Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 27

Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 ✝ Unnur Kon-ráðsdóttir fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1930. Hún lést á Land- spítalanum 25. desember 2019.Unnur var dóttir hjónanna Konráðs Jens- sonar veitinga- manns og Þor- bjargar Svein- björnsdóttur. Unnur ólst upp á Ísafirði ein af 8 systkinum, þau eru nú öll látin nema yngsta systirin Edda Konn. Unnur giftist Eyjólfi Bjarna- syni rafvirkjameistara og átti með honum fimm börn: Birnu, Þorbjörgu, Konráð, Herdísi og Unnar. Unnur og Eyjólfur slitu sam- vistum 1972 en Unnur fann ást- ina aftur hjá Ásmundi Pálssyni, lögfræðingi og bridgemeistara, og giftist honum 1984. Unnur, Úffa, ólst upp á Ísa- firði, næstyngst átta systkina sem flest voru talsvert eldri og nutu þær yngstu tvær þess á margvíslegan háttAðeins 16 ára varð hún Íslandsmeistari með handboltafélaginu Vestra árið 1946 og árið eftir var henni boð- ið sæti í fyrsta kvennalandsliði Íslands en gat ekki þegið það þar sem hún var komin með Birnu undir belti. Næstu árin fóru í barneignir og uppeldi en 1963 fór hún til Frakklands og lærði snyrtingar og förðun og setti síðan upp á Ísafirði fyrstu snyrtivöruversl- unina utan höfuðborgarinnar og hélt námskeið víða um land. Unnur flutti með börnin til Reykjavíkur 1965, hún vann um tíma hjá systur sinni í Lóubúð en réðst síðan sem verslunarstjóri til Álafoss og stýrði þeirri versl- un farsællega í mörg ár á mikl- um umbrotatímum. Hún var framkvæmdastjóri Belgjagerð- arinnar um nokkurt skeið en réðst síðan til Karnabæjar og vann þar nokkur ár. Unnur naut þess að ferðast og skoða heim- inn, lærði hún því fararstjórn og þegar færi gafst fór hún með hópa víðsvegar um Ísland, Kan- ada, Kanarí og víðar. Hún réð sig síðan til Útvegs- bankans og hélt sig komna í gott skjól út starfsaldurinn. Þegar Útvegsbankanum var lokað missti hún vinnuna og við tók erfiður tími. Það var þó henni líkt að nýta tímann sem gafst og hún hellti sér í félagsmálin, var í forsvari fyrir atvinnulausa og gerðist fé- lagi í ITC Málfreyjufélaginu Björkin og var orðin forseti þess 1993. Hún var skólaritari síðustu starfsárin og settist jafnframt í Háskóla Íslands og hóf nám í heimspeki. Jarðarför Unnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 3. janúar 2020, klukkan 11. Birna, f. 15.12. 1947, hún dó 1990 og lét þá eftir sig eigin- mann, Eirík Tryggvason, og þrjú börn, Írisi, Tryggva og Eyjólf Róbert. Þorbjörg, f. 16.9. 1950, en lifði aðeins fimm mánuði. Konráð, f. 28. júní 1954, eiginkona Helga Óladóttir, þau eiga tvö börn, Óla og Unni. Herdís, f. 4. ágúst 1957, eigin- maður Ægir K. Bjarnason rennismiður, þeirra synir eru Elvar, Rúnar og Steinar. Unnar, f. 7.12. 1958, eigin- kona hans er Hildur Pálsdóttir og eiga þau þrjú börn, Arnar, Atla og Ásu. Alls átti Unnur 42 afkomendur þegar hún lést. Elsku mamma mín. Nú ertu farin, og andlát þitt var svo friðsælt. Undanfarin ár hafa verið svo samtvinnuð þér að eftir situr mik- ið tómarúm. Við spjölluðum mikið saman og þú naust þess að heyra hvað allir væru að bralla og ljómaðir af sög- um af barnabörnunum. Já mamma, að eiga yfir 40 af- komendur eins og þú sagðir hvílík blessun. Skildir svo vel að lifa ætti lífinu og eins og þú sagðir: Hver nennir að heimsækja dauðvona kerlingu eins og mig? Í æsku varst þú kletturinn minn. Það var ekkert sem þú gast ekki gert og setti ég þig á stall og var svo stolt af ofurkonunni mömmu minni, af dugnaði þínum og áræði. Þú stóðst alltaf við bakið á mér og okkur systkininum. Missir Birnu beygði okkur öll og var þér allt að óyfirstíganlegur og ofurkonan varð bara mamma mín. Ferðabakteríuna erfði ég frá þér, margar af mínum bestu minningum eru frá ferðum okkur saman. Þú varst börnum mínum góð amma og sannur vinur. Eftir mjög viðburðaríka ævi sem verslunareigandi, snyrti- fræðingur, verslunarstjóri, leið- sögumaður, bankastarfsmaður, skólaritari og háskólanámsmaður varst þú líka mamma og amma. Þegar árin færðust yfir breytt- ist ég í klettinn þinn með dyggri aðstoð barnabarnanna Írisar og Rúnars. Það var svo dásamlegt þegar barnabörnin komu að kveðja þig og stóðu í hring um rúmið þittog þú opnaðir augun og leist yfir hóp- inn þinn og sagðir: „Mikið eruð þið öll falleg.“ Elsku mamma mín, vona að all- ir sem eru farnir hafi tekið á móti þér í Sumarlandinu. Herdís (Didda), Ægir Elvar, Rúnar, Steinar og fjölskyldur. Horfandi til baka þá minnist ég þess svo sterkt hve stoltur ég var af mömmu minni. Hún bar með sér reisn bæði í framkomu og fasi, einhvern óskilgreindan mikilleika sem gerði að verkum að fólk leit- aði til hennar um forystu. Ég man stolt mitt af mömmu sem fjall- konu, sem fyrirliða handboltaliðs- ins, sem konunnar sem átti búð, sem verslunarstjóra í Álafossi og sem framkvæmdastjóra Belgja- gerðarinnar. Að mamma væri fararstjóri um allan heim það var ekki til minnk- unar. Ég var stoltur af henni þeg- ar hún innritaðist í HÍ til að lesa heimspeki. Hún hafði glæsilega rithönd og var snilldarkokkur, ég var líka stoltur af því. Það var gott að leita til mömmu með hvað sem var. Hún var svo greind og vel les- inn að maður kom alltaf betur settur frá henni. Elsku mamma er farin, hvíld- inni fegin eftir löng veikindi en við hin söknum hennar en erum sátt. Hún gaf okkur mikið og við vor- um stolt af henni. Konráð Eyjólfsson. Elsku Úffa amma. Þú hressa og skemmtilega kona, sem áttir sögu fyrir öll tækifæri. Ég mun sakna þess að heyra þær ekki fleiri frá þér og djúpu störunnar í augun á mér þegar ég spurði þig spurninga sem þú reyndir að sjá endurtekn- ar í augum mér enda heyrðirðu oftast ekki hvað ég sagði. Ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei verið jafn djúprödduð og kringum þig þar sem ég reyndi að herma eftir bassanum í röddinni á pabba sem þú heyrðir svo miklu betur í. Það var alltaf stutt í brosið hjá þér og ég er þakklát fyrir að hafa svo sterka og góða konu í mínu lífi. Gleymi því til dæmis aldrei þegar þú mættir með Rís-kubba og kók heim því þú heyrðir frá pabba að ég væri lasin. Ég viður- kenni að ég reyndi oft að fá pabba og mömmu til að láta þig vita þeg- ar ég var veik eftir það. Gekk mis- vel. Ég er þakklát fyrir að vera komin af þér þrátt fyrir að þú haf- ir reglulega minnt mig á það hversu leiðinlegt barn ég var (mömmustelpa) enda varstu dug- leg að láta mig vita á einn eða ann- an hátt hversu ánægð þú værir með mig eftir því sem ég varð eldri. Ég naut þess að eyða tíma með þér en eins og er alltof algengt þá hélt ég að ég hefði lengri tíma með þér og var alltaf á leiðinni í heimsókn. Það var þó blessunar- lega ekki langt síðan síðast og þú fékkst að fylgjast með gorminum honum Frosta mínum, nýjasta af- komandanum. Kæra amma, það er sko ekki leiðum að líkjast að vera nafna þín en ég mun samt aldrei svara nafn- inu Úffa, enda bara ein Úffa Kon. Unnur Linda Konráðs- dóttir, barnabarn. Amma mín. Þú kvaddir svo fallega á jóla- dag, umvafin ást og kærleika. Amma. Valkyrjan, ævintýra- og fróðleiksþyrsta, sjálfstæða, fram- sýna, frumlega, fagurkerinn, stolta, þrjóska, beinskeytta glæsi- lega Úffa amma. Það eru eflaust ekki margir sem áttu ömmu sem fór með í rennibrautina í sundi eða hékk með manni í læknum í Nauthóls- vík. Eða ömmu sem átti bíl sem var algjör kaggi, Trabant sem sagði nafnið sitt sjálfur. Ömmu sem lá endalaust uppi í rúmi á bolludaginn og þóttist sofa svo við gætum komið og bollað hana. Ömmu sem hlustaði á Róbert Arnfinnsson syngja með manni Arídúarídúadei. Ömmu sem spilaði á varirnar og kinnar með fingrunum. Amma gafst aldrei upp, trúði endalaust á að maður gæti allt, maður þyrfti bara að vera tilbúinn að leggja á sig. Það gerði hún, ef hún ætlaði sér eitthvað. Þá gerði hún það. Hún fann leið. Sjötug fór amma í Háskólann að nema heimspeki. Við rifjuðum upp nú fyrir stuttu að á tímapunkti þegar henni fannst hún ekki muna neitt sem hún væri að læra og hefði nefnt við rektor hvort hún ætti ekki að hætta, hefði hann svarað: „Á meðan þú hefur svona gaman af þessu skaltu halda áfram,“ og það gerði hún, þar blómstraði hún. Hún amma mín átti stundum erfitt með að sýna mildi og hlýju, en ef maður gaf henni það ekki eftir og þétti faðmlagið þegar henni fannst komið gott eða sagði fallega hluti um hana og hrósaði náði maður inn að kvikunni hennar. Hún var vön að vera sterk og stundum hafði ég á tilfinningunni að hún væri hrædd um að gefa eftir því þá myndi hún bogna. Allir bíltúrarnir, hlátursköstin, kaffihúsaferðirnar, spjall yfir rauðu, að setja í hárið hennar og gera hana fína. Hún var alltaf glæsileg og vel tilhöfð. Hún þjálfaði sig í að ganga bein í baki og þannig leið hún um. Há- vaxin, teinrétt og fáguð með lakk- aðar táneglur ... alltaf! Við vorum búnar að skipu- leggja að fagna saman því báðar ættum við stórafmæli á nýju ári. Það er reyndar merkilegt hve háum aldri hún náði í ljósi þess að frá því ég man eftir mér þá hélt hún því fram að hún myndi deyja 64 ára. Gaf mér meira að segja al- búm með myndum af mér rétt áð- ur en hún náði þeim aldri, en bað svo um það aftur nokkrum árum seinna þegar ljóst var að hún var ekkert á förum. Amma var alltaf með bók, hennar flótti og lækning var að lesa, í lestrinum gleymdi hún sér. Mér er minnisstæð ein ferð okkar á bókamarkað, amma segir mér á leiðinni sögu sem væri ein af hennar uppáhalds. Ferðin sem aldrei var farin en hún vissi ekki hvort væri hægt að eignast þá bók lengur. Í hillu lítil og rauð innan um alla hina gömlu doðrantana beið bókin okkar, svona var svo margt hjá okkur. Síðustu daga hennar var hún dugleg við að segja okkur hvað hún væri þakklát fyrir hvað hún ætti yndislega afkomendur. Hún sat í rúminu brosti og and- varpaði: „Mikið er ég heppin – mikið lifandis ósköp hvað ég er heppin.“ Amma mín, eins ljúfsárt og það er að kveðja, þá fer ekki sú sýn frá mér að Ási, ástin þín, mamma og pabbi hafi tekið þig í faðminn sinn og þið liðið saman inn í sumar- landið sameinuð á ný. Guð geymi þig. Þín Íris. Unnur Konráðsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ANGANTÝR EINARSSON fyrrverandi kennari og skólastjóri lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 24. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 10.30. Auður Ásgrímsdóttir Halla Angantýsdóttir Hlynur Angantýsson AlmaDís Kristinsdóttir Ásgrímur Angantýsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU Þ. BJÖRNSDÓTTUR, frá Hrísum, Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir alúð og umhyggju. Jón Ágúst Aðalsteinsson Halla Sveinsdóttir Guðný Aðalsteinsdóttir Sigurður Þór Ákason Sigrún Aðalsteinsdóttir Stefán Geir Pálsson Stefán Aðalsteinsson Þuríður Túrit Þorláksdóttir Halldór Aðalsteinsson Helga S. Steingrímsdóttir Hlynur Aðalsteinsson Guðrún Þ. Ásmundsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 19. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðrún Anna Antonsdóttir Magnea S. Jónsdóttir Jónas G. Halldórsson Hanna Þórunn Skúladóttir Kristján Þór Hallbjörnsson Áróra Hrönn Skúladóttir Henrik Danielsen barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra INGÓLFS HELGA ÞORLÁKSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Ingólfsson Guðbjörg Emma Ingólfsdóttir Hjördís Björk Ásgeirsdóttir ✝ Gerða Jón-fríður Arthúrs- dóttir Cougan fæddist á Akranesi 26. september 1928. Hún lést á hjúkrunarheimili í Alabama í Banda- ríkjunum 14. des- ember 2019. Gerða var dóttir hjónanna Arthúrs Eyjólfssonar og Guðrúnar Jónsdóttur frá Akra- nesi, hún átti fjögur alsystkini, Maríus, f. 1924, Eyjólfur látinn, Jóna Guðný látin og Fanney Dagmar látin og tvo hálf- bræður, Gísla og Karl Diðrik, báðir látnir. Gerða lætur eftir sig fjögur börn, Karen Ann, f. 1953, Arthur Glenn, f. 1954, Sharen Lee, f. 1957, og Karl Lee, f. 1963. Barnabörn- in eru fimm og barnabarnabörnin eru sex. Gerða var jarðsett við hlið eiginmanns síns, Harry Cougan, í National Cemetery í Chatt- anooga Tennessee 19. desember 2019. Þegar ég var barn var alltaf einhver ævintýraljómi yfir Gerðu frænku minni sem bjó í fjarlægu landi og var svo falleg og alltaf svo flott klædd og fylgdist ég vel með öllum fréttum sem bárust frá henni og myndum en á þeim tíma voru bara póstsendingar á milli, bréf og spólur sem hún talaði inn á. Gerða giftist Jack Womack sem var hermaður á Keflavíkur- flugvelli og fluttist með honum til Bandaríkjanna 1951 en Jack lést við þjónustu í hernum og voru börn þeirra þá mjög ung. Síðar giftist Gerða Harry Cougan, yndislegum manni sem reyndist henni og börnum hennar eins og besti eiginmaður og faðir og átti ég eftir að kynnast honum mjög vel og reyndust þau syni mínum svo vel þegar hann fór bara 17 ára gamall til náms í Bandaríkjunum og get ég aldrei fullþakkað þá aðstoð. Gerða og Harry bjuggu lengst af í Chatt- anooga og áttu þar glæsilegt heimili og var alltaf gaman að koma til þeirra og alltaf frábærar móttökur. Fyrir 4 árum þegar Gerða var komin á heimili fyrir eldri borgara í Atlanta eftir andlát Harrys og bjó þar í skjóli Arthurs sonar síns og konu hans Beverly, sem voru henni svo góð og hugsuðu vel um hana, átti ég því láni að fagna að fá að dvelja hjá henni í fallegu litlu íbúðinni hennar í vikutíma og spjölluðum við um margt sem á daga hennar hafði drifið um æv- ina, flest gott, en fyrstu árin eftir andlát Jacks, fyrri manns hennar, hafa örugglega verið henni erfið, hún með fjögur ung börn en hún frænka mín dó ekki ráðalaus og fór í flottar tískuverslanir og bauðst til að taka að sér að laga fatnað ef konur þurftu þess með og þannig bjargaði hún sér enda var hún alveg sérlega lagin og al- ger listamaður. Hún saumaði fatnað, prjónaði, saumaði út myndir og púða og málaði á tré og var heimili hennar fullt af alls konar flottum munum eftir hana. Ég á eftir að sakna þessa ís- lenska víkings eins og börnin hennar kölluðu hana oft og mun geyma minningu hennar í huga mér um ókomin ár. Guð geymi þig, elsku frænka. Guðrún Adda Maríusdóttir. Gerða Jónfríður Arthúrsdóttir Cougan Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.