Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800
Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur
kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem
henta henni.
Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina
sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval
umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt
þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru.
Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu
samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna
lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir.
UmBúÐiR eRu oKkAr fAg
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
Út eru komin hjá Hinu íslenska
bókmenntafélagi tvær nýjar bækur
í útgáfunni Lærdómsrit; Fædros
eftir Platon í þýðingu Eyjólfs Kjal-
ars Emilssonar og Formáli að Fyr-
irbærafræði andans eftir G.W.F.
Hegel í þýðingu Skúla Pálssonar.
Í tilkynningu segir um þá síðar-
nefndu að Formáli að Fyrirbæra-
fræði andans sé ekki langur texti,
en sé þó í raun inngangur að lífs-
starfi Hegels. Þar leggur hann
drögin að sínu þekktasta verki,
Fyrirbærafræði andans, en lýsir um
leið grundvelli hugsunar sinnar
sem blómstraði áfram í verkum á
borð við Söguspeki hans, Réttar-
heimspeki og Fagurfræði. For-
málinn er fyrsta verk Hegels sem
kemur út á íslensku. Hann er
sannarlega ekki aðgengilegasti
texti sem skrifaður hefur verið, en
hann er góð byrjun fyrir þá sem
vilja kynnast heimspeki Hegels.
Fædros er meðal þekktustu
verka Platons og kannski það verka
hans sem í mestum hávegum er
haft sem bókmenntaverk. Þetta er
stutt samræða Sókratesar og Fæ-
drosar og fjallar um efni sem skjóta
upp kollinum í fleiri samræðum
Platons: Ástina, mælskulist, þekk-
ingu og röklist. Bókin kallast á við
önnur verk Platons sem hafa komið
út á íslensku, svo sem Samdrykkj-
una. Þar er líka vikið að andúð
Platons á hinu ritaða máli og
hvernig samræðan er besta form
sannleiksleitar. Fædros er sagt
henta hentar öllum sem áhuga hafa
á heimspekilegum efnum jafnt byrj-
endum sem lengra komnum.
Tvö ný Lærdómsrit komin út, lykilverk eftir Platon og Hegel
Eftir margvíslegar tafir á byggingu
nýrrar safnbyggingar í Kaíró yfir
margra helstu forngripi egypsku
þjóðarinnar stefna stjórnvöld að því
að opna hið nýja og gríðarstóra þjóð-
minjasafn landsins síðar á þessu ári.
Dagstning hefur þó ekki verið gefin
upp.
Hið aldargamla Egypska safn við
Tahrir-torg í Kaíró er alltof lítið og
er einungis hægt að sýna þar, og við
gamaldags aðstæður, lítið brot af
þeim gersemum sem eru þar í
geymslum.
Fyrst var tilkynnt um hið nýja
safn árið 1992. Er það nú risið
skammt frá píramídunum í Gíza, var
hannað af arkitektunum á írsk-
þýsku stofunni Heneghan Peng,
mun vera um 480 þúsund fermetrar í
allt, og að sögn The Art Newspaper
stærra en Vatíkanið í Róm.
Í safninu verða sýndir um eitt
hundrað þúsund forngripir, frá for-
sögulegum tíma til grísk-rómverska
tímabilsins. Fyrir miðju safneign-
arinnar verða allir 5.400 glæsigrip-
irnir sem komu úr gröf dreng-
faraósins Tútankhamons og verður
það í fyrsta sinn sem almenningi
gefst kostur á að sjá þá alla á einum
stað.
Í temgslum við opnun safnsins
verður frumflutt ný ópera eftir Zahi
Hawass.
Í nýja Egypska safninu verða auk
sýningarsala verslanir, veitinga-
staðir, ráðstefnumiðstöð og kvik-
myndasalir. Búist er við um fimm
milljónum gesta á ári. efi@mbl.is
Verður stærra
en allt Vatíkanið
AFP
Stórt Fyrir áramótin safnaðist fólk saman framan við nýja Egyptasafnið að
skoða eftirmynd dauðagrímu Tútankhamons faraós sem mótuð hafði verið
úr 7.260 kaffibollum. Safnið er 480 þúsund fermetrar að stærð.
Styttist í opnun nýs safns í Kaíró