Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 40

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 40
Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju ári með árlegum sveiflualdartón- leikum í Eldborg, Hörpu, á sunnu- daginn, 6. janúar, kl. 20. Gestasöngvarar verða Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar Hjörleifsson. Stjórn- andi og kynnir verður Sigurður Flosason. Nýju ári fagnað með sveiflualdartónleikum FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Liverpool er með þrettán stiga for- skot á toppi ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu eftir öruggan 2:0-sigur gegn Sheffield United á Anfield í Liverpool í gær. Liverpool er með 58 stig og á leik til góða á Leicester City, sem er í öðru sætinu með 45 stig. Englandsmeistararnir Manchester City koma þar á eftir með 44 stig í þriðja sætinu. Þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar ÍÞRÓTTIR MENNING Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, er næstmarkahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar og kemur því sjóðheitur inn í Evrópu- mótið sem hefst 9. janúar næst- komandi. Bjarki skipti yfir til Lemgo fyrir leiktíðina og hefur hann raðað inn mörkunum á tímabilinu. Hann segir ís- lenska liðið ætla sér langt á Evrópumótinu og dreymir Bjarka um að spila á Ól- ympíuleikunum í Tókýó í sumar. Til þess að það gerist þarf flest að ganga upp hjá ís- lenska liðinu, sem er í riðli með afar sterkum liðum. Mætir sjóðheitur á Evrópumótið á nýju ári Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is DÚNDUR ÚTSALA! ALLT Á 50% AFSLÆTTI Slá kr. 2.500 Töskur kr. 2.495 hennar sé um 250 hektarar og þar af séu um 150 hektarar uppfylling. „Fyllingarnar hafa breytt mikið ásýnd Reykjavíkur á þessum svæðum, bæði við Gömlu höfnina og í Sundahöfn, þar sem fram- kvæmdir við hafnargerð og upp- byggingu hófust 1967. Þetta eru lykilsvæði hafnarstarfsemi hér og fyrir almenna vöruflutninga til landsins.“ Þó að margt hafi verið vel gert segir Jón að höfn og þróun hennar þurfi að hafa 50 til 60 ára sýn, en þar sé pottur brotinn. Aðalskipu- lag sé yfirleitt 20 til 30 ára sýn og svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins um 30 ára sýn. „Nú er svo komið að engin stór þróunar- svæði fyrir höfnina eru í Reykja- vík inn í framtíðina. Slík svæði þurfa að vera fyrir hendi til þess að mæta vaxandi og nýrri hafn- sækinni atvinnustarfsemi.“ Hann bætir við að margt í slíkri starf- semi tengist því sem er til staðar. „Lykilþráður í umhverfisumræðu er að því lengra sem þarf að flytja hluti um landveg því meiri kostn- aður og umhverfisvandamál.“ Hann bendir jafnframt á að vöru- flutningar á sjó séu mikilvægir og verði það áfram um ókomna fram- tíð. „Sjóflutningum fylgja rýmis- þarfir á landi,“ áréttar hann og segir að hart hafi verið sótt að þróunarkostum hafnarstarfsemi í Reykjavík og þrengt að mögu- leikum til frekari þróunar, þegar horft sé til lengri framtíðar. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjórir starfsmenn Faxaflóahafna með samtals um 107,5 ára starfs- aldur létu af störfum um áramót- in. Þar á meðal var Jón Þorvalds- son aðstoðarhafnarstjóri, sem vann hjá fyrirtækinu í tæp 47 ár. „Tíminn líður hratt og ég þarf ekki að kvarta,“ segir hann. „Ég hef verið viðloðandi rekstur hafn- ar og hafnarstjórnar á þessum tíma, sem spannar 12 kjörtímabil, hitt á þeirri vegferð marga og við- kynningin hefur verið ánægjuleg upp til hópa.“ Reykjavíkurhöfn var byggð 1913-1917 og þegar Jón hóf þar störf sumarið 1973 kynntist hann mönnum sem höfðu starfað hjá höfninni í marga áratugi og miðl- uðu af reynslu sinni. „Ég hitti meðal annars Pál Ás- mundsson, gamla eimreiðarstjór- ann, sem mundi hvern einasta hlut, þótt hann væri orðinn 85 ára gamall.“ Hann leggur áherslu á að gamlir starfsmenn hafi gjarnan lagt leið sína á skrifstofuna þótt þeir væru löngu hættir störfum. „Þetta fólk hafði brennandi áhuga á höfninni og hafnarmálum og vildi fylgjast með því sem var að gerast.“ Reykjavíkurhöfn mikilvæg Þegar Jón lauk tæknifræðinámi við Tækniskólann auglýsti höfnin lausa stöðu fyrir ungan tækni- mann. Hann sótti um og var ráð- inn. Hann bendir á að þá hafi höfnin verið umsvifamikil í land- gerð, -þróun og -fyllingum. „Fyrstu verkin mín voru að teikna mæliblöð fyrir Holtagarða, þar sem Sambandið var að fara að hefja byggingarframkvæmdir á nýju og stóru vöruhúsi, og fyrir frystihús Ísbjarnarins á Norður- garðinum.“ Í þessu sambandi nefnir hann að á þessum tíma hafi verið fjögur frystihús í Reykjavík en nú sé aðeins eitt eftir. Uppbygging hafnarinnar hefur verið mikil. Jón segir að land Hefur fylgt Sunda- höfn eftir frá byrjun  Jón Þorvaldsson segir borgaryfirvöld ekki hugsa til framtíðar Ljósmynd/Faxaflóahafnir Kveðjustund Gísli Gíslason hafnarstjóri og Jón Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.