Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 Opnaðu fyrir hönnun á heimilið Randi hurðarhúnarnir eru margverðlaunaðir fyrir ný- sköpun, stílhreina hönnun og gæði. Hönnunin byggir á gömlum grunni, en Randi var stofnað í Danmörku árið 1878. Fjölmargar þekktar hönnunarstofur hafa komið að hönnun hurðarhúnanna, meðal annars AART designers, Friis & Moltke og C.F. Møller. Randi Komé Svartur Hönnuður: C.F. Möller Randi Komé Kopar Hönnuður: C.F. Möller SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS 50 ára Kristrún er frá Ósabakka á Skeiðum en býr á Selfossi. Hún er leikskólakennari að mennt og er með meistaragráðu í stjórn- un menntastofnana frá HÍ. Kristrún er leikskólastjóri í Hulduheimum á Selfossi. Maki: Óskar Ingi Böðvarsson, f. 1968, rafvirki hjá Landsvirkjun. Synir: Kári Már, f. 1996, og Hafliði Már, f. 2002. Foreldrar: Hafliði Sveinsson, f. 1944, og Ragnhildur Helgadóttir, f. 1944, sauð- fjárbændur á Ósabakka. Kristrún Hafliðadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Haltu ró þinni. Ef eitthvað renn- ur þér úr greipum máttu vera viss um að annað og nýtt kemur í staðinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað sem þú ert að spá í er sennilega ekki mjög góð hugmynd. Hvít lygi er saklaus lygi ekki satt? Þú vildir allavega vel! 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú tekur álagið af samband- inu með því að láta ekki litla galla fara í taugarnar á þér og fyrirgefa þá stóru. Ekki hafna hjálp sem þér er boðin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu þér hægt, þegar við ókunnan er að eiga, sérstaklega ef ekki er á hreinu, hvað fyrir honum vakir. Góðir grannar koma á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu orða þinna í samskiptum við samstarfsmenn þína í dag. Fyrsta skrefið í ræktinni getur tekið á, ekki ör- vænta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu óhrædd/ur við að sýna öðrum væntumþykju. Þú færir út kví- arnar á árinu. Lausn flókins vandamáls reynist auðveldari en þú áttir von á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefðir gott af því að fara í stutt ferðalag í dag. Varastu að grípa til hvítrar lygi. Ekki kaupa köttinn í sekkn- um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að sýna börnunum í kringum þig þolinmæði í dag. Þér líður eins og ofurhetju í augnablikinu, þú veist af hverju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu ekki að hneykslast á eyðslu annarra ef þú þarft ekki að bera ábyrgðina. Hugsaðu áður en þú talar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú mega peningarnir byrja að koma í kassann. Vertu víðsýn/n og gefðu skoðunum annarra gaum og reyndu svo að finna viðunandi mála- miðlun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Styrkur þinn er sköp- unarmátturinn. Farðu þínar eigin götur, álit annarra skiptir engu því hver er sinnar gæfu smiður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Settu þig alltaf í fyrsta sæti, þú ert nefnilega aðalmanneskjan í þínu lífi. Haltu þínu striki. bjargaði reyndar lífi mínu því þar uppgötvaðist alvarlegur hjartagalli sem var lagaður. Lokaverkefnið sem við unnum nokkur saman var fyrsta rannsóknin á kulnun í starfi sem gerð hefur verið hér á landi. Heitið kom frá móður eins úr hópnum.“ Alda starfaði síðan við hjúkrun, mest í heilsugæslu, til ársins 2002. Alda nam við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1989-1993 í fjöl- tæknideild og var virkur myndlistar- maður í mörg ár og hlaut tvívegis starfslaun. Hún hélt nokkrar einka- sýningar hérlendis og erlendis og tók þátt í fjölda samsýninga og sýningar- stjórn á nokkrum viðburðum. Árin 1993-1995 vann Alda við Heilsugæslustöðina á Laugarvatni og bjó þar og 1996-1997 kenndi hún í Reykholti í Borgarfirði síðasta árið sem þar var rekinn skóli. Árið 1997 flutti Alda á Selfoss þar sem hún hef- ur búið síðan. Alda stofnaði ásamt Jóni eigin- manni sínum Alvarlega félagið árið 2001, en það heldur utan um texta- vinnu og verkstæði fyrir m.a. fram- leiðslu á íslenskri útsaumsvöru og búningagerð sem hófst löngu fyrr og sem síðar opnaði dyrnar sem Alvöru- búðin. Hún stofnaði árið 2009 Gull- kistuna, miðstöð sköpunar á Laugar- vatni, ásamt Kristveigu Halldórs- dóttur. „Gullkistan er heimili og vinnustofa fyrir listamenn í öllum greinum, m.a. myndlist, ljósmyndun, og kærleika í heiminum því menn- irnir eiga miklu fleira sameiginlegt en það sem gerir þá ólíka og fjölbreyti- leikinn er fallegur og mikilvægur.“ Alda hefur enda verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. „Ég fór til Nýja-Sjálands 1981 og dvaldi þar í þrjá mánuði á blómabúgarði og fór beint þaðan til Texas þar sem ég vann við að kaupa dekk af íbúum í hjól- hýsahverfum í kringum Dallas í fjóra mánuði. Ég fór tvisvar um Evrópu með Interrail, annað skiptið með mömmu minni og 1984-1985 bjó ég í París ásamt þáverandi sambýlis- manni, Friðriki Diego, og var eitt ár í námi í tískuteikningu.“ Alda gekk í Lækjarskóla og Víði- staðaskóla og varð stúdent frá Flens- borg. Hún lauk námi í hjúkrunar- fræði 1984. „Það var fjölbreytt og gott nám í góðum félagsskap. Það A lda Sigurðardóttir er fædd 3. janúar 1960 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. „Ég bjó í vesturbænum þar sem allt moraði í krökkum og amma og afi á Sjónarhóli og stórfjölskyldan um- vafði okkur. Það var skemmtilegt og gott líf við fjöru og hraun. Foreldrar mínir elskuðu landið og við fórum mikið í útilegur og á skíði. Hallur pabbi var sjálfmenntaður vísinda- maður og hafði yndi af að grúska í ættfræði og steinum sem hann lagði mikið á sig að finna og skrá. Mamma er mikill litameistari og flink í fingr- unum með allt sem hún kemur nálægt. Þegar Golfklúbburinn Keilir var stofnaður 1967 fór mamma að sjá um kaffisöluna eftir vinnu í Boðabúð og í kjölfarið fór ég að sveifla golfkylfu. Það var mitt lán, fjársjóður sem ég á í rassvasanum og hef notið með hléum síðan. Skemmtilegasta afrekið á þeim vettvangi er auðvitað þegar ég varð Íslandsmeistari í telpnaflokki, þá 12 ára, en það mun vera fyrsti Íslands- meistaratitill klúbbsins. Ég er núver- andi klúbbmeistari kvenna á Selfossi og hef náð þeim titli nokkrum sinnum síðustu árin þegar ungu stelpurnar eru að sinna golfinu á öðrum vett- vangi.“ Alda var í sveit hjá Ragnari Stef- ánssyni og Laufeyju Lárusdóttur í fjögur sumur í Skaftafelli í Öræfum þegar þar var ennþá búskapur og vann á þáverandi bensínstöð þegar hringvegurinn var opnaður 1974. Hún vann í fiski í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði og við afgreiðslu í Hannyrðabúðinni í Hafnarfirði með skóla. Alda var skiptinemi með AFS 1978- 1979 í Texas og heldur góðu sambandi við fjölskylduna þar. „Í sumar tók ég á móti hópi fólks sem allt var skipti- nemar þar á sama tíma. Það var topp- ur. Hef verið virk í starfsemi AFS á Íslandi af og til sem stuðningsaðili fyrir skiptinema og tvisvar hýst nema í eitt ár. Starfsemi AFS og önnur skyld verkefni sem hreyfa ungt fólk til í heiminum skiptir miklu máli til að auka skilning og umburðarlyndi milli menningarheima. Það stuðlar að friði hönnun, kvikmyndagerð, tónsmíðum og ritlist. Fyrir ári tókum við Jón al- farið við rekstrinum. Þar hafa yfir 500 listamenn dvalið á þessum tíma alls staðar að úr heiminum. Auk þess hef- ur þar farið fram margvísleg önnur menningartengd starfsemi, sýningar, námskeið, móttaka skólahópa frá Bandaríkjunum og margt fleira. Árið 2012 tók Alda við rekstri Hannyrðabúðarinnar ásamt Þóru Þórarinsdóttur. „Við rekum hana á Selfossi og þjónum hannyrðafólki um allt land og víðar. Við vinnum þar jöfnum höndum að prjónahönnun auk þess að leiðbeina um ýmsar hann- yrðir.“ Alda hefur alltaf verið virk í ýmsu félagsstarfi frá barnaskóla. Hún var lengi virk í Leikfélagi Hafnarfjarðar og var þar í stjórn. „Ég stofnaði ung- lingadeild sem var öflug í mörg ár.“ Alda hefur staðið fyrir ýmsum list- tengdum viðburðum svo sem listahá- tíð á Laugarvatni ásamt Kristveigu Halldórsdóttur árin 1995 og 2005 sem var á vegum Gullkistunnar, einnig 20 ára afmælissýningu Gullkistunnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 2015. Hún rak alþjóðlega sýningar- staðinn GUK í sjö ár ásamt Steinunni Helgu Sigurðardóttur og Hlyni Halls- syni. Hún skipulagði enn fremur sýn- inguna Ferjustaður á Selfossi árið 2009. Alda hefur tekið þátt í starfsemi Ullarvinnslunnar í Þingborg og var um tíma í stjórn unglingadeildar Golf- klúbbs Selfoss. „Ég lagði mig fram um að auka áhuga barna og unglinga á golfi á Suðurlandi.“ Hún var m.a. í stjórn Nýlistasafnsins, Listasafns Ár- nesinga og Félags kvenna í atvinnulíf- inu á Suðurlandi. „Ég hef yndi af því sem er fallegt í náttúrunni, í því sem menn gera vel og í fólki, sama hvaðan það kemur eða hvernig það skilgreinir sig. Ég hef sterka réttlætiskennd og hef and- styggð á því þegar vald er misnotað með einhverjum hætti, af einstak- lingum eða stofnunum. Fátt hryggir mig meira en fólk sem ekki skilur virði ósnortinnar náttúru. Hef nokkrum sinni reynt að beita mér af veikum mætti með ýmsu móti, gegn þeim öflum sem fara fram í að eyðileggja ómetanlegar perlur, skrifa Alda Sigurðardóttir athafnaskáld– 60 ára Í Ölpunum Alda ásamt fjölskyldu sinni í afmælisferðinni. Fjölbreytileikinn er fallegur Afmælisbarnið Alda Sigurðardóttir. Matthías Johannessen, ljóðskáld og rithöfundur, er níræður í dag. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins 1959-2000, en hann kom fyrst til starfa á blaðinu árið 1951. Eiginkona Matthíasar var Hanna Johannessen, f. 1929, d. 2009. Synir þeirra eru Haraldur og Ingólfur, barna- börnin eru fjögur og barnabarnabörnin eru orðin sex talsins. Árnað heilla 90 ára Blaðamaðurinn Matthías les frétta- skeyti frá Reuters árið 1953. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 40 ára Sunna er Reyk- víkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Seljahverfinu. Hún er með BA-próf í stjórn- málafræði, diplómu í spænsku og er í BS- námi í tölvunarfræði við HR. Sunna er hugbúnaðarsérfræð- ingur hjá Korta. Maki: Óli Njáll Ingólfsson, f. 1980, fram- haldsskólakennari í Versló. Börn: Valur, f. 2005, Helga, f. 2009, og Lilja og María, f. 2011. Foreldrar: Mímir Arnórsson, f. 1948, lyfja- fræðingur, og Lovísa Kristjánsdóttir, f. 1950, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Sunna Mímisdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.