Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Vandaðir vinnuhanskar í öll verk
greinar, taka þátt í mótmælum og
jafnvel vera á framboðslista Íslands-
hreyfingarinnar með Ómari
Ragnarssyni. Sá hópur sem er sama
sinnis hefur sem betur fer stækkað
mikið með árunum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Öldu er Jón Özur
Snorrason, f. 24.9. 1961, framhalds-
skólakennari við FSu á Selfossi. For-
eldrar hans: Snorri Jónsson, f. 15.5.
1928, d. 30.6. 2016, kennari við Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði, og Guðrún
Gísladóttir, f. 3.6. 1929, húsmóðir í
Hafnarfirði.
Börn Öldu og Jóns eru: 1) Völ-
undur Jónsson, stjúpsonur Öldu, f.
6.4. 1984, greinandi hjá Bókun í
Reykjavík. Sambýliskona: Hildur
Steinþórsdóttir arkitekt; 2) Nökkvi
Alexander Rounak Jónsson, f. 3.12.
1997, laganemi við HA. Sambýliskona
Ester Lý Pauladóttir; 3) Vala Guð-
laug Dolan Jónsdóttir, f. 25.7. 2001,
nemandi við FSu á Selfossi.
Systir Öldu sammæðra er Anna
Halla Hallsdóttir, f. 15.8. 1964, köku-
meistari hjá Skyrgerðinni í Hvera-
gerði. Alda á einnig þrjár systur sam-
feðra sem faðir hennar átti frá fyrra
hjónabandi.
Foreldrar Öldu: Hjónin Sigurður
Jón Ólafsson, f. 7.2. 1919, d. 5.10.
1960, bæjarverkfræðingur í Hafnar-
firði, og Guðlaug Berglind Björns-
dóttir, f. 21.2. 1937, stofnaði og rak
Hannyrðabúðina í Hafnarfirði frá
1968 til 2012, síðast í Hveragerði þar
sem hún býr núna. Stjúpfaðir Öldu
var Hallur Ólafsson, f. 3.10. 1931, d.
5.12. 2008, sjómaður og síðar múrari.
Alda
Sigurðardóttir
Sigurður Jón Ólafsson
bæjarverkfræðingur í Hafnarfi rði
Jón Boði Björnsson
matreiðslumeistari
í Garðabæ
Hafdís Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
World Class
Birgir Björnsson handboltakappi í
Hafnarfi rði og landsliðsþjálfari
Ólöf Sigurjónsdóttir kennari í ReykjavíkHallgrímur Helgason tónskáld
Sigurður Ó. Helgason
stjórnarformaður Flugleiða
Sigurjón Jónsson
smiður á Vatnsleysuströnd
Sesselja Ólafsdóttir
ljósmóðir á Vatnsleysuströnd
Jóna Guðlaug Sigurjónsdóttir
kennari í Danmörku
Ólafur Þorsteinsson
bæjarverkfræðingur í Rvík
Þórunn Ólafsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka
Þorsteinn Þorgilsson
verslunarmaður á Eyrarbakka
Ásta Ólafsdóttir kaupmaður í Rvík,
átti verslunina CHIC á Vesturgötu
Guðlaug Jónsdóttir
húsfreyja í Sandgerði
Jón Magnússon
útvegsbóndi í Sandgerði
Guðbjörg Jónsdóttir
kaupmaður og húsfreyja í Hafnarfi rði
Benjamín H.J. Eiríksson hagfræðingur
Björn Eiríksson
bifreiðarstjóri í Hafnarfi rði
Sólveig Guðfi nna Benjamínsdóttir
húsfreyja á Vatnsleysuströnd
Eiríkur Jónsson
útvegsbóndi á
Vatnsleysuströnd
Úr frændgarði Öldu Sigurðardóttur
Guðlaug Berglind Björnsdóttir
fyrrverandi kaupmaður, búsett í
Hveragerði
„MÁ BJÓÐA ÞÉR EITTHVAÐ – VATNSSKÁL,
NAGBEIN?”
„HERRA SKIPSTJÓRI, VILTU KAFFIÐ ÞITT
NÚNA? VIÐ VORUM AÐ SIGLA Á ÍSJAKA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum
skoðanaágreiningur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„TIL HVERS?” ÉG BYRJA DAGINN GJARNAN
MEÐ LATNINGARRÆÐU
JÆJA, FÉLAGAR, ÉG ÞARF AÐ
LEITA AÐ VOPNUM Á YKKUR!
ÞVÍ MIÐUR, ÞÚ MÁTT EKKI FARA
INN VOPNLAUS !
VÍKINGAKRÁR ERU
BESTAR!
HVAÐ MEÐ
ÚTILEGU? ALDREI!
Guðmundur Arnfinnsson skrifarí Boðnarmjöð: „Jólasveinar og
Alþingisjólasveinar“:
Er sveinkarnir flykkjast til fjalla,
fráleitt við syrgjum þá kalla,
en verri bjálfar
og vandræðakálfar
þyrpast á þingsins palla.
Helgi Zimsen yrkir og kallar
„Áttíðarlimru“:
Mörvar sig Örvar og mörvar,
mætti’ann hvar sem að smjör var.
Hann át á sig gat
og svo gat á það gat.
– Svá gírugur seggurinn gjör var.
Sigurlín Hermannsdóttir svaraði:
Helgi nú yrkir um hátíð
sem heldur sko betur er áttíð
og menn sem þá éta
meira en þeir geta.
sú fréttin er tæplega fátíð.
Magnús Halldórsson gefur
„Stöðuyfirlit“:
Á svellum er skúringin skínandi,
skörpum í vindinum hvínandi.
Varla er frítt
við að sé hlýtt
og vetrarlegt útlit því dvínandi.
eða
(virðist því óþarfur vínandi).
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
veltir fyrir sér „Framhaldslífi?“
Ekki’ of kalt, ekki’ of heitt
ég ætla það
því okkar bíður ekki neitt
í öðrum stað!
Ármann Þorgrímsson segist ekki
fara til Reykjavíkur – ef hann
kemst hjá því!
Og lái honum hver sem vill!:
Ótilneyddur aldrei þangað fer
ökusiðir þeirra blöskra mér
snarvitlaus í umferð þeirra er
allir virðast þurfa að flýta sér.
Sigmundur Benediktsson skrif-
aði á Leirinn á föstudag í jólaviku. –
„Þar fauk nú jólaskapið!“ sagði
hann:
Slíkt er nærri mér um megn
myrkvuð hímir sólin
meðan bæði rok og regn
rífa niður jólin.
Jón Gissurarson svaraði og sagði:
„Samkvæmt veðurspánni eru mikl-
ar líkur á því að þessi hláka verði
aðeins spillibloti“:
Sjáum ekki sólarhadd
sindur eða glæður.
setur allt í svell og gadd
sá er öllu ræður.
„Feigs vök“. Þessi staka Indriða
á Fjalli er örlögþrungin:
Eina þá er aldrei frýs
úti á heljarvegi
kringda römmum álnar-ís
á sér vök hinn feigi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af jólasveinum og áttíð