Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
England
Liverpool – Sheffield United................... 2:0
Staðan:
Liverpool 20 19 1 0 49:14 58
Leicester 21 14 3 4 46:19 45
Manch.City 21 14 2 5 56:24 44
Chelsea 21 11 3 7 36:29 36
Manch.Utd 21 8 7 6 32:25 31
Tottenham 21 8 6 7 36:30 30
Wolves 21 7 9 5 30:27 30
Sheffield Utd 21 7 8 6 23:21 29
Crystal Palace 21 7 7 7 19:23 28
Arsenal 21 6 9 6 28:30 27
Everton 21 7 4 10 24:32 25
Southampton 21 7 4 10 25:38 25
Newcastle 21 7 4 10 20:33 25
Brighton 21 6 6 9 25:29 24
Burnley 21 7 3 11 24:34 24
West Ham 20 6 4 10 25:32 22
Aston Villa 21 6 3 12 27:37 21
Bournemouth 21 5 5 11 20:32 20
Watford 21 4 7 10 17:34 19
Norwich 21 3 5 13 22:41 14
B-deild:
Derby County – Barnsley........................ 2:1
Swansea City – Charlton Athletic ...........1:0
Staðan:
Leeds 26 15 7 4 43:21 52
WBA 26 14 10 2 48:28 52
Brentford 26 13 4 9 41:20 43
Nottingham F. 25 12 7 6 34:25 43
Fulham 26 12 6 8 40:30 42
Swansea 26 11 8 7 32:30 41
Millwall 26 10 10 6 34:32 40
Sheffield Wed. 26 11 6 9 37:26 39
Hull 26 11 6 9 40:34 39
Preston 26 11 6 9 36:32 39
Bristol City 26 10 8 8 39:40 38
Cardiff 26 9 10 7 38:40 37
Blackburn 26 10 6 10 34:34 36
Reading 25 10 5 10 33:28 35
QPR 26 10 5 11 44:48 35
Middlesbrough 26 8 9 9 26:32 33
Derby 26 8 9 9 26:34 33
Birmingham 26 8 5 13 31:43 29
Charlton 26 7 7 12 34:37 28
Huddersfield 26 7 7 12 30:42 28
Stoke 26 7 3 16 33:42 24
Wigan 26 5 8 13 24:39 23
Barnsley 26 4 9 13 33:49 21
Luton 26 6 3 17 32:56 21
Katar
Al-Ahli Doha – Al-Arabi ......................... 0:3
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 80
mínúturnar fyrir Al-Arabi. Heimir Hall-
grímsson þjálfar liðið.
KNATTSPYRNA
Danmörk
Esbjerg – Odense................................. 25:27
Rut Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi
Esbjerg.
Svíþjóð
Skuru – Skövde.................................... 35:25
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Skuru.
Liverpool er með þrettán stiga for-
skot á toppi ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu, en liðið vann
afar sannfærandi 2:0-sigur gegn
Sheffield United á Anfield í Liver-
pool í gær. Það voru þeir Mohamed
Salah og Sadio Mané sem skoruðu
mörk Liverpool í leiknum en þau
komu hvort í sínum hálfleiknum.
Liverpool er með 58 stig í efsta
sæti deildarinnar og á leik til góða
á Leicester, sem er í öðru sætinu
með 45 stig. Þá var þetta fimmti
leikur Liverpool-liðsins í röð í
deildinni þar sem það heldur marki
sínu hreinu, en liðið virðist bæta
sig með hverjum leik, þrátt fyrir að
vera ósigrað í deildinni á leiktíð-
inni.
Leikurinn í gær markaði einnig
ákveðin tímamót fyrir Jürgen
Klopp og lærisveina hans. Síðasti
tapleikur Liverpool í ensku úrvals-
deildinni var gegn Manchester City
3. janúar síðastliðinn, á Etihad-
vellinum í Manchester.
Á síðastliðnu ári hefur Liverpool
unnið 34 leiki í ensku úrvalsdeild-
inni og gert fimm jafntefli en það
síðasta kom gegn Manchester
United á Old Trafford í október á
síðasta ári. Það virðist því fátt
stöðva Liverpool, sem er á hraðri
leið með að vinna fyrsta Englands-
meistaratitil sinn í þrjátíu ár.
bjarnih@mbl.is
Ekkert
stöðvar
Liverpool
AFP
Fögnuður Sadio Mané og Roberto Firmino bregða á leik í gær eftir að sá fyrrnefndi skoraði annað mark Liverpool.
Sverrir Ingi Ingason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er í liði um-
ferðinnar í grísku úrvalsdeildinni
en lið hans PAOK vann stórsigur í
síðustu umferð.
Netmiðillinn Íslendingavaktin
greindi frá þessu í gær. PAOK vann
Atromitos 5:1 í 16. umferð og skor-
aði miðvörðurinn tvö mörk fyrir
PAOK en leikurinn fór fram á Þor-
láksmessu.
PAOK er á toppnum í Grikklandi
með tveggja stiga forskot á Olym-
piakos og hefur Sverrir leikið afar
vel síðustu vikur og mánuði.
Sverri gengur vel
í Grikklandi
Morgunblaðið/Eggert
Grikkland Sverrir Ingi Ingason fær
góða dóma hjá PAOK.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðs-
fyrirliði í knattspyrnu, var í byrj-
unarliði Al-Arabi þegar liðið heim-
sótti Al Ahli í efstu deild Katar í
gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri
Al-Arabi en Aron Einar fór af leik-
velli á 80. mínútu.
Þetta var fyrsti sigur Al-Arabi í
deildinni síðan 4. október þegar lið-
ið vann Al Khor, 3:1, en Aron
meiddist í þeim leik og var leikur-
inn í gær hans fyrsti síðan hann
gekkst undir aðgerð á ökkla um
miðjan október. Al-Arabi fór með
sigrinum upp í fjórða sæti.
Aron Einar sneri
aftur á völlinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Katar Aron Einar Gunnarsson er
orðinn leikfær á ný.
Tvö af sigursælustu karlaliðum
landsins í körfuknattleik, Keflavík
og Njarðvík, hafa bætt við sig er-
lendum leikmönnum í upphafi árs.
Keflavík hefur leikið vel í vetur
og er liðið í 2. sæti Dominos-
deildarinnar. Liðið verður væntan-
lega enn sterkara eftir áramót en
Callum Lawson hefur bæst við
leikmannahópinn. Á Karfan.is
kemur fram að Lawson sé Breti
en hafi leikið fyrri hluta tímabils-
ins í Svíþjóð með Umeå. Lawson
er um tveir metrar á hæð og á að
baki leiki með U20 ára landsliði
Breta.
Nýja árið byrjar með látum hjá
Keflvíkingum en þeirra fyrsti leik-
ur 2020 verður gegn toppliðinu
Tindastóli á mánudaginn.
Njarðvíkingar fá til sín Tevin
Falzon en hann er landsliðsmaður
frá Möltu. Hann lék síðast í Bret-
landi en var áður í háskólabolt-
anum í Bandaríkjunum og var þar
samherji Marios Matasovic, leik-
manns Njarðvíkur. Matasovic
ætti því að geta dregið upp nokk-
uð nákvæma mynd af leikmann-
inum.
Njarðvík er í 4. sæti eftir gott
gengi í lok síðasta árs en liðið á
heimaleik gegn ÍR á sunnudaginn.
Grannarnir
sóttu hvor-
ir tveggja
nýja menn
Í viðtalinu við Bjarka Má hér til hliðar
er minnst á Ólympíuleikana í Tókýó
sem fram fara á þessu ári. Karlalands-
liðið í handknattleik getur enn komist
inn í undankeppnina fyrir Ólympíu-
leikana 2020.
Fer hún fram 17.-19. apríl og eru tvö
sæti laus fyrir Evrópuþjóðir. Þar eru
fjórar þjóðir saman í riðli en fyrir-
komulagið þekkja Íslendingar frá árinu
2008. Pólland og Ísland komust þá til
Peking eftir undankeppni í Póllandi en
Svíþjóð og Argentína sátu eftir.
Danir eru komnir inn á leikana sem
heimsmeistarar. Noregur, Frakkland,
Þýskaland, Svíþjóð, Króatía og Spánn
eru þegar komin í undankeppnina
vegna árangurs síns á HM 2019. Á EM
í þessum mánuði þarf Ísland þá ekki að
spá í hvort þessar þjóðir verði fyrir of-
an hvað Ólympíuleikana varðar. Segja
má að Ísland sé að berjast um tvö sæti
í undankeppninni við lið eins og Rúss-
land, N-Makedóníu, Ungverjaland,
Tékkland, Serbíu og Slóveníu svo ein-
hver séu nefnd.
Í undankeppninni verða þrír riðlar.
Einn er þegar skipaður Noregi, Spáni,
Síle og Suður-Kóreu. Í hina tvo er bú-
ið að raða Frakklandi og Króatíu í
annan og Þýskalandi og Svíþjóð í hinn.
Þar eiga eftir að bætast við sín
Evrópuþjóðin hvor og sín Afríku-
þjóðin hvor.
Takist Íslandi að komast inn í und-
ankeppnina með góðum árangri á EM
bíður Íslands þar af leiðandi að mæta
annaðhvort Frökkum og Króötum eða
Þjóðverjum og Svíum, auk Afr-
íkuþjóðar. kris@mbl.is
Tvö sæti í undankeppni
Ólympíuleikanna í boði
Morgunblaðið/RAX
Ásvellir Frá æfingu landsliðsins í Hafnarfirði í gærmorgun.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslands-
meistari í golfi úr Keili, þarf ekki fara
á fyrra stig úrtökumótanna fyrir Evr-
ópumótaröðina í golfi. Guðrún fer því
beint á lokaúrtökumótið (vegna ár-
angurs síns í LET Acess-mótaröðinni
á síðasta ári) en það fer fram seinna í
mánuðinum og hefst 22. janúar.
Verður leikið á La Manga á Spáni.
Guðrún segist á facebooksíðu sinni
munu halda til Spánar á laugardag-
inn til að undirbúa sig. 25 sæti á Evr-
ópumótaröðinni á þessu ári eru í boði
á úrtökumótinu. Kylfingarnir í næstu
sætum fyrir aftan gætu svo fengið
takmarkaðan keppnisrétt.
Úrtökumót
fram undan
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
La Manga Guðrún Brá Björgvins-
dóttir er á leið í úrtökumót.
Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu og leikmaður rúss-
neska liðsins CSKA Moskvu, er á
meðal fimmtíu efnilegustu knatt-
spyrnumanna Evrópu samkvæmt
heimasíðu evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA. Aðeins leik-
menn sem eru 21 árs eða yngri kom-
ast á listann, en Arnór er tvítugur og
verður 21 árs 15. maí næstkomandi.
„Yngsti Íslendingurinn til þess að
spila í Meistaradeildinni og þá skor-
aði hann fyrsta landsliðsmark sitt í
október,“ segir í umsögn UEFA.com
um Skagamanninn, sem kom til
CSKA árið 2018.
Arnór þykir
mikið efni
Morgunblaðið/Hari
Rússland Arnór hefur vakið mikla
athygli hjá CSKA Moskvu.