Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 36

Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar verður sett í sjötta sinn í Suðurnesja- bæ, Garði og Sandgerði á morgun, laugardag. Hátíðin verður sett kl. 14 á Sunnubraut 4 í Garði, ofan við Kjör- búðina, og mun Eliza Reid forsetafrú opna hana með ávarpi. Einnig munu Magnús Stefánsson bæjar- stjóri og Paul Gra- ham, sendiherra Frakklands, taka til máls. Hátíðin Ferskir vindar er haldin annað hvert ár og var stofnað til hennar af Mireyu Samper sem hefur verið listrænn stjórnandi frá upphafi. Hún segir að nú hafi 45 listamenn, og þar af um fjörutíu erlendir, unnið baki brotnu að fjölbreytilegum verk- um í Suðurnesjabæ undanfarnar vikur. „Fyrstu listamennirnir mættu 13. desember og svo allir hinir á næstu tveimur dögum,“ segir Mireya og viðurkennir fúslega að álagið hafi verið mikið þessar vikur. „Og þessi tími er líka erfiður hvað það varðar að það er erfitt um jólin að nálgast ýmis- konar efni sem listamennirnir þurfa, það eru allir í fríi alls staðar. Þetta hefur verið flókið.“ Alltaf á veiðum Þetta er sjötta hátíðin og Mireya segir alltaf hafa verið unnið út frá svipuðum ramma en hóparnir séu alltaf ólíkir hinum fyrri. Bæði hvað varðar verkin sem sköpuð eru og hvernig þeir vinna. „Orkan í hóp- unum er aldrei tvisvar eins, hver hóp- ur skapar sína stemningu.“ En hvernig finnur hún og velur þátttakendur? „Ég er alltaf á veiðum fyrir hátíð- ina. Ég vinn sjálf og sýni víða um lönd og ef ég sé verk eftir listamann sem mér þykir áhugaverður geri ég mér far um að ná af honum tali og helst koma á vinnustofu hans að skoða. Stundum stinga listamenn sem hafa tekið þátt í hátíðinni upp á öðr- um, einhverjir hafa kynnst henni á vefsíðunni eða Facebook og senda ósk um að taka þátt, og ég læt þá sem mér þykja koma til greina senda mér myndir af verkum sem þeir hafa gert. Eftirspurnin er í raun svo mikil að ég er þegar búin að velja alla listamenn- ina fyrir næstu hátíð, eftir tvö ár!“ Mireya segir þetta allt mjög ólíka listamenn og hún sækist eftir því. „Þess vegna vil ég ekki fá hópa held- ur ólíka einstaklinga. Sumir eru mjög þekktir, aðrir ungir, en þegar allt þetta fólk kemur saman gerast mjög skemmtilegir hlutir. Þá eru allir jafn- ir, hjálpast að, læra af öðrum og svo myndast alltaf mjög áhugaverð sam- vinna milli fólks.“ Mireya segir að gestir sem sæki hátíðina næstu tvær helgar muni sjá mjög áhugaverða samtímamyndlist, „í tvívídd og þrívídd, úti- og inni- listaverk. Það verða dansatriði, tón- list, gjörningar, animeraðar kvik- myndir og líka myndbandsverk sem fólk getur virkjað með QR-kóðum í símunum sínum. Fjölbreytileikinn er mjög mikill,“ segir hún. Áður var hátíðin í Garði en nú hef- ur hann sameinast Sandgerði undir heitinu Suðurnesjabær og munu gestir sjá verk á einum 16 stöðum í hinu sameinaða sveitarfélagi. Boðið verður upp á rútuferðir milli sýningarstaðanna nú um helgina og þá næstu undir leiðsögn Mireyu og munu listamennirnir kynna verk sín, hver á sínum stað. Hefst rútuferðin kl. 14 alla dagana á sama stað, Sunnubraut 4 í Garði, við Kjörbúðina. „Það er full dagskrá þessa daga, frá kl. 14 til 19 um kvöldið, og alltaf nýir performansar, ekkert endurtekið,“ lofar Mireya. Hlaut Eyrarrósina síðast Mireya segir það einkenni á Fersk- um vindum að allir vinni listmenn- irnir sérstaklega verk á staðnum. Þess vegna vill hún ekki að lista- mennirnir sendi sér fyrirfram til- lögur að verkum að vinna, heldur vill hún að þeir mæti á staðinn, kynnist aðstæðum og vinni út frá þeim. En hvernig gengur að koma á fimmta tug listamanna fyrir í Sandgerðisbæ þessar vikur? „Það er alltaf hausverkur, rétt eins og fjármögnunin,“ svarar hún glettn- islega. Segir það hafa verið auðveld- ara á fyrstu hátíðunum þegar ein- hverjar íbúðir voru á lausu í Garði en nú sé erfiðara að fá húsnæði. „Sam- komuhúsið er miðstöðin, þar borðum við saman og vinnum, en nú leigjum við gistiheimilið sem er hérna í Garði og að auki nokkrar íbúðir og herbergi í heimahúsum.“ Sveitarfélagið er bakhjarl Ferskra vinda og geta listamennirnir til að mynda nýtt sér áhaldahúsið og sam- komuhúsið en á móti fær sveitar- félagið eitt listaverk eftir alla lista- menn sem taka þátt. Þá er Upp- byggingarsjóður Suðurnesja mikil- vægur styrktaraðili, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar styðja há- tíðina. Hátíðin hefur vakið verðskuld- aða og vaxandi athygli og hlaut Eyrarrósina sem besta menningar- verkefnið á landsbyggðinni síðast þegar hún var haldin, sem Mireya er stolt af og þakklát fyrir. Góð innrás í bæinn Þegar spurt er hvað hátíð sem þessi geri fyrir Suðurnesjabæ segir Mireya hana gera mjög mikið. Þetta sé eins og góð innrás í bæinn. „Allt fyllist hér af skrýtnu listafólki sem gengur hvert sem það fer og skapar ólíka og áhugaverða hluti. Það hleyp- ir gífurlegu lífi í sveitarfélagið en mér finnst skipta mestu máli, á þessum níu árum, að sjá hvað það hefur góð áhrif á krakkana hér. Þeir sækja í að sjá hvað við erum að gera og eru for- vitnir um þetta skapandi starf. Svo skiljum við þar fyrir utan eftir fullt af verðmætum verkum sem breyta ásýnd sveitafélagsins og hafa þar að auki áhrif á ferðamennsku hér því fullt af fólki kemur hingað til að sjá samtímalistina.“ Splunkuný listaverk um allan bæ  Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar verður sett í sjötta sinn í Suðurnesjabæ á morgun  45 lista- menn, langflestir erlendir, hafa á síðustu vikum skapað ný og afar fjölbreytileg verk á staðnum Ljósmynd/Sophie Bey Fjölbreytileg Tveir listamannanna sem taka þátt í Ferskum vindum í ár, Bandaríkjamennirnir Kainoa Gruspe og Amber Khan, vinna að verkum sem verða frumsýnd á morgun. Um fjörutíu erlendir listamenn taka núna þátt. Ljósmynd/Sophie Bey Útlistaverk Verkin á Ferskum vindum eru sett upp á einum sextán stöðum í Suðurnesjabæ. Hér vinnur Chema Chino frá Mexíkó að einu þeirra. Mireya Samper

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.