagshrunsins haustið 2008:
„Hrunið var ástæða þess að gengið
var til kosninga á þessum tíma,
sem annars hefði ekki verið. Hrun-
ið var ástæðan fyrir að þessir
flokkar fengu meirihluta á Alþingi.
Hrunið sýndi að kerfið hafði ekki
séð í hvað stefndi og var vanhæft
að taka á ástandinu sem skapaðist í
kjölfarið og því þurfti að breyta
kerfinu.“
Tillögur nefndarinnar áttu vissar
rætur í stefnustraumi sem nefndur
er samhæfð stjórnsýsla, á ensku
ýmist „joined-up government“ eða
„whole-of-government“. Slíkur
straumur og vinnulag grundvallast
á þátttöku fleiri aðila sem koma
bæði innan og utan kerfisins. Í
Eftir Héðin
Unnsteinsson » Þessi sílóstrúktúr
Stjórnarráðsins litar
annað skipulag og virkni
kerfisins. Skipulagið
gegnsýrir tæplega
20.000 starfsmenn sem
starfa í okkar þjónustu
hjá ríkinu og jafnvel að
hluta þeirra 22.000 sem
sinna okkar málum á
sveitarstjórnarstiginu.
Héðinn Unnsteinsson
Mynd/Rán Flygenring
Aukin „lárétt“ samhæfing „lóðréttu sílóanna“ er leiðin til að takast á við „láréttar“ áskoranir framtíðarinnar.
Einfaldara Ísland
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?