Morgunblaðið - 08.01.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Þá er jólatíð úti. Þeirra kafla-skipta sér stað innanhúss og
utan.
Á síðari árum hefur fólk leyftútiljósum og skreytingum að
létta skammdegið dálítið lengur
en áður og fer vel á því.
Innan dyra eru ytri tákn
jólanna oftast fjarlægð í kjölfar
þrettándans. Þeir sem hafa haft
„lifandi“ tré taka þau þá niður.
Þau sveitarfélög sem hafa þjón-ustuhlutverkið í öndvegi,
enda aðalhlutverk sveitarfélaga,
safna trjám frá íbúum á aug-
lýstum tíma og farga þeim. Sá
háttur var áður hafður á í
Reykjavík.
Því hefur verið hætt, enda hafayfirvöld í Reykjavík hin síð-
ari ár fjarlægst þjónustuhlutverk
sitt með hverju ári sem líður og
virðast hafa á því illan bifur.
Á sama tíma og þetta sveitarfé-lag telur bæði fyrir ofan og
neðan sína virðingu að auðvelda
borgurunum lífið að þessu leyti
eykst vilji þess til að heimta
skatta og gjöld af þeim.
Allt stafar þetta frá þeirrimeinloku borgarstjórans og
liðsins í kringum hann að borgar-
búar séu til fyrir hann, en ekki
öfugt og að honum skuli þjón-
ustan beinast.
Þennan þráláta misskilninghans þyrfti að leiðrétta við
fyrsta tækifæri.
Trénað hugarfar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Frestur til að setja fram kröfu í
tryggingarfé ferðaskrifstofunnar
Farvel ehf. er til 8. mars næstkom-
andi. Ferðamálastofa tilkynnti 20.
desember að hún hefði fellt niður
ferðaskrifstofuleyfi Farvel þar sem
fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skil-
yrði laga um pakkaferðir og sam-
tengda ferðatilhögun um skil gagna
og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferða-
málastofu um hækkun tryggingar-
fjárhæðar. Farvel ehf. hætti í kjöl-
farið starfsemi. Ákvörðunin hafði
áhrif á ferðalög á annað hundrað
viðskiptavina ferðaskrifstofunnar.
Fyrir liggur að þar sem Farvel
skilaði ekki inn hækkaðri tryggingu,
í samræmi við vaxandi umsvif fyrir-
tækisins, mun tryggingarfé fyrir-
tækisins ekki duga til að endur-
greiða áætlaðar kröfur þeirra sem
hafa greitt fyrir eða inn á pakka-
ferðir á vegum fyrirtækisins.
Á vef Ferðamálastofu kemur
fram að kröfu í tryggingarfé skuli
senda inn í gegnum þjónustugátt á
vefnum. Skrá þarf sig inn með ís-
lykli eða rafrænum skilríkjum. Með
kröfunni þarf að senda gögn sem
sýna fram á kaup pakkaferðar
þ.e.a.s. kvittanir fyrir greiðslu, far-
seðla, pakkaferðasamninginn eða
hvers kyns ferðagögn. Fyrst þegar
kröfulýsingarfresturinn er liðinn er
hægt að taka afstöðu til allra
krafna.
Kröfufrestur vegna Farvel til 8. mars
Enn óljóst hvað fæst úr tryggingarsjóði vegna starfsloka ferðaskrifstofunnar
Morgunblaðið/Ómar
Farvel Balí var einn áfangastaða.
Alls voru 231.145 manns skráðir í
þjóðkirkjuna 1. janúar síðastliðinn
skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Frétt um þetta var birt á vef henn-
ar á mánudaginn. Næstfjölmenn-
asta trúfélagið hér á landi er kaþ-
ólska kirkjan með 14.634 einstak-
linga og Fríkirkjan í Reykjavík
með 10.006 meðlimi.
Í desembermánuði fjölgaði mest
í kaþólsku kirkjunni eða um 80
manns. Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði
um 39 manns. Mest fækkun var í
lífsskoðunarfélaginu Zuism eða um
43 manns.
Alls voru 26.116 einstaklingar
skráðir utan trú- og lífsskoðunar-
félaga 1. janúar sl. og fjölgaði þeim
um 93 frá 1. desember sl.
Á vef Þjóðskrár eru birtar
samanburðartölur um fjölda í trú-
og lífsskoðunarfélögum frá 1. des-
ember 2018 og 1. desember 2019.
Samkvæmt þeim hefur fækkað um
0,7% í þjóðkirkjunni á tímabilinu.
Fjölgun hefur m.a. orðið í eftirtöld-
um trú- og lífsskoðunarfélögum:
Kaþólsku kirkjunni um 4,4%, Ása-
trúarfélaginu 6,7%, Siðmennt
23,3%, rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunni um 7,2% og í Félagi
múslíma á Íslandi um 16,1% og
Stofnun múslíma á Íslandi um
31,4%.
26 þúsund manns
utan trúfélaga
Kaþólska kirkjan næstfjölmennust
Morgunblaðið/Ómar
Trúfélög Enn fækkar þeim sem skráðir eru í íslensku þjóðkirkjuna.